Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

SVO MÓTSAGNAKENNT SEM ÞAÐ ER - ÞETTA ER ÞAÐ SEM BORGARBÚAR KUSU YFIR SIG Í VOR.............

Þeir sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni höfðu margoft lýst því yfir að þeir vildu flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og myndu vinna að því hvað sem hver segði.  Þrátt fyrir að könnun væri gerð um þetta efni, þar sem í ljós kom að 70% borgarbúa vildu hafa flugvöllinn þarna áfram, hélt þáverandi borgarstjórnarmeirihluti starfi sínu ótrauð áfram við að leggja flugvöllinn af í Vatnsmýrinni.  Svo kom að sveitastjórnarkosningunum í vor en þá bar svo við að borgarbúar kusu flesta af þessu fólki, sem hafði unnið á móti vilja þess í flugvallarmálinu, til þess að fara áfram með stjórn borgarmálanna.  Að sjálfsögðu heldur þetta fólk áfram að vinna að því að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og svo láta menn eins og þessar ákvarðanir komi þeim eitthvað í opna skjöldu.  Ætli máltækið um "að þangað sæki klárinn þar sem hann er kvaldastur" eigi við einhver rök að styðjast????? 


mbl.is Borgarafundur vegna neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI AÐGERÐ EIN OG SÉR DUGIR EKKI TIL AÐ AUKA FRAMLEIÐNINA

Fyrst og fremst verður að vinna að því að fólk geti lifað mannsæmandi lífi á dagvinnunni.  Þegar því er náð er hægt að reikna með framleiðniaukningu...............
mbl.is Líst vel á styttri vinnuviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"DREAM ON"

Það hefur nú viljað loða við hér á landi að HÆKKANIR á heimsmarkaði eru alveg ótrúlega fljótar að skila sér og er þá nokkuð sama hver vöruflokkurinn er, en LÆKKANIR eru fremur tregar til og ekki reikna ég með mikilli breytingu þar á....
mbl.is Svigrúm til verðlækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDI SÁ DAGUR RENNA UPP AÐ ÞESSIR "LOPAPEYSUKOMMAR" SEGI EINA EINUSTU SETNINGU SEM ER SANNLEIKANUM SAMKVÆM?????

Hún dirfist að tala um að "vinstri helferðarstjórnin" hafi haldið velferðarkerfinu gangandi þegar öll gögn hníga að því að aldrei hefur jafnmikið verið skorið niður til samfélagslegra neyslu og í tíð síðustu ríkisstjórnar.  Og hún heldur áfram með sama bullið og þingflokksformaður LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR um flatskjái og annað þess háttar.  Það er nokkuð ljóst að bæði þurfa þau eitthvað að fara að huga að því að þurrka af pólitísku gleraugunum......................
mbl.is Eru ekki að fara að kaupa flatskjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN BARA KANN EKKI AÐ SKAMMAST SÍN OG VIÐURKENNIR EKKI AÐ HANN FÓR MEÐ TÓMT FLEIPUR......

En það er náttúrulega ekkert nýtt að þingflokksformaður LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR fari með fleipur, lygar og rangfærslur það væru fréttir ef hann gerði það ekki.   Ég minni enn og aftur á færslu mína frá í gær SJÁ HÉR en þar fjallaði ég um kunningja minn, sem hafði fært nákvæmt heimilisbókhald og hverjar niðurstöður hans voru eftir þá skoðun.  En ég fæ ekki séð að þingflokksformaðurinn byggi mál sitt á nokkrum boðlegum rökum í þetta skipti frekar en áður, heldur gerir hann frekar ámátlegar tilraunir til að vera fyndinn en þær tilraunir enda með því að hann verður aðeins hlægilegur................
mbl.is Segir forsætisráðherra óttast staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þegar tannlæknirinn hennar Kristjönu lét af störfum þurfti hún eðli málsins samkvæmt að verða sér úti um nýjan tannlækni til að taka við skoðununum og viðgerðunum. Þegar hún beið á biðstofunni hans á leið í fyrsta tímann lét hún augun reika um biðstofuna og rak m.a. augun í vottorð tannlæknisins sem bar m.a. fullt nafn hans. Skyndilega mundi hún eftir þessum hávaxna og myndarlega strák er bar sama nafn og hafði verið með henni í bekk í gagnfræðaskóla um það bil 40 árum fyrr. Hún var því orðin nokkuð spennt þegar henni var boðið inn í stólinn en þegar hún bar manninn augum varð henni ljóst að ekki var um sama mann að ræða. Þessi gráhærði maður, sem aðeins var byrjaður að fá skalla, og skartaði djúpum hrukkum í andlitinu, var alltof gamall til að hafa getað verið með henni í bekk. Kristjana gat þó ekki hætt að hugsa um þetta og þegar hann hafði lokið við að hreinsa tennur hennar spurði hún hann hvort hann hefði gengið í gagnfræðiskólann í hverfinu. - Hann játti því. "Hvenær útskrifaðist þú?" spurði Kristjana þá. - "Árið 1962," svaraði hann að bragði. "Nú?" hváði hún. "Þú hefur þá verið í bekknum mínum." - "Nú já," sagði hann og horfði rannsakandi á Kristjönu. "Og hvað kenndir þú?"


ÞINGFLOKKSFORMAÐURINN HEFUR NÁÐ NÝJUM LÆGÐUM VARÐANDI UMGENGNI VIÐ SANNLEIKANN.....

Maðurinn þarf virkilega að fara að láta skoða á sér toppstykkið.  Þessi umræða um "matarskattinn" er algjörlega komin út um víðan völl.  Kunningi minn hefur haldið MJÖG nákvæmt heimilisbókhald og þegar hann skoðaði eyðsluna hjá sér síðustu fimm árin, kom í ljós að heildarútgjöld hans í 7% VSK þrepinu voru að meðaltali 8,82% af heildarútgjöldunum.  Enda þegar skoðaðir eru strimlarnir frá matvöruverslunum, þá sést að mikill minnihluti þeirra vara sem er keyptur er í 7% VSK þrepinu.  Þessi maður reiknaði það út að miðað við þessar fyrirhuguðu VSK breytingar myndi hann HAGNAST um 19.858 og ef hann myndi kaupa sér flatskjá yrði hagnaðurinn enn meiri og ég tala nú ekki um ef hann myndi splæsa í nuddpott líka.  Það var of flókið mál hjá honum að fara að reikna út sparnaðinn vegna vörugjaldanna en það er nokkuð augljóst að sá sparnaður verður umtalsverður enda hef ég eftir raftækjasölum að það hefur orðið umtalsverður samdráttur í sölu raftækja síðustu mánuði því fólk virðist vera að bíða með endurnýjun á tækjum þar til þessi breyting gengur í gegn.  Umræðan um þessa hækkun á neðra skattþrepinu virðist vera í svolitlum skotgrafastíl og einkennast svolítið af "popúlisma" ......
mbl.is „Allt sem háttvirtur þingmaður sagði er rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER AÐ SKELLA Á NÝ EFNAHAGSKREPPA???????

Sé það raunin munu evrulöndin fara verst út úr henni vegna þess að evran er ekki "spegill" efnahagsstefnu viðkomandi lands, heldur er hún aðlöguð að hagkerfi Þýskalands og getur viðkomandi land því ekki gripið til sjálfstæðra aðgerða til að bjarga efnahag landsins heldur verður að leita á náðir ESB, sem ekkert vill eða getur aðhafst............
mbl.is Adam var ekki lengi í Paradís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"HANN ÞARF EKKI AÐ LEPJA DAUÐANN ÚR SKEL".......

Sé þetta sá taxti sem lögmenn vinna eftir eru þetta 20.910 kr/klst án VSK eða 26.242 kr/klst MVSK.  En ég geri mér fulla grein  fyrir því að ekki getur hann verið á þessum launum átta tíma á dag ef hann getur rukkað fjóra tíma á dag, eru brúttó tekjurnar eftir daginn 83.640 kr.  En þarna er líka á ferðinni maður sem hefur náð miklum árangri í störfum sínum og er eftirsóttur.  Kannski er þetta ekkert svo mikið þegar allt er tekið með???????????
mbl.is Reikningur Sigurjóns 46 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"GÁLGAHÚMOR"

Er þetta ekki full langt gengið.  Þessir "Hraunavinir" virðast halda að þeir séu hafnir yfir lög og þegar þeir eru dregnir fyrir dóm og niðurstaðan er þeim ekki að skapi, þá saka þeir dómara um hlutdrægni.  Þeir taka tapinu ver en FH-ingarnir í úrslitaleiknum við Stjörnuna um daginn..................
mbl.is Efast um óhlutdrægni Markúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband