Færsluflokkur: Kjaramál

Í TILEFNI AÐ BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ.........

Í tilefni dagsins ákvað ég að setja hugrenningar mínar á blað.  En ég tel að með því að ríkisstjórnin myndi fara út í eftirtaldar aðgerðir yrðu meiri líkur á því að friður yrði á vinnumarkaði og að einhver sátt yrði til skamms tíma í þjóðfélaginu.

PERSÓNUAFSLÁTTURINN:  Eins og flestum er kunnugt um þá var persónuafsláttur settur á 1. janúar 1988 og var þá ákveðinn 15.524 krónur.  Frá því að persónuafslátturinn var fyrst ákveðinn hafa orðið miklar breytingar á innihaldi hans en mestu breytingarnar varða lífeyrismál í gegnum tíðina.  En það virðist vera að eini tilgangurinn með þessum breytingum á þeim grunni, sem persónuafslátturinn samanstendur af, hafi verið að rugla almenning.  Þessi grunnur hefur verið að mestu óbreyttur síðan 1997.  En ef ekki er tekið tillit til breytinga á grunni persónuafsláttarins, hefði hann átt að vera 68.290 krónur 1. janúar 2018.

SKATTUR OG PERSÓNUAFSLÁTTUR:  Persónulega finnst mér að ekki ætti að greiða skatt af launum sem eru undir 310.000 krónum á mánuði.  Ég gaf mér nokkrar forsendur, eins og til dæmis þær að viðkomandi greiddi 12.400 krónur í lífeyrissjóð og að persónuafslátturinn væri 68.290 krónur.  Til þess að ekki væri greddur tekjuskattur af 310.000 krónu launum þyrfti skattprósentan að vera 22,95%.  Þegar þetta er skoðað kemur upp í hugann að þetta hljóti að kosta alveg óhemju mikið að framkvæma þetta, en svo þarf ekki að vera kostnaðurinn myndi að miklu leiti jafnast út ef efra þrep tekjuskattsins myndi taka við þegar launatekjur yrðu hærri en 450.000 krónur á mánuði, þannig að þegar upp væri staðið væri engin ástæða til að vera með þrepaskiptan persónuafslátt aðallega fyrir það að ég tel að það standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En kostnaðarauki stjórnvalda af þessari aðgerð yrði í algjöru lágmarki (mér hefur ekki tekist að reikna það út vegna skorts á áreiðanlegum gögnum en það sem ég hef notast við er að megninu til byggt á tilgátum).

Yfir einu atriði var ég nokkuð hugsi.   Nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var splundrað, þá varð ég vitni að ótrúlegu Kastljóssviðtali við þáverandi Félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson.  Þar sagði hann fullum fetum, án þess að blikna "AÐ EKKI VÆRI RÁÐLEGT AÐ HÆKKA PERSÓNUAFSLÁTTINN VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ KÆMI ÞEIM TEKJUHÆRRI LÍKA TIL GÓÐA".  Og það sem kom mér einna mest á óvart var að stjórnandi Kastljóssins, Einar Þorsteinsson, bað hann ekki um að útskýra þessi orð sín.  Eftir þetta viðtal missti ég ALLT álit á Þorsteini Víglundssyni, sem reyndar var ekki mikið fyrir.


mbl.is Skipulögð dagskrá á yfir 30 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÍMI BREYTINGA Í VERKALÝÐSMÁLUM RUNNINN UPP??????

Að nánast óþekkt manneskja skuli sigra kosningarnar í Eflingu svona afgerandi er mikill og góður árangur.  Listinn sem hún fór fyrir hlaut 80,2% í stjórnarkjörinu en aftur á móti fékk listinn sem var lagður fram af afturhaldsöflunum (listi um óbreitt ástand og lognmollu) aðeins 19,8% atkvæða.  Undanfarið hefur verið mikil "gerjun" innan verkalýðshreyfingarinnar og hún heldur áfram með þessum úrslitum.  Það má gera því skóna að það sé farið að "hitna" allverulega undir Gylfa Arnbjörnssyni, sem forseta ASÍ....


mbl.is Sólveig Anna nýr formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"LEIÐRÉTTING" GETUR VERIÐ ANSI TEYGJANLEG

Og "viðmiðunarhópar" líka en það er nokkuð ljóst að þetta vinnumarkaðsmódel, sem er notast við hér á landi, er alveg handónýtt og þarfnast rækilegrar endurskoðunar......


mbl.is Kjararáð setji ný launaviðmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HINGAÐ TIL HAFA VERKFÖLL EINUNGIS VERIÐ TIL BÖLVUNAR FYRIR ALLA AÐILA......

Og eftir því sem laun þeirra sem fara í verkfall eru hærri, verður skaði þeirra meiri.  Það er tími til kominn að verkalýðshreyfingin finni eitthvað vopn í kjarabaráttunni, sem er öflugra og veldur EKKI MEIRI SKAÐA EN ÞAÐ GEFUR......


mbl.is Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"MEÐALLAUN" SEGJA AFSKAPLEGA LÍTIÐ EF NOKKUÐ....

Í þessu segir "miðgildið" mun meira.  En það sem segir mest er að 25% launamanna skuli vera með 470.000 eða MINNA og þar af eru 10% með MINNA en 381.000.  Það vekur einnig athygli að árið 2016 voru 32% ríkisstarfsmanna með 600.000 - 800.000 í laun á mánuði og einungis 8% ríkisstarfsmanna með undir 400.000 í mánaðarlaun.  Kannski hafa ríkisstarfsmenn það ekki svo "skítt" eftir allt saman.


mbl.is Meðallaun á Íslandi 667 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐEINS UM PERSÓNUAFSLÁTTINN OG SKATTLEYSISMÖRK

Allt er það satt og rétt, sem kemur fram hjá Ragnari Þór Ingólfssyni, að lægstu laun á Íslandi séu skammarlega lág og dugi ekki til framfærslu.  það er dapurleg staðreynd að síðan árið 1997 (Mér gekk ekki alveg nógu og vel að lesa út úr línuritinu frá VR þannig að einhver skekkja er í útreikningunum hjá mér en skekkjan er upp á einhver 2.000-5.000 krónur á mánuði).  Samkvæmt línuritinu frá VR voru lágmarkslaun um 60.000 krónur á mánuði eða um 148.000 á núvirði og þá voru skattleysismörkin þau sömu.  En í dag eru skattleysismörkin 149.424 krónur á mánuði en lágmarkslaunin um 280.000 á mánuði.  Lægstu laun þyrftu að hækka í um 310.000 krónur á mánuði og þá þyrftu skattleysismörkin að vera í þeirri tölu líka.  (Ath. að stuðst er við vísitölu neysluverðs, sem fengin var á vef Hagstofu Íslands)


mbl.is Lægstu launin duga ekki til framfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARNA VAR ALLS EKKI UM HÓTUN AÐ RÆÐA HELDUR VAR VERIÐ AÐ SEGJA AÐ "VIÐMIÐ VÆRI FUNDIÐ"...

Enda er ekkert sem segir að opinberir embættismenn í "efra laginu" eigi að vera á öðrum og betri kjörum en aðrir þegnar landsins.  Þannig að ummælin voru fullkomlega eðlileg.....


mbl.is Hótunartónn slæmt upphaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG KEMUR EKKI Á ÓVART.....

Þegar rykið fór að setjast eftir fjaðrafokið sem var í síðasta kennara verkfall.  Kennarar áttuðu sig á því að launin þeirra eru ekkert úr takti við vinnuframlag þeirra og viðveru.  Það vita það allir sem vilja að kennarar eru síður en svo á eitthvað lágum launum.  Ef maður einhverra hluta vegna þarf að reka erindi í grunnskóla hittir maður varla á nokkurn einasta kjaft ef maður er á ferðinni eftir klukkan 14:00 á daginn, því það eru allir farnir heim.  Svo eru þeir alltaf að tala um að þeir þurfi að vinna svo mikið heima hjá sér, fara yfir verkefni, undirbúa kennslu og fleira.  Ég var kennari fyrir nokkrum árum OG ALDREI NOKKURN TÍMA ÞURFTI ÉG AÐ FARA YFIR VERKEFNI EÐA PRÓF HEIMA HJÁ MÉR ÉG NOTAÐI BARA TÍMANN SEM ÉG VAR Í SKÓLANUM Í ÞESSI STÖRF.  Kennarar eru bara alltof góðu vanir og það sannast bara að mikill vill meira.  Og kannski hefur fólk bara gert sér grein fyrir að svona vinnutími, eins og er hjá kennurum, finnst bara hvergi og þeir sjá það bara að þeir myndu eiga erfitt með að aðlaga sig að þeirri vinnuskyldu sem er á almennum markaði.


mbl.is Fáir kennarar stóðu við uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER".................

Það kæmi engum mikið á óvart þótt þessi samningur milli SFS og sjómanna yrði skítfelldur.  Það verður ekki séð að í þessum samningi séu einhverjar stórkostlegar kjarabætur til handa sjónnum eða neinar ívilnanir, hvorki sértækar eða almennar.  Ef mönnum finnst þessi samningur þess virði að fara í tveggja mánaða verkfall fyrir.............


mbl.is „Tæpt á hvorn veginn sem það fer“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARLA GENGIÐ FRÁ SAMNINGI FYRR EN BÚIÐ ER AÐ "TUKTA" RÁÐHERRANN TIL.

En það er alveg með ólíkindum að ein mannneskja geti látið persónulega þrjósku ráða, þegar velferð þjóðarinnar er í húfi.  Þetta segir bar það að það er sitthvað sem þarf að skoða í stjórnkerfinu.......


mbl.is Árangurslaus fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband