Færsluflokkur: Kjaramál

ÞARNA ER ÞÓ EINN ÚTGERÐARMAÐUR SEM SÉR VITLEYSUNA SEM ER Í GANGI

Það verður ekki annað séð, þegar maður les þessa frétt, en að honum finnist kröfur sjómanna alveg réttmætar.  Kannski fleiri útgerðarmenn séu með smá jarðtengingu og séu honum sammála?  Í það minnsta held ég að flestir séu því sammála að þessi staða í þessu máli er með öllu óásættanleg og menn og konur verða bara að fara að sýna þann þroska að fara að semja sem allra fyrst...


mbl.is „Þetta er galið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF SVO ER - ÞÁ ER EKKERT ANNAÐ AÐ GERA EN SEMJA STRAX - EÐA

En svo má kannski segja að þarna sé ekki um annað að ræða en HRÆÐSLUÁRÓÐUR frá útgerðarmönnum og þetta sé ekki annað en ILLA DULBÚIN BEIÐNI UM AÐ LÖG VERÐI SETT Á VERKFALL SJÓMANNA, SEM ALLRA FYRST.  NÚ SÉ NÓG KOMIÐ.......


mbl.is Margra ára markaðsherferð í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ANNAÐ Á AÐ GERA Í STÖÐUNNI????ð

Að sjálfsögðu eru tvær eða fleiri hliðar á málinu en ef það er rétt að það sé "hagstæðara" fyrir fiskvinnslufólk að vera á atvinnuleysisbótum en á kauptryggingu, þarf þá ekki að athuga þá kjarasamninga, sem hafa verið gerðir?


mbl.is Gagnrýna fiskvinnslufyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJÓMANNAFORYSTAN ER OG HEFUR VERIÐ MEÐ ÖLLU HANDÓNÝT......

Fyrir utan það að lög séu sett á verkfall sjómanna, er þetta saga þeirra; SAMSTAÐAN ER ENGIN OG HEFUR ALDREI VERIÐ.  Það vantar ekki að forystusveit sjómanna er með hástemmdar yfirlýsingar í fjölmiðlum en þegar þeir sitja á móti útgerðarmönnum, við samningaborðið þá "lyppast" þeir niður og bíða þess að þeir verði mótaðir til eftir hugmyndum útgerðarmanna og stóru  yfirlýsingarnar verða eftir á skrifstofunni eða heima, þeir semja upp á eitthvað "skittimoj" og segja að lengra hafi ekki verið hægt að komast.  Svo er bara treyst á það að sjómenn verði búnir að gleyma frammistöðu þeirra næst þegar verður samið.  Kannski væri best að hætta með hlutaskiptin og sjómenn yrðu á tímakaupi en sjálfsagt myndi sjómannaforystan láta taka sig ósmurt í ra...... með það eins og annað.  Oft velta menn fyrir sér fyrir hverja sjómannaforystan sé að vinna?


mbl.is „Ekki pappírsins virði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"AUMINGJAR MEÐ HOR".........

Fyrir utan það að lög séu sett á verkfall sjómanna, er þetta saga þeirra; SAMSTAÐAN ER ENGIN OG HEFUR ALDREI VERIÐÞað vantar ekki að forystusveit sjóanna er með hástemmdar yfirlýsingar í fjölmiðlum en þegar þeir sitja á móti útgerðarmönnum, við samningaborðið þá "lyppast" þeir niður og bíða þess að þeir verði mótaðir til eftir hugmyndum útgerðarmanna og stóru  yfirlýsingarnar verða eftir á skrifstofunni eða heima..... 


mbl.is Allt að helmingur áfram í verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VONANDI AÐ SJÓMENN "FÁI" AÐ SEMJA UM KJÖR SÍN ÁN ÞESS AÐ STJÓRNVÖLD "SKERI" ÚTGERÐARMENN ÚR "SNÖRUNNI"

Frá einhverjum starfsstéttum væri heldur betur búið að heyrast, ef þær hefðu verið samningslausar síðan 2011.  Það er alveg með ólíkindum að heyra fréttaflutning af þessu fyrirhugaða verkfalli sjómanna.  Umfjöllun fréttamanna ber það með sér að þeir hafa ekki minnstu glóru um hvað þeir eru að tala.  Sem dæmi um þetta eru fréttir á stöð 2 í gærkvöldi en þar var sagt að helstu málin væru fiskverð og svo hvort sjómenn ættu að taka þátt í að greiða auðlindagjald og svo var nefnt í framhjáhlaupi að mönnunarmál þyrfti að ræðaAÐ MÖNNUNARMÁL ÞYRFTI AÐ RÆÐA að ýmissa mati er þarna um eitt stærsta málið að ræða.  Á þessum nýjustu og stærstu uppsjávarskipum er ÁTTA MANNA ÁHÖFN, þegar trollið er tekið þá fara ALLIR Á DEKK nema skipstjórinn og yfirvélstjórinn og meira að segja kokkurinn og svo standa menn alveg bísperrtir og segja að þetta ógni EKKERT ÖRYGGINU um borðFólk segir (LÍÚ klíkan) að auðvitað sé mönnun skipsins ákveðin í samráði við skipstjórann en málið er það að skipstjórinn verður bara að gera eins og útgerðin segir honum að öðrum kosti verður hann  að leita sér að annarri vinnu og það segir sig nokkuð sjálft að það er ekki auðvelt fyrir mann að fá vinnu sem hefur verið rekinn fyrir að óhlýðnast yfirboðurum sínum, í þessum geira er mikil samheldniHvað um ákvæði siglingalaga að það skuli ÁVALLT VERA TVEIR MENN Í BRÚ SKIPSINS?  Menn ganga ekki vaktir á þessum skipum, sem þýðir að þarna er bara staðið á meðan er verið á veiðum menn hvílast bara á landstími og útstími, sem sagt menn eru komnir aftur fyrir þann tíma sem VÖKULÖGIN voru sett, sem þóttu ein mesta framförin í kjarabaráttu sjómanna.  svo var samið um það árið 2004 að sjómenn greiddu hluta af launum sínum í "ENDURNÝJUN SKIPAFLOTANS" OG AÐ SJÁLFSÖGÐU ER ÞETTA ATRIÐI ENN INNI Í SAMNINGUM. Í olíukreppunni kom inn það ákvæði að olíukostnaður yrði dreginn frá ÁÐUR en skiptahlutur yrði reiknaður og það atriði er enn inni.  Nú er það krafa útgerðarinnar að eins verði farið með auðlindagjaldið.  Það hefur sýnt sig að ákvæði sem er einu sinni komið inn í samninga, verður þar að öllum líkindum áfram og sjómenn hafa verið "aumingjagóðir" í gegnum tíðina, nú ætla útgerðarmenn (sem flestir eiga ekki til hnífs og skeiðar og eru bara í útgerð af hugsjón og greiðasemi við lýðinn í landinu) og rétt litla fingur að útgerðarmönnum, til að létta undir með þeim, sjómenn eiga það á hættu að það verði ekki einungis rifin af þeim höndin heldur allur búkurinn.  KANNSKI VÆRI BARA BEST AÐ SJÓMENN YRÐU Á TÍMAKAUPI OG HÆTT YRÐI ÖLLUM HLUTASKIPTUM?


mbl.is Til lands annað kvöld semjist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER EIGINLEGA ÞETTA MIKLA ÁLAG?

Ef maður þarf að hitta kennara og kemur eftir kl 14:00 á daginn, þá er varla nokkur kjaftur eftir í skólanum.  Væntanlega eru allir kennararnir farnir heim til sín að fara yfir verkefni.  Ég var í kennslu í tvö ár, reyndar kenndi ég í framhaldsskóla og aldrei varð ég var við þetta mikla álag. Fyrst og fremst er þetta kannski spurning um að skipuleggja tímann í skólanum.  Ég þurfti aldri að fara með nein verkefni og próf heim, til að fara yfir ég hafði nógan tíma til þess á skólatíma, samt sem áður þurftu nemendur aldrei að bíða meira en tvo daga eftir niðurstöðu prófa.  Þannig að þegar ég fór heim eftir skólatíma þá var allt frá.  Vinnuaðstaðan hefði svo sem getað verið betri en hún var allt í lagi.  Það var töluvert frelsi í kennslunni og stuttur vinnutími, gerði það að verkum að það var hægt að sinna ýmsum erindum eins og í banka og þessháttar.  Þegar ég svo fór í vinnu frá 9:00-17:00 voru það þó nokkur viðbrigði og er ég ekki alveg viss um að ungir kennarar geri sér alveg grein fyrir þessu, þegar þeir tala um að þeir geti alveg farið í aðra vinnu.  Það er nefnilega þannig að á flestum vinnustöðum er viðverskylda.


mbl.is „Þetta gengur ekkert upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞÁ EKKI EINFALDAST AÐ SEMJA VIÐ FLUGUMFERÐARSTJÓRA???

Það hefur ALLA TÍÐ verið viðkvæðið, þegar talað er við forsvarsmenn Félags Atvinnurekenda, að þeir segja launakröfur viðkomandi hóps MUN MEIRI en það sem "aðrir" hafi samið uppá.  Á sama tíma er vælt yfir því að "tap" vegna aðgerða viðkomandi hóps sé svo og svo mikið, þar eru nefndar tölur sem eru mörgu sinnum hærri en kostnaðurinn við að semja við viðkomandi hópaER EKKI EITTHVAÐ AÐ Í ÞESSUM MÁLUM???


mbl.is „Yfirvinnubannið hefur ekki góð áhrif“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NOKKUÐ DÆMIGERÐ VIÐBRÖGÐ HJÁ VINSTRI HJÖRÐINNI, SEM ER Í FORYSTU VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR

Eru þeir virkilega svo "stropaðir" að halda því fram að stjórnvöldum sé um að kenna að þeir fara í verkfall?  Það er alveg eins hægt að halda því fram að það sé Jóni að kenna að Siggi hafi farið á fyllerí.  Þetta lið verður að  fara að taka sjálft ábyrgð á því sem það gerir.


mbl.is Kalla stjórnvöld til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEÐ ÖÐRUM ORÐUM - ÞAÐ ÞARF AÐ UPPFÆRA VERKALÝÐSHREYFINGUNA

Og umfram allt að SKERA Á PÓLITÍSKU TENGSLIN, þetta kom sérstaklega vel fram í kjaradeilu BHM og ríkisins.  Gera þarf hlutverk ríkissáttasemjara mun stærra en það er í dag og auka áhrif og völd hans/hennar mikið.  Hvað veldur að verkalýðshreyfingin hér vill ekki að tekið verði upp svipað módel hér og er í Danmörku???


mbl.is „Síðustu samningar reyndu á þolrifin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband