Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

 

  • “Pabbi, hvað er glasabarn”?
  • “Það er barn, sem hefur orðið til í fylleríi”………………

Föstudagsgrín

Maður fór á nektarströnd og var á göngu þar,hann kemur auga á fallega konu, labbar að henni og bendir á klofið á henni og spyr hvað þetta sé? Hún horfir á hann og segir: ”Þetta er þvottavél.” Það glaðnar yfir manninum sem horfir niður á milli fóta sér og segir við hana:”Eigum við þá ekki bara að fara að þvo þvott.” Þau gera það. Daginn eftir sér maðurinn konuna aftur og labbar að henni og spyr hana hvort hann megi þvo aftur?  Þá segir konan: ”Þennan litla þvott sem þú ert með getur þú þvegið í höndunum.”......


Föstudagsgrín

Jónas og Magga voru steinsofandi upp í rúmi.  Magga var óróleg í svefninum og sagði hátt og snjallt upp úr svefni:" Guð minn góður, maðurinn minn er að koma". - Þá spratt Jónas á fætur og stökk út um gluggann...


Föstudagsgrín

Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör!  Guð hjálpi mér...!  Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!" "Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!"  Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....


Föstudagsgrín

Tvær ljóskur sátu á verönd og horfðu á tunglið. Þá segir önnur:

„Hvort heldurðu að það sé lengra til tunglsins eða London"?

Þá litur hin ljóskan á hana og svarar: „Halló, sérð þú London héðan"??????


Föstudagsgrín

Jú ég gleymdi mér í morgun og láðist að setja brandara inn í morgun.  Ég var látinn vita af þessu og fékk góðlátlegt tiltal og núna bæti ég úr þessu og biðst afsökunar á þessu.

 

Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu.  - "Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,"  spurði hún. Addi leit upp og sagði:  "Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul." - "Já, ég man vel eftir því," sagði Bimba.  - "Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?"  - "Já, ég man líka vel eftir því."  -"Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi."  - "Já, ég man vel eftir þessu elskan mín," sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði:  "Veistu... ég hefði losnað út í dag!"


Föstudagsgrín

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

 

Þrír menn sátu saman og voru að ræða landsins gagn og nauðsynjar.  Fljótlega fóru umræðurnar að snúast um kynlíf og áður en varði var spurningin sú hversu oft þeir stunduðu kynlíf.

  • Einn þeirra sagðist „gera það“ um það bil fimm sinnum í mánuði.
  • Annar sagðist „gera það“ fimm sinnum í viku.
  • Sá þriðji sagðist „gera það“ einu sinni á ári.

„Einu sinni á ári“ sögðu báðir félagar hans í kór, „en hvers vegna brosir þú svo breitt“...

  • „Í dag er MINN dagur“.............................

Föstudagsgrín

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

 

Jón og Jóna eru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Jón segir við Jónu. "Hefurðu nokkurn tíma haldið fram hjá mér?" Jóna svarar: "Jón! Hvers vegna ertu að spyrja svona spurningar núna"? "Jú, Jóna, ég verð að vita það," svarar Jón. Jóna segir: "Allt í lagi, ég hef haldið þrisvar fram hjá þér.""Þrisvar, hvenær var það?" spyr Jón.

Jóna segir: "Manstu Jón þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir." Jón svarar: "Ó, Jóna, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?"

Jóna segir: "Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú náðir þér alveg."

"Ég trúi þessu ekki," sagði Jón, "þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig. Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?"

"Jón, þú manst að fyrir nokkrum árum langaði þig til að verða formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?"


Föstudagsgrín

Þrjár mýs voru að metast um hver væri hugrökkust. Fyrsta músin. "Ég tek músagildruna í bakpressu og fer létt með það!". Önnur músin: "Ég drekk músaeitur eins og vatn! Þá labbaði þriðja músin af stað og hinar spurðu hvert hún væri að fara þá svaraði hún: "Heim að ríða kettinum".....


Föstudagsgrín

Sonurinn:  „Er það satt pabbi, að í sumum ríkjum Afríku kynnist
eiginmaðurinn ekki eiginkonunni, fyrr en hann giftist henni"?
Faðirinn: „ Það gerist í öllum löndum, sonur sæll"........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband