SPOR Í RÉTTA ÁTT............................................

Nú þurfa ráðmenn bara að fara að viðurkenna "KLÚÐRIÐ".  Það virðast flestir vera farnir að gera sér grein fyrir hvers konar glapræði það var að ráðast í þessar framkvæmdir.  Þessi höfn á aldrei eftir að vera til friðs.  Að halda því fram að Markarfljótið hafi valdið því að Herjólfur setti "flatan" fyrir framan innsiglinguna í Landeyjahöfn er nú nokkuð langsótt og vildi ég gjarnan fá nánari útskýringu á þeirri kenningu.
mbl.is Ófullnægjandi skilyrði í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Markarfljót eða ekki, en straumur þvert á leið, sérstaklega þegar slegið hefur verið af ferð, getur klárlegar tekið stjórnina af mönnum ef þeir eru ekki undirbúnir.

Ekki veit ég hvort ós fljótsins snýr meira til vestur eða hvað, en ef svo er má vera að straumur fljótsins liggi til vesturs. En hvort hann nær að hafa þessi áhrif eru getgátur skipstjórans sem ástæðulaust er að draga í efa fyrr en hægt er að afsanna þær.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 21:43

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir áður en höfnin opnaði og ég sá með eigin augum hvar hún var staðsett þá sagði ég þessi höfn verður ekki notuð nema í nokkra daga! Það ætlaði allt að verða vitlaust út af þessari fullyrðingu minni en núna hvað segja ráðamenn ekkert því þeir eru ráðalausir með þetta stærsta klúður í sögu okkar í samgöngugerð!

Sigurður Haraldsson, 20.11.2010 kl. 22:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, ég hef ekki svo óyggjandi sé, vitað til þess að svo mikil breyting verði á straumi fljóts, er hann kemur til sjávar að hann kemur til sjávar að hann geti orðið til þess að skip stefni í aðra átt en því er ætlað.  Straumurinn frá fljótinu er sterkur og stöðugur en ekki óreglulegur.  Mín kenning er sú að Markarfljótið hafi ekkert með þennan atburð að gera heldur eru sjávarföllin við suðurströndina og straumar þar ekkert til þess að leika sér með og menn verða að hafa það í huga að ALLT getur gerst þegar siglt er á þessu svæði.  En hefur það ekki hvarflað að þér Guðmundur að kannski sé skipstjóra Herjólfs ekki heimilt að segja það sem hann vill????

Jóhann Elíasson, 21.11.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband