HVERNIG ÆTLAR HANN AÐ FÆRA RÖK FYRIR ÞESSUM UMMÆLUM??????

Menn ættu að láta það duga að tala um hluti sem þeir geta fært rök fyrir en ekki að bulla um eitthvað sem er alveg út úr kortinu og þeir geta ekki með nokkru móti staðið við eins og Helgi Hjörvar gerir þarna.  Ég gerði það að gamni mínu, í tilefni að þessum ummælum, að skoða skráð gengi evrunnar skv. Seðlabanka Íslands 10 hvers mánaðar þetta ár.  Þar kemur í ljós að gengi evrunnar hækkar úr 154,02 10 janúar í 166,25 þann 10 júlí en eftir það fellur gengi evrunnar nokkuð hratt og er orðið 160,70 þann 10 september og sem dæmi um það hversu hratt gengi evrunnar fellur er gengið orðið 160,25 í dag.  Ef þetta sýnir, svo ekki verði um villst, stöðugleika evrunnar gagnvart krónunni, að mati Helga, þá þarf hann að láta athuga hausinn á sér og það mjög vandlega...........
mbl.is Evran sterkari en krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur alveg eins snúið þessu við til þess að sjá óstöðugleika krónunnar.  Spurning hvað þú miðar við.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 12:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef ég á samkvæmt þessu að sjá stöðugleika krónunnar gagnvart evru er ekki spurning að krónan verður ofan á, Stefán.  Það er bara verið að bera saman evru og krónu þarna og sá samanburður er evrunni óhagsstæður................

Jóhann Elíasson, 13.9.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Er betra að vera með frussuskít eða steinsmugu?

Óskar Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 13:06

4 identicon

Mikil er trú þín Jóhann. Samkvæmt þessu er það alveg ljóst að Evran mun víkja fyrir íslensku krónunni í nánustu framtíð sem sameiginlegur gjaldmiðill á evrusvæðinu.

Bergur (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 13:18

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jóhann

Þú ert að benda á að evran var 150 árið 2010 en er núna 160.

Sumir mundu kalla það ágætis styrkingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2011 kl. 14:43

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

á áttunda áratugnum reyndu sovétríkin að sprengja Bandaríska hagkerfið með því að safna saman dollurum í um 15 ár og selja skyndilega. Það mistógst annars vegar vegna þess að þeir áttu aðeins US dollara en vantaði að eyga ríkisskuldabréf og hinsvegar gerðu þeir ekki ráð fyrir verðbógu, þ.a.s. settu sér mark og seldu þegar þeir náðu því og í stað þess að sprengja hagkerfið þá varð bara einn dagur í niðursveiplu og enginn varanleg ummerki sáust. Þeir gátu ekki ráðist á Evrópu vegna þess að þar voru of margir gjaldmiðlar, það vantaði svona "Evróskan-sam-dal"

 Í dag eiga Kínverjar nóg af dollörum annars vegar og Evrum hinsvegar til að valda miklum vandræðum en vantar skuldabréf í evrópu ef þeir ætla að leika sama leikinn og hafa einhvern árangur af. 

Bjarni&co(sleggjan), þú meinar eins og að risa aðili/spákaupmaður (eins og kína) sé að kaupa upp evrur og skuldabréf? Hvað gerist ef þetta reynist enn vera við sama heygarðshornið og stefna á heimsyfiráð, þá er hækkun á evru um 10kr/1evra skelfilegar viðvaranir um hörmulega atburði sem eru við það að skella á; svona eins og ef sjórinn hörfar skyndilega. Þá er það vitlausasta sem þú getur gert er að tína upp fiskinn því það getur komið flóðbylgja á eftir

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 20:33

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þar sem INNLIMUNARSINNAR eru svo miklir LEÐURHAUSAR og virðast hvorki sjá né heyra skýrt, er kannski ekki úr vegi að gera tilraun til að útskýra málið aðeins fyrir þeim, þó svo að við fyrstu sýn virðist það vera óvinnandi vegur.  Þann 10 janúar var evran 150,02 kr, 10 febrúar var hún 158,55, 10 mars var evran161,38, 10 apríl var hún 161,59, 10 maí var hún 165,92, 10 júní 166,15, 10 júlí 166,25, 10 ágúst 165,62,  10 september 160,70 og í gær var gengið 160,25.  Í byrjun ársins hækkaði gengi evrunnar gagnvart krónunni og gerði það þar til í endann júlí á þessu ári en eftir það hefur gengi hennar lækkað ört og er nú komið á svipaðar slóðir og það var upp úr 20 febrúar á þessu ári.  Þeir eru ekki margir gjaldmiðlarnir sem hafa LÆKKAÐ gagnvart krónu en evran er í þeim hópi.  EITTHVAÐ FER NÚ LÍTIÐ FYRIR STÖÐUGLEIKANUM.

Jóhann Elíasson, 14.9.2011 kl. 08:03

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eru krónuaðdáðendur að fara að drulla yfir evru stöðugleika....  realy?  Eigum við að fara í þá sálma eða?

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 08:52

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju ertu eiginlega????????????????????

Jóhann Elíasson, 14.9.2011 kl. 09:23

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að þrulla yfir evru vegna 5-15% flökt á meðan krónan okkar féll um helming og er núna í höftum.

Er þetta ekki kallað að kasta steini úr glerhúsi?

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 16:13

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er greinilega ekki mikið á milli eyrnanna á þér og hvernig þú færð það út að 5-15% "flökt" sé stöðugleiki?????

Jóhann Elíasson, 14.9.2011 kl. 19:57

12 identicon

Jóhann.  hvað er stöðugleiki?  Er ekki flökt á milli allra gjaldmiðla?  Hefur þú skoðað svissneska frankann á móti krónu?  Hefurðu skoðað einhverja aðra gjaldmiðla á móti krónunni?  Er ekki flökt á þeim öllum miðað við krónu og er ekki einnig flökt á milli þeirra án krónu?

Hvaða tveir gjaldmiðlar eru stöðugir þegar þeir eru bornir saman? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 20:04

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stefán, það er misjafnt hvernig menn skilgreina "stöðugleika" er þá ekki talað um að flöktið sé sem allra minnst??  Rétt er það að það er flökt á milli allra gjaldmiðla en þegar verið er að bera saman gjaldmiðil eins og krónuna annars vegar, þar sem er viðvarandi nokkuð mikil verðbólga og hins vegar "stöðugan gjaldmiðil" (eins og sumir vilja halda fram) eins og evruna og "stöðugi gjaldmiðillinn" kemur MUN VERR út úr þeim samanburði HVER VERÐA VIÐBRÖGÐ INNLIMUNARSINNA ÞÁ??????  Jú þeir fara í afneitun, grafa höfuðið í sandinn og eru með útúrsnúninga.

Jóhann Elíasson, 14.9.2011 kl. 21:11

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er að benda á að það skítur kannski skökku við þegar krónuaðdáðendi er að drulla yfir evruna.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 21:25

15 identicon

Jóhann.  Jú, ég er innlimunarsinni.  Ég hef samt skoðað gjaldmiðla í 2 áratugi allavega.  Ég hef búið erlendis í tæp 15 ár.  Verið samt með lán á Íslandi og starfað síðustu 5 ár ár Íslandi þrátt fyrir að búa erlendis.  Mér finnst ég hafa ágætis samanburð.  Krónan er mjög óstöðug miðað við aðra gjaldmiðla.  Því miður.  

Ég var einnig á þessari skoðun þegar ég var á móti ESB.  

Ég vil bara segja, að þetta fer eftir því hvernig þú horfir á þetta.  Það fer ekki eftir því hvort maður er innlimunarsinni eða ekki.  Þetta fer eftir hagkerfum og hvaða hagsmuni maður hefur.

Það voru víst ekki hagsmunir þeirra sem tóku lán í erlendri mynt hversu stöðug íslenska krónan var. 

Skilurðu hvað ég meina? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 21:36

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skil alveg hvað þú ert að fara Stefán, en ég er ekki sammála þér.  Ég var innlimunarsinni fyrir mörgum árum síðan en það var áður en ég kynnti mér ESB almennilega, bæði í gegnum núverandi nám mitt og svo hef ég búið erlendis, reyndar ekki í ESB landi en þar í landi var samt MJÖG HÖRÐ umræða um ESB og ekki mikið lát þar á í dag.  Það verður ekki hægt að segja um mig með réttu að ég hafi ekki kynnt mér ESB ég myndi ekki ganga svo langt að ég þekkti þar allt, enda væri það hroki og ég held að það séu ekki margir sem geta sagt að þeir þekki ALLT varðandi ESB til þess er bara um það mikið að ræða að einn maður getur tæpast vitað um það allt.  Það er aðal ástæðan fyrir andstöðu við innlimuní ESB að hagkerfi okkar er þannig úr garði gert að það gengur engan vegin saman við hagkerfi ESB (sem er að stærstum hluta hagkerfi Þýskalands) svo ekki sé nú talað um "auðlindastefnu" ESB. 

Jóhann Elíasson, 14.9.2011 kl. 21:52

17 identicon

Jóhann, ég skil þig.  Ísland er voða smátt og ef við höfum léleg stjórnvöld, þá mun Ísland verða undir.

Það sem vekur áhuga minn eru litlu löndin í ESB í dag sem eru að gera allt brjálað vegna evrunnar og "smávægilegra" hluta.  Ég sætti mig auðvitað ekki við það ef hægt er að horfa fram hjá hagsmunum smáríkja.  

Ég held ekki að Lissabon sáttmálinn sé svo slæmur fyrir Ísland.  Það verður virkilega áhugavert að sjá hvort að litlu ríkin hafi ekki áhrif á evru-umræðuna vegna Grikklands.

Það heyrist ekki mikið um þetta á Íslandi og sumir skrifa þetta í smá öfgastíl.  En litlu ríkin hafa mikið að segja vegna uppbyggingarinnar í Brussel.

Við sjáum til.  Kanski skipti ég um skoðun, en þó ég er innlimunarsinni, þá kaupi ég ekki hvað sem er.

Ég held að enginn innlimunarsinni kaupi hvað sem er.

Ef þú hættir að nota þessi orð, þá nærðu kanski til fleiri með skrifum þínum.  Þetta er bara pæling.  Ég veit að þú kannt við þetta orð og þú mátt nota það áfram. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:02

18 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vit það að það eru öfgamenn bæði í röðum innlimunarsinna og nei-sinna.  Lissabon sáttmálinn er kannski ekki al slæmur fyrir okkur en við verðum að horfast í augu við það að ekki hafa öll aðildarríki ESB fullgilt hann og á meðan svo er þá er Rómar sáttmálinn honum æðri og á honum grundvallast lög og reglur ESB.  Ég er alls ekki að ætlast til að þú skiptir um skoðun, það hefur hver maður rétt á sinni skoðun og alls ekki óeðlilegt að telja að það sé rétta skoðunin og ég reikna með að sú skoðun sé ekki ástæðulaus.  Ég fer ekki ofan af því að evran sé STÆRSTU OG ALVARLEGUSTU MISTÖKIN INNAN ESB og séu jafnvel ástæða þess að andúðin á sambandinu fer vaxandi.

Jóhann Elíasson, 14.9.2011 kl. 22:26

19 identicon

Stærstu og alvarlegustu mistök ESB til þessa var að viðurkenna ekki gjaldþrot Grikklands fyrir ári síðan.

En þetta verðum við að búa við sem erum í ESB.

Sumir eru á móti aðrir með.

Ég held að það hefði verið best að láta Grikkland falla strax.  

Þetta er pólitík alveg eins og á Íslandi.

En látum krónuna vera í fyrirrúmi. Hverjum hefur hún hagnast?  Ekki einstaklingum, eða?  Hvað með lán og afborganir og hvað með laun eftir hrun og kaupgetu?

Ég sem sjómaður snarhækkaði í launum og var hálaunamaður!! Er ekki eitthvað skrýtið við það?  Laun mín í krónum tvöfölduðust.  Er það krónan eða evran?

Ég tek afstöðu þegar samningar liggja á borðinu;)

Ég sé þetta frá öðru sjónarhorni.  Af hverju á Ísland að ganga í ESB sem þegar búandi í ESB.

Í dag hefur Ísland ekkert að gera í ESB. við viljum ekki Ísland sem styrkþega frá Þýskalandi.  

Ég veit að Ísland hefur margt að bjóða og landið hefur marga styrkleika.  

Ég segji nei í dag.  Þó svo að ég er innlimunarsinni.  Það veistu. Ég hef bloggað það lengi.  Nei eins og er.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband