HVER ER EIGINLEGA TILGANGURINN MEÐ ÞESSUM SNOBBKLÚBBI?????

Fyrir það fyrsta er það náttúrulega alveg fáránlegt að nokkurt einasta ríki skuli hafa NEITUNARVALD í þessum klúbbi og geti þannig komið í veg fyrir að alþjóðasamfélagið geti gripið til aðgerða eins og er að gerast núna........
mbl.is Rússar beittu neitunarvaldinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað áttu við, hvað viltu sjá gerast? Þetta sem vestræna samfélagið vildi kjósa um, var efnahagsaðgerðir gegn öllu Sýrlandi og að stjórnarherinn hverfi frá nokkrum hverfum svo að uppreisnarmennirnir fái meiri kraft.

Rússar eru ámóti því að hjálpa þessum öfgafullum hálfvitum og þeir vilja sjá sýrlendinga kjósa um framtíð sína, Assad er sammála því.   

Það eru sirka 10 milljónir sem styðja ríkisstjórnina og restin styðja hana óbeint vegna þess þau vilja stöðugleika. 
Uppreisnarmennirnir vilja bara sjá blóð og stjórna með ólýðræðislegum hætti.  Burt með Al Qaeda.

Björn (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 18:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er búin að vera þarna borgarastyrjöld mánuðum saman.  Þetta gengur ekki út á efnahagsaðgerðir, þar ertu alveg úti á túni Björn eins og í flestu sem þú skrifar.  Þessi stuðningur við ríkisstjórnina sem þú talar um, er nú nokkuð skrýtinn og stöðugleiki er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Sýrland er nefnt.  Aðgerðirnar sem ég er að tala um er vopnasölubann, bann við aðstoð og jafnvel hernaðarleg íhlutun.

Jóhann Elíasson, 19.7.2012 kl. 18:24

3 identicon

Það er ekki rétt, öfgafullir uppreisnarmenn eru búnir að berjast við ríkisstjórnina í eitt og hálft ár.
Þeir eru búnir að vera ræna kristnum, alavítum, kaþólikkum og krefjast lausnargjalds eða fórnarlambið verður myrt.
Þeir eru búnir að vera ræna olíubílum til Tyrklands/Líbanon og selja það ólöglega þar.  Fólkið á erfitt með að hita húsin sín. Og efnahagsþvinganir gera það bara verr fyrir.
Það er búið að sanna að Houla fjöldamorðin voru framin af uppreisnarmönnum gegn fjölskyldum sem studdu ríkisstjórnina.
Þessir uppreisnarmenn eru að fá hjálp frá fjöldamorðingjum CIA/Mossad/NATO alveg eins og í Libíu.

Mér finnst alveg fáranlegt að vera banna vopnasölubann á Sýrland, þeir mega alveg verja sig frá íslömskum fasistum sem eru ekki einu sinni allir frá Sýrlandi.

Ef þú misstir af Libíu stríðinu þá myrti NATO yfir 50.000 almenna borgara, vel staðfest að ríkisstjórnin var meðal annars að berjast við Al Qaeda.  Fólk sem brenndu/pyntuðu/drápu svarta menn í þúsundum talsins.

Lets face it, rússar hafa rétt fyrir sér.   

Björn (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 18:56

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekkert venjulegt hvað þú getur ruglað það er ekki gott að ráða í á hverju þú ert eiginlega því allt sem þú skrifar er svo gjörsamlega í andstöðu við allt sem hefur komið fram um Sýrland síðustu mánuði.  Það er bara til þess að upplýsa þig aðeins þá ættir þú aðeins að fylgjast með því sem er að gerast í kringum þig áður en þú ferð að bulla einhverja vitleysu út í loftið...............

Jóhann Elíasson, 19.7.2012 kl. 20:09

5 Smámynd: el-Toro

Jóhann,

deila má um sameinuðu þjóðirnar og hvernig hún virkar eða virkar ekki.

hinsvegar var neitunarvaldið komið á í byrjun, svo eitt öflugt ríki með mörg lönd undir hælnum á sér fengju ekki eitthvert málefni í gegn sem önnur lönd yrðu brjáluð yfir....og íhuguðu mögulega að ráðast inn í lönd sem þau væru ósátt við....sameinuðu þjóðirnar voru settar á laggirnar í framhaldi af tveimur heimstyrjöldum, sem vörn fyrir því að slíkt gerðist ekki aftur...

í dag gefur þetta skipulag U.N. löndum Asíu og Rússlands tækifæri til að standast áhlaup vesturveldanna á lönd sem þau hafa í raun meiri áhrif í heldur en vesturlönd sjálf. að sama skapi getur þetta skipulag síðar meir, aðstoðað vesturlönd til að stemma stigum við útþenslu Kínverja (þegar hún hefst af fullum krafti)...

...þetta snýst allt um hagsmuni hvers stórveldanna fyrir sig...Sýrland er bara peð í þessu spili milli vesturveldanna, Rússlands og Kína....því miður !

svona til að hafa staðreyndir á hreinu varðandi hryllingin í sýrlandi...þá eru ódæðisverk framin af báðum aðilum...það þarf ekki annað en að lesa í fréttir og hafa almenna þekkingu á hvernig fréttir eru skrifaðar, sem og að vera sæmilega vel að sér í málefnum þessa heimshluta...

...fréttaflutningur er litaður af hagsmunum, en RTnews held ég að hún heiti...en þar er hægt að fylgjast með sömu fréttum og á vesturlöndum, nema skrifaðar með hagsmuni Rússa í fyrirrúmi.

...þegar það liggur fyrir að báðir aðilar eru að framkvæma stríðsglæpi (stjórnvöld og uppreysnarmenn)....þá veltir maður fyrir sér hvernig er best að stilla til friðar...

...Leið vesturveldanna er að styðja uppreysnarhópa landsins á þann ótrúlega hátt sem hefur verið gert (fjárstuðningur í gegnum persaflóaríki, vopnasendingar með smyglurum og stofnun vinir sýrlands)...en þarna er leið vesturveldanna að friði í gegnum uppreysnarhópa og hryðjverkamanna (al-Qaeda frá Írak) gegn ríkistjórn landsins.

...leið rússa og kínverja er að leiða til lyktar þennan ófögnuð í gegnum ríkistjórn landsins.

en auðvitað hljóta einu lausnir á deilum, að enda með samtölum deilenda sín á milli. það hefur ekki gerst, þar sem vesturveldin vilja ota uppreysnarmönnunum til valda á meðan Rússar vilja leiða ófriðin til lyktar í gegnum Assad stjórnina....hagsmunir stórveldanna ráða ferðinni hér....sem og annarstaðar !

el-Toro, 19.7.2012 kl. 20:36

6 Smámynd: el-Toro

sæll aftur Jóhann,

sum kommentin hér að ofan eru ekki beint stíluð á þig...þetta er svar mitt við öðru bloggi hér á síðunni við sömu spurningu.  en boðskapurinn er sá sami og vert að horfa hlutlaust og á báðar hliðar málsins...eða allar ef því er að skipta.

mér hefur reyndar alltaf fundist sorglegast í málum Sýrlands og Líbíu líka...hvernig stórveldin stilla sér upp með "friðarlausnum" sínum...þegar vesturlöndin styðja beint og óbeint uppreysnarflokka landsins...á sama tíma og Rússar styðja stjórnvöld Sýrlands.  að hvernig þessi lönd geti komið því inn í hausin á okkur að alþjóðasamfélagið sé að reyna að stilla til friðar....þegar "alþjóðasamfélagið" skiptist í raun í tvo hópa sem styðja sitt hvort aflið í Sýrlandi...

...en svo eru það fjölmiðlarnir...en það eru einmitt þeir sem fá okkur almúgan til að trúa þessu...hvernig ?

el-Toro, 19.7.2012 kl. 20:55

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir mjög góða færslu, el-Toro.  Erum við ekki nokkuð sammála um að neitunarvaldið er nokkuð mikið að þvælast fyrir í þessum málum????

Jóhann Elíasson, 19.7.2012 kl. 21:00

8 Smámynd: el-Toro

neitunarvaldið er að þvælast fyrir vesturlöndum akkurat núna...á meðan Rússar eru sáttir við að hafa það í vopnabúri sínu.

hvað mig sjálfan varðar, þá hreinlega veit ég ekki hvað skal segja...ætli ég hallist ekki frekar til þess að neitunarvaldið eigi rétt á sér.  mér finnst það einfaldlega forkastanlegt að við, vesturlönd.  mekka lýðræðis, styðjum uppreysnarhópa ólíkra þjóðarbrota í fullvalda ríki.  uppreysnarhópa sem hafa aðeins einn samnefnara í því að koma ríkistjórn Assad frá völdum, og hafa innan sinna vébanda alþjóðlega hryðjuverkamenn, sem koma frá Írak....en við á vesturlöndum gerðum okkur svo sem sek um samskonar hluti í Líbíu.

hvað varðar ríkistjórn Assads, þá finnst mér "allt of" harkalegar aðgerðir hennar fyrir neðan allar hellur.  en ég skil ástæðuna fyrir þessum ofsa aðgerðum sýrlenska hersins, þó ég geti með engu móti samþykkt þær...það þarf ekki annað en að líta til Líbíu, og hvernig hlutirnir þróuðust þar, til að skilja af hverju Assad vill ekki gefa tommu eftir, og svífst einskis.

svo til að bæta við einu sem ég gleymdi í sambandi við neitunarvaldið.  þá er það hugsað lík svo, að stórveldin (sem hafa neitunarvald) setjist niður og fundi um málið þangað til niðurstaða er fengin.  en eftir 9/11 hafa bandaríkin verið dugleg við að fara í kringum sameinuðu þjóðirnar í krafti stærðar sinnar í alheimsmálum.

el-Toro, 20.7.2012 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband