HVERS VEGNA ER VERRA AÐ SEMJA VIÐ VOGUNARSJÓÐI EN AÐRA????

Vogunarsjóðir eru ekkert annað en fjárfestingafélög og hafa það að markmiði að hámarka hagnað af fjárfestingum sínum.  Ekki verður séð að "verra" sé að semja við þá en aðra og ekki hef ég neinar spurnir af því að vogunarsjóðir standi eitthvað síður við þá samninga sem þeir gera en aðrir.  Er Lilja ekki að gera úlfalda úr mýflugu?????
mbl.is Óttast að samið verði við vogunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Aðal málið sem hún er að tala um hér er erlendur gjaldeyrir, það er það sem við eigum ekki nóg af. Það er það sem gerir það verra að eiga við erlenda aðila frekar en Íslenska, einnig eru vogunarsjóðir einmitt til þess gerðir að hámarka hagnað á stuttum tíma, sem í raun eyðileggur fyrirtæki.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.11.2012 kl. 14:33

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Svarið kemur fram í fréttagreininni þar sem haft er eftir Lilju:

„Skuldabréfin eru í erlendum myntum og voru greiðsla nýja Landsbankans til gamla bankans fyrir eignir sem færðar voru yfir. Þannig geta hrægammasjóðir tryggt sér útgreiðslur úr þrotabúunum í erlendum gjaldmiðlum,“.

Það sé einmitt það sem alls ekki megi gerast.

Ástæðan er einfaldlega sú að „Þá eru hrægammasjóðirnir búnir að fá margfalt til baka það sem þeir greiddu fyrir kröfurnar og festa okkur Íslendinga í skuldafjötrum,“.

Kristinn Snævar Jónsson, 1.11.2012 kl. 15:41

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Vogunarsjóðirnir munu hafa fengið kröfurnar á 4-6% af nafnverði! - Sem sé fyrir "slikk", en þeir ætla sér blygðunarlaust að reyna fá nafnverðið til baka, sem myndi þýða allt að 25-földum ávinningi þeim til handa á kostnað skuldapínds almennings og fyrirtækja. Engin miskunn á þeim bæ.

Kristinn Snævar Jónsson, 1.11.2012 kl. 15:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar ætlar Landsbankinn að fá 300 milljarða í erlendum gjaldeyri, til viðbótar við þá 72 sem hann er þegar búinn að senda úr landi vegna þessa gjörnings?

Og svo er brennandi spurningin: Afhverju er verið að borga útlendingum í gjaldeyri fyrir ólöglega gengistryggðar krónueignir, og er það ekki brot á gjaldeyrishöftunum?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2012 kl. 23:11

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hefði haldið að gjaldeyrishöftin ættu við alla ekki bara suma............................

Jóhann Elíasson, 1.11.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband