ALGJÖR NIÐURLÆGING.................

Það vissu það náttúrulega allir að Svíþjóð var betra liðið og það hefði nánast þurft kraftaverk til ef Ísland hefði átt að vinna þennan leik.  En fyrr má nú rota en dauðrota í fyrri hálfleiknum var bara eitt lið inni á vellinum.  Íslensku stelpurnar virkuðu bara þungar og seinar í alla bolta, þær voru stressaðar, í þau fáu skiti sem þær fengu boltann þá komu  skelfilegar sendingar í kjölfarið og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Svíana.  Eina manneskjan sem eitthvað virtist reyna, í Íslenska liðinu, var Sif Atladóttir og þrátt fyrir að fá á sig þessi fjögur mörk átti Guðbjörg Gunnarsdóttir stórgóðan leik og það verður varla hægt að kenna henni um þessi mörk nema það er spurning með mark númer tvö kannski hefði hún getað gert betur þar.  Ég held að það sé nokkuð öruggt að sólin hafi blindað hana í marki númer eitt.  Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til Íslensku stelpnanna en ég hefði nú viljað sjá þær halda boltanum betur innan liðsins og þær virtust vera ragar við að fara í Sænsku leikmennina.  OG AFTUR SPYR ÉG: HVENÆR SJÁUM VIÐ ÍSLENSKA LIÐIÐ SPILA TVO GÓÐA HÁLFLEIKI Í RÖÐ????
mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og helduru að þú hefðir getað gert betur?

Engin þeirra hefur spilað svona stóran og mikilvægan leik áður og margar þeirra bara spilað með sínum félagsliðum hérna heima sem getur varla kallast mikil reynsla. 

Þær koma reynslunni ríkari út úr þessu móti og við getum verið stolt af þeirra framgöngu á þessu móti. 

Merkilegt þegar einhver sófadýr heima á Íslandi eru að setja út á þessar stelpur og þeirra árangur en hafa eflaust aldrei sjálfir staðið í sömu sporum. 

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 01:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki smuga að ég hefði komist í kvennaliðið.     Þó svo að engin þeirra hafi spilað svona stóran og mikilvægan leik áður, þá var þetta lélegasti leikurinn þeirra á mótinu og það er áhyggjuefni.  En eins og þú segir öll reynsla er góð og vonandi læra þær af þessu móti.............

Jóhann Elíasson, 22.7.2013 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband