ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ.................

Það vita allir sem einhverja hugmynd hafa um "tímabeltin" og legu landa á þessum tímabeltum.  Þar sem enginn tímamunur er, er á svokölluðu GMT (Greenwich Mean Time), en sú lína gengur í gegnum Greenwich í London.  Einhverjum vanvita datt í hug að staðsetja Ísland á þessu belti (þessi aðili hefur ekki verið með það alveg á hreinu hvort Ísland tengdist meira Evrópu eða Ameríku, en hann hefur kosið Evrópu).  Það sér það hver heilvita maður að Ísland er staðsett EINU TÍMABELTI OF AUSTARLEGA, miðað við legu landsins og því ÆTTI AÐ SEINKA KLUKKUNNI UM EINN KLUKKUTÍMA og þar með að leiðrétta þessa vitleysu í eitt skipti fyrir öll.  Það er ekki að ástæðulausu, sem jörðinni er skipt niður í þessi "tímabelti" en aðalástæðan er sú að SAMSTILLA LÍKAMSKLUKKUNA OG SÓLARGANGINNEVRÓPUSINNAR hafa sett sig upp á móti því að klukkunni veri seinkað frekar vilja þeir ganga lengra í vitleysunni og taka upp "sumartíma" hér á landi eins og er gert í Evrópu.  En hvort sem menn eru INNLIMUNARSINNAR eða ekki þá verður að laga þetta, því eins og fram kemur í fréttinni, sem ég vísa í, þá er þetta að valda miklum skaða fyrir þjóðfélagið í dag.
mbl.is Íslendingar rangt stilltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta á nú sennilega ekki jafnt við um alla landsmenn. Vinnutíminn byrjar fyrr á morgnana hjá iðnaðarmönnum en t.d. bankamönnum og þeim sem eru í opinbera geiranum. Samkvæmt því ættu starfsmenn sem vinna á sýsluskrifstofunni að vera í áhættuhóp heilsulega séð.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.1.2014 kl. 10:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Aðalmálið í þessari frétt og bloggi er að Ísland er á vitlausu "tímabelti" en ekki hvaða vinnustéttir fara verst út úr þessari vitleysu......

Jóhann Elíasson, 9.1.2014 kl. 10:53

3 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Allir bankamenn og opinberir starfsmenn sem ég þekki byrja kl. 8:00 á morgnana og það er nokkuð stór hópur. Ég þekki ekki marga iðnaðarmenn sem eru byrjaðir fyrir þann tíma. Ég held að það sé aðallega verslunarfólk sem byrjar fyrr, en það vinnur líka oftast lengur.

Halldór Þormar Halldórsson, 9.1.2014 kl. 11:46

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er rétt athugasemd hjá þér Jóhann.

Í þessu sambandi skipta mestu máli hagsmunir barna. Eins og staðan er nú eru þau að mæta í skóla á morgnanna rúmlega klukkutíma fyrr en eðlilegt getur talist. (þ.e.a.s. kl ekki 7:00 og yfir veturinn í svarta myrkri)

kveðja

Kristbjörn Árnason, 9.1.2014 kl. 11:59

5 identicon

Ástæðan fyrir því að við erum á stöðugum sumartíma er einföld, til að við getum notið meira dagsbyrtu í vöku að meðaltali.

Dæmi: 1. apríl, sólarupprás í Reykjavík 6:48, sólsetur 20:17. Ef ég seinka klukkunni um 1 klst þá verður þetta sólarupprás 5:48, sólsetur 19:17. Hvort nýtist meðal manninum betur byrtan milli 5:48 - 6:48 á morgnanna eða milli 19:17 - 20:17 að kvöld? Ég vil frekar hafa sól milli 19 - 20 en þú?

Gunnar (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 12:33

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Flestir iðnaðarmenn sem ég var að vinna með á íslandi  byrjuðu að vinna kl.7 á morgnana og þurftu þessvegna að vakna kl. 6 eða fyrr. Ég er sjálfur iðnaðarmaður og veit þetta.En þetta er að sjálfsögðu aukaatriði. Aðalatriði er að sjálfsögðu börnin. Fullorðna fólkið á að sjálfsögðu að geta stjórnað þessu sjálft.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.1.2014 kl. 12:38

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

reyndar er munurinn 90 mínútur og það munar um minna

Kristbjörn Árnason, 9.1.2014 kl. 13:03

8 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ha...ha.. ha.. Íslendingar eru skilpulagslausir.

Fara seitn að sofa og láta börninn hanga yfir sjonvarpi og tölvum fram til miðnættis. Síðast í gær hafði dóttir mín sofið í 2 klukkutíma þegar ég sé vinkonu hennar á Facebook. Fólk kennir klukkunni um að börninn vakna ekki á morgnana. Það er eins og "Árinni kennir illur ræðari". Sonur minn er 10 ára og ég byrja klukkan 9 að segja honum að fara í náttföt og hafa sig til í svefninn. Hann sofnar ekki fyrr en hálf tíu, tíu. Það er eins og að pissa í skógna sína að láta börninn vaka úr hófi. Þau verða skapstirð og þung að morgni og það kemur bara niður á einkunum þeirra. Hugsið til baka, hvenær fóruð þið sjálf í rúmið sem 10 ára barn, það hefur ekki verið eftir miðnætti.

Matthildur Jóhannsdóttir, 9.1.2014 kl. 14:43

9 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Maðurinn minn er dani. Hann fer oft að sofa um klukkan 10. Ég hef búið á Ítalíu og Spáni, þar hringir maður ekki í fólk eftir klukkan 9 á virkum dögum.

Matthildur Jóhannsdóttir, 9.1.2014 kl. 14:46

10 Smámynd: Hörður Halldórsson

Styð heilshugar leiðréttingu á klukkunni.Munar rosalega miklu á morgunbirtunni . Munar því að börnin labba í björtu í nóvember og febrúar.

Hörður Halldórsson, 9.1.2014 kl. 18:21

11 Smámynd: Daníel Sigurðsson

þetta með "LÍKAMSKLUKKUNA" tel ég stórlega ofmetið og raunar alveg spurning hvort ekki sé um hrein hindurvitni að ræða. Alla vega hef ég ekki orðið var við klukkuna þá arna í mér enda átt auðvelt með að sofa á þeim tíma sólarhringsins sem mér hefur best hentað í gegnum tíðina og hefur sá tími verið mög breytilegur. Margir sem ég þekki hafa sömu sögu að segja. Athuga að hér er ekki verið að tala um að sofa í vinnunni eða undir stýri (enda "hentar" það ekki.

Miðað við þær víðtæku breytingar til batnaðar á fólki og reyndar þjóðinni allri, sem Hið íslenska svefnrannsóknarfélag telur að myndu verða við það eitt að færa klukkuna á Íslandi um einn klukkutíma, er alveg spurning hvort ekki sé rétt að rannsókn fari fram á rannsakandanum í þessu tilviki áður en lengra er haldið með málið.

Daníel Sigurðsson, 9.1.2014 kl. 18:38

12 identicon

Gunnar: Það skiptir engu máli þó það sé ekki bjart milli 19 og 20 á kvöldin að vetri til - það eru fæstir að gera nokkuð af viti þá hvort sem er. Það hins vegar græða flestir á því að það birti til klukkutíma fyrr og sé farið að birta aðeins þegar fólk fer á fætur.

Ég skil ekki þegar fólk segir að ef klukkunni verði breytt þá verði dimmt þegar maður fer í vinnu og dimmt þegar maður fer úr vinnu. Það ER dimmt þegar maður fer úr vinnu að vetri til í dag þannig það breytist ekki neitt. Það sem breytist er að það verður aðeins bjartara um morguninn sem gerir það að verkum að fólk fer hressara á fætur.

Siggi (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 18:41

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Daníel, þú verður þá bara að fara að kynna þér málið með líkamsklukkuna en kannski þið vélstjórar vitið ekki hvaða fyrirbæri það er?

Jóhann Elíasson, 9.1.2014 kl. 19:23

14 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Jóhann, við getum örugglega verið sammála um að halda okkur við staðreyndir eins og kostur er alveg burt séð frá mikilvægi þeirra. Því ætla ég að leiðrétta þig með það að ég er ekki vélstjóri heldur véltæknifræðingur.

Það er misskilningur hjá þér að ég hafi ekki kynnt mér málið með líkamsklukkuna. Ég hef einmitt, alveg frá því ég heyrði fyrst af þessari klukku fyrir áratugum, leitast við að kynna mér hana og það aðallega á (eða í)sjálfum mér. Niðurstaða mín er sú að áhrifamáttur þessarar klukku sé stórlega ofmetinn og jaðri við hindurvitni.

Til gamans má geta þess að ég hef löngum haft gaman af þjóðsögum og skyldu efni og held auðvitða áfram að kynn mér þann fróðleik.

Daníel Sigurðsson, 9.1.2014 kl. 20:14

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Daníel, ekki gef ég nú mikið fyrir þessar "athuganir" þínar í áratugi, ef þú svo afgreiðir þetta fyrirbæri bara sem þjóðsögur og hindurvitni.  Þú kannast kannski ekki við það að þeir sem vinna vaktavinnu eldast hraðar en þeir sem vinna vanalegan vinnutíma og það er margsannað mál að mismunandi birta fer misjafnlega í fólk.  Og hvort þú ert véltæknifræðingur eða vélstjóri skiptir ekki miklu máli þar sem lítill munur er á kúk og skít.

Jóhann Elíasson, 9.1.2014 kl. 20:52

16 identicon

Halldór Þormar, þetta er algjört bull hjá þér með iðnaðarmennina að þeir hefji vinnu seinna en aðrir. Þú greinilega þekkir ekki marga slíka. Ég er múrari og er búinn að vinna við það fag í 30 ár og hef unnið fyrir mörg byggingafyrirtæki. Hjá Ístak byrjaði vinnutíminn kl 8,30 í Háskólanum í Reykjavík og í Búðarhálsvirkjun kl 7,00. Hjá ÍAV í Hörpu kl 8,30, og hjá ÓG bygg, JB byggingafélaginu og EYKT byrjaði vinnan kl,8,00 og hjá jarðborunum sem reyndar er ekki byggingafyrirtæki hófst vinnan kl 8,30 en þar unnu margir iðnaðarmenn og hvernig færðu það út að verslunarfólk byrji sinn vinnutíma fyrr en iðnaðarmenn miðað við þessar tölur sem ég nefndi ef flestar verslanir opna kl 9,00 ?

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 21:51

17 identicon

Það átti að standa 7,30 þar sem stendur kl 8,30. smá mistök.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 22:31

18 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Jóhann, þó svo við séum að skiptast á skoðunum á bloggsíðu og séum ekki sammála þá er alltaf betra að halda sig við málefnin heldur en grípa til skætings eins og þú gerir í síðasta innleggi. Varla hefurðu nú sem stýrimaður litið á vélstjórana um borð sem skít, eða hvað?

Þetta með birtuna, sem þú nefnir að fari misjafnlega í fólk, rengi ég ekki, en þess mætti geta í leiðinni að mjög víða á vinnustöðum er um allt of sterka birtu að ræða auk þess að oft vantar alla afskermingu. Sterkar vísbendingar hníga í þá átt að fólk fái mun fyrr sjóndepru en ella og að þetta eigi stóran þátt í gleraugnavæðingu almennings. Aðrir fylgifiskar eru höfðuverkur og önnur vanlíðan. Þeir sem vinna á næturvöktum verða auðvitað meira fyrir barðinu á þessum skaðvaldi en aðrir og eldast væntanlega fyrr en ella af þeim sökum.

Það er svo annar kapituli að hinn tæknivæddi nútímamaður virðist vera á góðri leið með að einangra sig nær alveg frá myrkrinu sem er honum ekki eðlislægt og gæti því haft alvarlegri afleiðingar heilsufarslega á komandi kynslóðir ef heldur sem horfir.

Daníel Sigurðsson, 9.1.2014 kl. 23:52

19 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú ferðu langt útfyrir efnið.  Dagsbirta er alls ekki það sama og lýsing á vinnustað, Daníel að vera að tala um að aðrir séu með skæting og útúrsnúning, þegar þú ert mest í því sjálfur og reynir svo að beina umræðunni inn á aðrar brautir.  Það var þá rétt sem fyrrum starfsfélagar þínir í Vélskóla Íslands (áður en hann var einkavinavæddur og fór til LÍÚ) sögðu um þig "Það er ekki hægt að rökræða við manninn því þegar hann sér að hann hefur ekki rétt fyrir sér þá reynir hann að tala um aðra hluti og reynir að láta umræðuna snúast um þá og ef það gengur ekki þá fer hann bara út í einhver leiðindi en alltaf reynir hann að komast beinn í baki frá hlutunum og vill að mótaðilinn líti illa út.  Það er best að vera honum bara sammála".

Jóhann Elíasson, 10.1.2014 kl. 00:13

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jóhann er með "rétta" andann í rökræðuna. 

Eins og oft áður þegar menn eru ekki sammála honum, hjólar hann beint í manninn.  Furða hve margir nenna að tjá sig á síðunni hans. 

Sjálfur lít ég örsjaldan við hjá honum núorðið, vegna hve skammdegisdrunginn þjakar hann heiftarlega, - allan ársins hring. 

Reikna með enn eina sönnun þess, - fljótlega.

Benedikt V. Warén, 10.1.2014 kl. 00:32

21 Smámynd: Jóhann Elíasson

Benedikt, þú átt ekki að vera að blogga þegar þú ert fullur.............

Jóhann Elíasson, 10.1.2014 kl. 00:35

22 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta var rétti andinn, sönnunin kom um hæl.

Þeir sem þekkja mig hlægja núna að þvælunni í þér.  Hugsanlegt er þó, að ég fái mér einn bjór á þorrablótinu 24 jan nk.

Sumir eru slæmir með víni og röfla út í eitt og eru með leiðindi út í allt og alla, svo eru menn eins og þú, sem þurfa ekki að vera drukknir til fylla þann flokk.

Þar sem ég nenni ekki að eiga orðastað við menn eins og þig, ætla ég að gera skrif þín hér að framan að mínum, en þau falla að þinni manngerð eins og flís við rass.

"Það er ekki hægt að rökræða við manninn því þegar hann sér að hann hefur ekki rétt fyrir sér þá reynir hann að tala um aðra hluti og reynir að láta umræðuna snúast um þá og ef það gengur ekki þá fer hann bara út í einhver leiðindi en alltaf reynir hann að komast beinn í baki frá hlutunum og vill að mótaðilinn líti illa út.  Það er best að vera honum bara sammála".

Over and out.

Benedikt V. Warén, 10.1.2014 kl. 01:23

23 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í þau fáu skipti sem þú hefur komið hér á síðuna og skrifað athugasemdir, hefur farið afskaplega lítið fyrir nokkru vitrænu og er náttúrulega engin breyting á því núna (eins og við var að búast).  Og það situr ekki á þér að vera að saka aðra um skítkast því ekkert annað kemur frá þér.  Þú heldur þig vonandi frá þessari síðu í framtíðinni, Benedikt því ég vil síður að fárveikir menn eins og þú séu að skvetta þar úr skálum reiði sinnar og þú getur bara haldið þínu rugli fyrir þig.

Jóhann Elíasson, 10.1.2014 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband