VANDAMÁLIÐ ER HELST ÞAÐ AÐ VERKALÝÐSFORYSTAN HEFUR YFIRLEITT ENGA TENGINGU VIÐ ALMENNA LAUNAMENN

Fyrir það fyrsta er það mjög undarlegt að maður sem er með tvær milljónir á mánuði í laun skuli vera að semja um laun fyrir aðra upp á rétt um 170.000 á mánuði.  Svo koma þessir sömu menn  og halda "einhverjar barátturæður" yfir fólki 1 maí og halda að þá séu þeir búnir að sinna þegnskyldunni þetta árið.  Þetta er að mörgu leiti rétt hugsað hjá þeim því þeir eru kosnir til þessara starfa ár eftir ár og þurfa ekkert að hafa fyrir því..................
mbl.is Slá þurfi fast á fingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda algjört rugl að hafa lögbundna aðild að stéttarfélagi. Hversu margir íslendingar geta valið sér stéttarfélag til að ganga í? Ef skylduaðildin yrði rofin, yrðu stéttarfélögin að vinna fyrir félagsmenn sína, annars myndu þeir fara eitthvað annað.

Larus (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 17:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, þetta er alveg rétt hjá þér, en í stjórnarskránni segir að það sé félagafrelsi þannig að í raun og veru ber engum skylda til að vera aðili í verkalýðsfélagi (en það er farið í kringum allt) en hins vegar ber verkalýðsfélagi skylda til að ganga erinda þinna ef þú leitar til þess..................

Jóhann Elíasson, 1.5.2014 kl. 17:59

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Talað hefur verið um að borga góð laun í stjórnun ýmisa félaga svo það fáist gott og ábyrkt fólk í þau störf og hvað fáum við Jú við fáum valdníðinga með hroka við vinnuveitanda sína sem eru verkalíðurinn ef við leitum eftir einhverju varðandi vinnu okkar þá koma svör eitthvað á þessa leið skyptu bara umm vinnu þaðer best þá þurfum við ekki að skíta okkur út við að tala við þá aðila, SVONA ERU RÁÐAMENN ÞESSARA FÉLAGA Í HNOTSKURÐ

Jón Sveinsson, 1.5.2014 kl. 18:47

4 identicon

ef það er félagafrelsi þá er um að gera að setja peninginn

í Vilhjálm Birgisson á skaganum, hann er sá eini sem er að

vinna í alvöru fyrir sína umbjóðendur, er ekki best að

verðlauna menn sem eru að standa sig í baráttunni?

gunnar (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 19:16

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Datt í hug að skjóta hér inn í umræðuna, fjórtándu greininni úr stefnuskrá Fulveldisflokksins,:

14, grein. Stefna Fullveldisflokksins er einnig það, að sett verði skír ákvæði í lögum um það, að sérhver starfsmaður hafi sinn fulla rétt til þess að semja beint við sinn atvinnuveitanda og að enginn verði skyldaður, gegn sínum vilja, til þess að ganga í launþegafélag.

Stefnuskrána geta menn lesið í heild sinni undir vefsíðunni,: "fullveldisflokkurinn.is"

Tryggvi Helgason, 1.5.2014 kl. 19:39

6 identicon

Lárus, það er ekki skylda að eiga aðild að stéttarfélagi, en það er skylda að vera meðlimur að lífeyrissjóði. T.d. er ég meðlimur í LV, en ég er ekki í Verkfræðingafélaginu, þar eð það félag gætir ekki minna hagsmuna. Það gerir lífeyrissjóðurinn að visu heldur ekki (tapaði tugum milljarða á vafasömum fjárfestingum fyrir hrun), en ég hef ekkert val.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband