VIÐHALDA STÖÐUGLEIKA????????

Sem betur fer hafa orðið framfarir í hagfræðinni sem fræðigrein og ekki síst síðastliðinn áratug.  Nú eru komnar fram aðrar kenningar um áhrif stýrivaxta (og þessar kenningar hafa verið sannaðar).  En sú  kynslóð sem er við stjórnvölinn núna (í það minnsta þeir sem sitja í peningastefnunefnd) hafa ekki haft fyrir því að fylgjast með því, sem er að gerast í hagfræðinni núna nýjar stefnur og straumar fá að fljóta óáreitt hjá og þeir lýta á það sem heilagan sannleik sem þeir lærðu fyrir 20 - 30 árum.  Þetta fólk er kallað "Ný-Klassísku Hagfræðingarnir".  Hvernig skyldi eiginlega standa á því að þegar efnahagshorfur hér á landi versna þá eru stýrivextir hækkaðir en þegar efnahagshorfur í Noregi versna þá eru stýrivextir lækkaðir?  Hagkerfi landanna eru ekki svona rosalega ólík.  Finnst mönnum virkilega ástæða til þess þegar launakostnaður fyrirtækja hækkar að hækka þá fjármagnsgjöldin hjá þeim líkaÞað hlýtur hver heilvita maður að sjá það að með því að hækka svona vextina er verið að HÆGJA á hagkerfinu og verið að reyna að slökkva verðbólgueldinn með því að skvetta á það bensíni.


mbl.is Þrjár hækkanir framundan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er nokkuð sammála þér Jóhann, mjög einkennilegt!

Jónas Ómar Snorrason, 25.6.2015 kl. 19:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og sagt er "shit happens", við ráðum ekki alltaf við það. wink

Jóhann Elíasson, 25.6.2015 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband