FYRIR HVERN VORU KRÖFURNAR SANNGJARNAR??????

Svona er nú ekki alltaf hægt ð setja hlutina fram því það sem einum finnst sanngjarnt finnst öðrum ósanngjarnt.  En það er alveg á hreinu, hjá flestum held ég, að hjúkrunarfræðingar eru með of lág laun.  En þeir hafa ekki dregist aftur úr í launum á stuttum tíma.  Því er ekki HÆGT AÐ ÆTLAST TIL að þessi launamunur verði leiðréttur á einu bretti, eins og virðist hafa verið ætlunin.  Nú er orðið einsýnt að þessi deila fer fyrir kjaradóm og mér er til efs að dómurinn dæmi hjúkrunarfræðingum hærri laun en síðustu samningar hljóða uppá.  Ég get ekki betur séð en að 18,6% á einu bretti sé bara nokkuð góð og svo er bara að sjá hversu mikilli hækkun næsta samningalota skilar....


mbl.is Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að leiðrétta eitt hjá þér. 18,6 % hækkuninn er ekki á einu bretti. Kemur til framkvæmda á samningstímanum sem er 4 ár sem er nokkurn vegin sama og almenni markaðurinn samdi um og það verður ekki nein leiðrétting á kynbundnum launamun í þessum samningi. 

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 13:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

18,6% koma á samningstímanum og það kallast á einu bretti og kynbundinn launamunur kemur þessu ekkert við................

Jóhann Elíasson, 15.7.2015 kl. 14:36

3 identicon

Þú hefur ekki verið að fylgjast með. Það hefur alltaf verið hluti kröfunar að jafna þennan mun. Ég skil vel að hjúkrunarfræðingar felli samninginn. Og 18,6 % á 4 árum er ekki á einu bretti og nær varla að halda í við verðlagsþróun í landinu. Ég býst við að ef ríkið haldi fast við gerðardóm þá mun uppsögnum fjölga verulega. 

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 15:07

4 identicon

Eru karlkyns hjúkkur með hærri laun en kvenkyns hjúkkur ?  

Stebbi (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 15:20

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður hlýtur að geta svarað því annars virðist hann hafa einhverja aðra sýn á hlutina en almennt tíðkast svo ég myndi nú ekki taka það mjög alvarlega sem hann segir.

Jóhann Elíasson, 15.7.2015 kl. 15:45

6 identicon

 Hvað varðar karlkyns hjúkrunarfræðinga þá eru þeir í miklum minnihluta í stéttinni. Þeir eru á sömu kjörum eftir því sem ég best veit. Jóhann segir að ég hafi aðra sýn á hlutina en almennt tíðkast og telur það léttvægt. Það er venjan að þegar menn verða rökþrota þá er ráðist á persónu viðkomandi og Jóhann fellur í þá gildru. Fyrst ég er ekki á sömu skoðun og hann þá hlýt ég að vera bjáni sem ekkert veit. Mér er svosem sama hvað gömlum súrum karlpungum eins og Jóhanni finnst. 

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 08:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Segi ég einhvers staðar að þú sért bjáni?????   og ég sé nú ekki betur en að rökþrotið sé hjá þér og það ert akkúrat þú sem ferð þá leið að reyna að gera lítið úr öðrum, Sigurður. En það sem þú setur fram er ekki trúverðugt og er málstað hjúkrunarfræðinga síður en svo til framdráttar.

Jóhann Elíasson, 16.7.2015 kl. 09:16

8 identicon

Úff þessi blessaði kynbundni launamunur enn og einu sinni, þetta er rosalega þrálát feministalygi. Jú jú það er hægt að segja að ef tekin eru saman laun hjá öllum konum í landinu og öllum körlum í landinu þá er munur, en sá munur tengist kyni ekki neitt, hann tengist tegund starfs, menntun, fjölda vinnustunda, starfsaldri og þess háttar. Ef tekin eru saman laun karla og kvenna þar sem allt sem þarf til að bera saman laun fyrir sama starfið þá kemur í ljós að þessi munur er ekki til staðar, stareyndin er sú að karlmenn og kvenmenn fá sömu laun fyrir sömu vinnuna.

Halldór (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband