ÞETTA VAR BARA TÍMASPURSMÁL

Þeir sem fylgst hafa með efnahagsuppganginum í Kína, sáu það að þetta gat ekki gengið svona til lengdar.  Í raun eru ströng fjármagnshöft í landinu, með öðrum orðum það er MJÖG erfitt að koma fjármagni út úr landinu en aftur á móti virðast ekki vera nein takmörk á því fjármagni sem hægt er að flytja inn í landið.  Þessu má líkja við að lækur sé stíflaður, það verður til lón, sem smám saman fyllis, en vatnið þarf að komast út og auðvitað endar með því að stíflan brestur. Vegna þess hversu fjárfestingarmöguleikar eru fáir, hafa fjárfestar gripið til þess ráðs að fjárfesta í fasteignum.  Nú er svo komið að risið hafa heilu borgirnar, víðsvegar í Suður- og Suðaustur Kína en gallinn er bara sá að íbúðirnar í þessum borgum eru það dýrar að almenningur hefur ekki efni á að búa í þeim og því eru þessar borgir AUÐAR.  Hagvöxturinn í Kína, síðustu ár hefur verið ævintýralegur, en hagvöxtur einn og sér er ekki allt...


mbl.is Mikil lækkun á kínverskum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Getum við þá endanlega sagt það, að það sé sprengihætta á kíverjum:)

Jónas Ómar Snorrason, 11.1.2016 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir ætla sér að koma í veg fyrir að hagkerfið springi með hvelli en það má reikna með einhvers konar sprengingu.... cool

Jóhann Elíasson, 11.1.2016 kl. 15:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf gerist eitthvað óvænt.Bloggvinur minn og sonur vinkonu minnar ,Photo,Kjartan Sigurðsson,býr í Sjanghæ og giftur Kínverskri. Hann heldur sig mest á Facebook,ég hefði samt áhuga á að spyrja hann út í þetta,venjulega skýrir hann alla hluti vel út. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2016 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband