EN VARLA VERÐU MIKIL BREYTING Á VAXTAOKRI SEÐLABANKA ÍSLANDS?

Það verður fróðlegt að hlusta á rök peningastefnunefndar fyrir næstu vaxtahækkun eða að halda vöxtum óbreyttum, á næsta vaxtaákvörðunardegi.


mbl.is Gert ráð fyrir lítilli verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líka athyglisvert að lægstu óverðtryggðir vextir íbúðalána eru nú um 7,1% sem er heilum 6% umfram verðbólgu. Á flestu byggðu bóli í hinum vestræna heimi teljast það okurvextir fyrir íbúðalán. Á sama tíma eru lægstu vextir verðtryggðra lána talsvert lægri eða um 3,6% sem er aðeins 2,5% umfram verðbólgu. Er það nema furða þó illa gangi hjá almenningi að skipta úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð þegar þessi kjör eru þau einu sem bjóðast? Með þessum samanteknu ráðum bankanna er beinlínis verið að stýra neytendum að verðtryggðum lánum, og svo er því haldið fram að þau séu "vinsælli" af því að fleiri velja þau, þegar staðreyndin er sú að enginn vill þau en fólk velur þau samt með óbragð í munni vegna okurvaxta á þeim óverðtryggðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2016 kl. 12:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakið smá fljótfærni hjá mér, vextirnir á verðtryggðu lánunum eru auðvitað 3,6 umfram verðbólgu svo þetta sé samanburðarhæft, en ekki 2,5%. Eftir stendur samt að nafnvextir óverðtryggðu lánanna umfram verðbólgu eru 2,4 prósentustigum hærri en á verðtryggðum, sem hefur þau áhrif að stýra neytendum frekar að verðtryggðum lánum, með öllum þeim ókostum sem þau hafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2016 kl. 12:57

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ingvi Hrafn var með Sigmund Davíð í viðtali á INN og talið barst að Seðlabanka Islands.-því er haldið fram að hann sé það sjálfstæð stofnun að bankastjóri hans geti ákvarðað vaxtastefnu án afskipta ríkisstjórnarinnar. Í lögum um hann (eða stjórnarskrá)segir að í vaxtamálum skulu stjórnendur hans ávalt taka mið af stefnu ríkisstjórnar Íslands.  Ég get ómögulega munað orðalagið en tel þetta skiljist. - Mér heyrist ráðamenn jafnan tala um að þeir ráði engu um stefnu Más bankastjóra. En maður hrekkur ekki við  þótt ráðherrar liggi í duftinu fyrir embættismönnum þessa lands og nýti ekki lögin sem heimila þeim að ráða þessu.... 

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2016 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband