ÞESSIR VILLIMENN NOTAST VIÐ SÖMU AÐFERÐAFRÆÐI Í SÍNUM "AÐGERÐUM" OG ÞEIR GERÐU ÁRIÐ 1627 - SENNILEGA HEFUR "KLUKKAN" STOPPAÐ HJÁ ÞEIM Á MIÐÖLDUM.....

Þessir tveir höfundar, Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols, hafa skrifað fjórar bækur um "Tyrkjaránin" og gera þeim atburðum mjög góð skil á Íslandi og eru þær allar á Ensku.  Um þessa atburði hefur ekki mikið verið fjallað um og það er skammarlega lítið fjallað um þessa atburði í sögu okkar og annálum yfirleitt.  Margir tengja þessa atburði við Vestmannaeyjar en fáir virðast vita að "Tyrkjaránin" hófust á Austfjörðum og þaðan var  flestu fólki rænt og SÍÐAN var siglt til Vestmannaeyja og skipið "fyllt"þar af þrælum.  Þá fór annað skip til Grindavíkur og gerði "strandhögg" þaðan var mörgu fólki rænt og var það fólk selt í þrældóm í Sale í Marakkó.  Aftur á móti vor Austfirðingarnir og Vestmannaeyingarnir fluttir til Algeirsborgar í Alsír og seldir á markaði þar.  Það sem maður verður fyrst var við þegar les þessar bækur er að vinnubrögð þessara villimanna eru alveg eins og þau voru 1627, það er að koma væntanlegum fórnarlömbum að óvörum, villa á sér heimildir fram á síðustu stundu, sigla undir fölsku flaggi, höggva börn og gamalmenni, brenna fólk inni og svona mætti lengi telja.  ÞETTA STYÐUR "BAKBORÐSLAGSÍÐULIÐIÐ" Á ÍSLANDI OG FLEIRI.

Fyrsta bókin sem þeir sendu frá sér var "THE TRAVELS OF REVEREND ÓLAFUR EGILSSON", (Þessi bók var upphaflega gefin út af Fjölva 2008 og svo endurútgefin af Sögu Akademíu 2019). Þessi bók hefst að sjálfsögðu á "Tyrkjaráninu" í Vestmannnaeyjum árið 1627 og síðan er siglingunni til Algeirsborgar lýst og lífinu þar.  Stærsti hluti bókarinnar fjallar um ferðalag séra Ólafs Egilssonar frá Algeirsborg til Danmerkur, sem hann fór fótgangandi.  Skal þess getið að þarna er um að ræða langbestu skriflegu heimil sem til er um borgir og bæi og lifnaðarhætti í Evrópskum bæjum og borgum á þessum  tíma.
Önnur bókin frá þeim er svo "NORTHERN CAPTIVES (Bókin var gefin út af Sögu Akademíu árið 2020).  Bókin fjallar um "Tyrkjránið" í Grindavík en málið er að það var farið með Grindvíkingana til Salé í Marocco þar sem fólkið var selt í þrældóm á þrælamarkaði þar í bæ og svo er sagt frá afdrifum þeirra sem eru  þekkt.  Í þessari bók er mikið af kortum og myndum af skjölum og bréfum sem tengjast þessum atburðum.
Þriðja bókin sem kom út var "STOLEN LIVES" (þessi bók var gefin út af Sögu Akademíu árið 2021).  Bókin fjallar um "Tyrkjaránið" í Vestmannaeyjum, siglinguna til Algeirsborgar og síðast en ekki síst AFDRIF þeirra sem rænt var.  Í bókinni er mikið af kortum og myndir af mörgum skjölum sem tengjast þessum atburði.
Fjórða bókin heitir svo "ENSLAVED".(Bókin var gefin út af Sögu Akademíu árið 2022)  Bókin fjallar um "Tyrkjaránið" á Austjörðum, sem því miður virðist að mestu "gleymdur" atburður í hugum landsmanna og lítið komið fram um það nema óstaðfestar þjóðsögur.  En í þessu ráni var flestum Íslendingum rænt og síðan var siglt til Vestmannaeyja og skipið var FYLLT þar.  Og að mínum dómi var konn tími til að  þessum atburðum þar yrðu gerð almennileg skil í bók hér á landi.  Það sama er í þessari bók, reynt er að fylgja eftir afdrifum þeirra sem í þessu lentu og þarna eru kort og myndir sem tengjast atburðunum.

Fimmta bókin kom svo út nýlega og heitir hún "TURBULENT TIMES".(Hún var gefin út af Sögu Akademíu árið 2023).  Ég verð að viðurkenna það að ég er bara búinn að  lesa um 1/3 af bókinni en hún fjallar að mestu um þátt Skálholtsstaðar í að halda þessum atburðum til haga meðal annars með því að geyma öll þekkt gögn sem varða þessa atburði.  Reyndar er svo margt sem kemr fram í þessari bók sem ég hafði ekki hugmynd um og verð ég að segja að þessi bók kom mér mikið á óvart.

Árið 2027 stendur til að haldin verði í Vestmannaeyjum mikil hátíð til að minnast þess að 400 ár verða liðin frá "Tyrkjaránunum" hér á landi og veit ég af því að bæði Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols taka þar virkan þátt ef GUÐ lofar........  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Góður pistill Jóhann. En okkur er rænt andlega nú á dögum, og RÚV sér um það og fleiri stofnanir. Okkur er smalað í andlegar þrælabúðir og allir eiga að vera sammála. Nei, fátt hefur breyzt frá Tyrkjaráninu.

Það sem ég hef lengi haldið fram, það vantar meiri sjálfstæðishugsjónir í nútímaíslendinga. Þú ert sem betur fer ein af undantekningunum, og er það mjög gott, þú heldur sjálfstæðinu á lofti. 

Davosdúkkulísur eins og eru í ríkisstjórninni eru meðvirkar Davos, sem er nútímaútgáfa af Tyrkjaræningjunum. Góður pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 25.11.2023 kl. 16:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Ingólfur.  Það var virkilega gaman að lesa þessar bækur og það sem kom mér mest á óvart er hversu vel tekst að gera lesturinn skemmtilegan og um leið að halda í fræðilega gildið.......

Jóhann Elíasson, 25.11.2023 kl. 16:52

3 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Hef lesið Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur, ansi áhugaverð, þarf að lesa þessar sem þú telur upp hér.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 25.11.2023 kl. 19:05

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rafn, ég hef nú reyndar ekki lesið þá bók en ég get lofað þér því að ef þú verður þér úti um þessar bækur og lest, verður þú ekki fyrir vonbrigðum....

Jóhann Elíasson, 25.11.2023 kl. 20:14

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Jóhann.

Ég hafði nú lesið um tyrkjaránið mest megnis á netinu og einnig það litla sem okkur

var kennt í skóla. Nú er það á hreinu að ég verð að verða mér út um þessar bækur

til lestrar um jólin. Þakkir fyrir skemmtilegan og fróðan pistil.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.11.2023 kl. 14:36

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið og góð orð í minn garð Sigurður Kristján.  Ég get lofað þér því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum eftir að lesa þessar bækur.....

Jóhann Elíasson, 26.11.2023 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband