Er Íbúðalánasjóður dragbítur á Íslenskt efnahagslíf?

Skýrslan, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér um daginn er alveg meiri háttar brandari.  Þó er nú vart hægt að segja að mér hafi verið hlátur í huga, þegar ég las hana.  Mér þykir alveg með ólíkindum að stofnun eins og Alþjóða gjaldeyrisstofnunin skuli láta svona plagg fara frá sér, sem er svo gjörsamlega á skjön við raunveruleikann að það sætir furðu.  Vissulega eru ágætis punktar í skýrslunni en það er ekki lögð nein sérstök áhersla á þá hluti , sem augljóst er að þyrfti að leggja áherslu á í hagstjórninni.

Það sem er sett fram sem aðalatriði í þessari skýrslu eru "ansi vafasamar fullyrðingar" um Íbúðalánasjóð.  Því er haldið fram að aðalástæðan fyrir "þenslu" á íbúðalánamarkaðnum.

Við skulum skoða þetta aðeins betur:

  • Því er haldið fram að Íbúðalánasjóður sé orsökin að þeim gríðarlegu fasteignaverðshækkunum sem orðið hafa og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu (stór Hafnarfjarðarsvæðinu), Suðurnesjum, Mosfellsbæ, Borgarnesi, Akranesi og fyrir austan fjall.  Sannleikurinn er sá að árið 19999 tók Íbúðalánasjóður upp 90% lán og hækkaði hámarkslánin til íbúðakaupa.  Fram að þeim tíma höfðu viðskiptabankarnir ekki sýnt íbúðamarkaðnum neinn áhuga, en ákváðu þá að koma inn og þá með trukki.  Þeir buðu hærri lán, allt að 100% og örlítið lægri vexti en Íbúðalánasjóður.
  • En viti menn þetta kom aðeins íbúum á höfuðborgarsvæðinu (stór Hafnarfjarðarsvæðinu) til "góða" því viðskiptabankarnir höfðu engan áhuga á því að lána fólki til þess að kaupa verðlitlar eða jafnvel verðlausar eignir úti á landi, Íbúðalánasjóður mátti sko "eiga þann pakka"
  • Því er blákalt haldið fram að Íbúðalánasjóður valdi því að vextir á íbúðalánum séu of háir.  Ekki get ég komið auga á þessa staðhæfingu og enn síður fæ ég séð hvernig hún fær staðist, þvert á móti hefur Íbúðalánasjóður haldið vöxtunum á íbúðalánum niðri, en það er þekkt að samkeppni heldur aftur af verðhækkunum.
  • Hluti af verkefnum Íbúðalánasjóðs er að halda uppi byggð á öllu landinu, með því að lána til íbúðakaupa- og bygginga úti á landi.  Þar hefur Íbúðalánasjóður staðið sig vel en ég sé ekki fyrir mér að viðskiptabankarnir myndu gera það ef Íbúðalánasjóður yrði lagður niður.

Ekki get ég ímyndað mér hverjir geti hafa verið "ráðgjafar"þessara sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en það er nokkuð víst að þeir hafa meira verið að hugsa um "einkavæðingarferlið" en þjóðarhag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það má oft sjá fingraför ráðgjafanna á allskonar svona skýrslum um íslenskt efnahagslíf s.s. frá OECD og nú þessi. Það er klárt, eins og þú segir, það er ekki langt í ráðgjafana....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.6.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er algjörlega galið að hafa ríkisstofnun sem hefur það markmið að halda uppi byggð á öllu landinu. Því fylgir gífurlegur kostnaður sem greiddur er úr vasa þeirra sem annars væru etv. að skapa gjaldeyristekjur með þeim sömu peningum. Það jákvæða við að markaðurinn ráði verði á fasteignum er það að þá hefur fólk val. Vill það búa á stað þar sem vinna er ótrygg en fasteignir ódýrar, eða kýs það að búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem fasteignir eru dýrar en vinna tryggari?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.6.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heldur betur einfaldar þú hlutina Sigurgeir.  Til þess að nýta "gæði"lands og miða þarf að vera byggð víðar en á "stór Hafnarfjarðarsvæðinu", en hitt er svo önnur saga að það mætti "skipuleggja" byggðina betur.  Ekki lifum við á því að vinna öll í banka.  Upphaf peninganna er ekki í fjármálastofnunum eða höfum við gleymt uppruna okkar?

Jóhann Elíasson, 16.6.2007 kl. 11:02

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég er sannfærður um að alþjóðavæðingin með internetið í fararbroddi eigi eftir að leysa byggðavandann á Íslandi. Fyrirtæki sem er í starfsemi sem krefst ekki ákveðinnar staðsetningar, t.d. hýsingu eða verslun á netinu, gæti allt eins verið á Þórshöfn og í Hafnarfirði. Þórshöfn hefur það fram yfir Hafnarfjörð að þar er húsnæði ódýrt. Í því felast sóknarfæri landsbyggðarinnar. En nú bregður svo við að Íbðúðalánasjóður stendur í vegi fyrir því að fasteignaviðskipti gangi eðlilega fyrir sig þar, ef ég man rétt. 

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.6.2007 kl. 08:33

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki viss um að internetið og alþjóðavæðingin leysi byggðavandann nema að hluta til, við höfum fengið eitt extreme dæmi um að Íbúðalánasjóður hafi haft óðlileg áhrif á sölu fasteignar á Raufarhöfn (það vill nú svo til að ég bjó í uppundir 17 ár á Þórshöfn og þekki svolítið til bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn og það veit ég að sá maður sem var í viðtali sjónvarpsins á Raufarhöfn er nú ekki alltaf að láta "sannleikann" þvælast fyrir sér, hagræðir honum eftir hentugleika hverju sinni) og varðandi þetta mál fengum við aðeins aðra hliðina á málinu.

Þegar ég var í skóla úti í Noregi um 1990 (lærði rekstrarfæði með aðaláherslu á markaðsfræði)var mikið talað um verslun á netinu en þeir spádómar hafa ekki gengið eftir nema að litlu leyti, málið er að fólk verslar vissa hluti á netinu en dagleg neysluvara er áfram fengin á gamla mátann og eins og við vitum báðir tæknin er til staðar en hún er lítið notuð.

Jóhann Elíasson, 17.6.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband