Hver er utanríkisráðherra?

Í hádegisfréttum á RUV áðan, talaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, um það að það ynni með okkur Íslendingum að standa utan ESB í framboði okkar til að fá sæti í öryggisráðinu.  Hún hefur hingað til verið harðasti talsmaður þess að Ísland gangi í ESB, kjósendur hennar hljóta að spyrja hvað sé í gangi?  Ætli Sjálfstæðisgengið sé búið að þagga niður í henni að hún viti ekki hvort hún sé að koma eða fara lengur, eða gerir hún bara allt fyrir ráðherrastólinn?  Svo hefur hún að sjálfsögðu "góðan" aðstoðarmann þar sem Kristrún Heimisdóttir er, en alltaf þegar ISG, hefur "blaðrað" einhverja vitleysu (sem gerist ansi oft að mínu mat) og er flokksapparatinu ekki að skapi, þá er Kristrún Heimisdóttir kölluð til, til að lágmarka þann skaða sem ISG  hefur valdið með ummælum sínum.

Ef þessi ummæli eru skoðuð, þá er ég ekki viss um hver er utanríkisráðherra á Íslandi, Geir Haarde eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu þetta er er með eindæmum /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.6.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við erum greinilega skoðanabræður að mörgu leiti.

Jóhann Elíasson, 29.6.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Heyrði að hún hefði farið út á one way ticket. Vonandi satt!!!

Hallgrímur Guðmundsson, 30.6.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður getur látið sig dreyma!!

Jóhann Elíasson, 30.6.2007 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband