Vissulega lýtur þetta mjög vel út og útlit fyrir skemmtilegan kappakstur á morgun.

Og enn sýndi Spænski fýlupokinn hversu góður ökumaður hann er, menn verða bara að viðurkenna það að Renault bíllinn er alls ekki til stórræðanna og Alonso sýnir það og sannar hvað hann getur gert með bíl sem er rétt fyrir ofan meðallag.  Hann hefur nú aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér, aðallega á nú persónuleikinn upp á pallborðið, en það verður að viðurkennast að þeir eru ekki margir ökumennirnir sem slá honum við á brautinni.  Það hvað BMW ökumennirnir voru aftarlega voru mikil vonbrigði en ég á ekki von á því að Hamilton leiki sér að því að fara fram úr Heidfeld á morgun.
mbl.is Räikkönen vinnur 200. ráspól Ferrariliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Hér í Frakklandi gleðjumst við yfir upprisu Renault og vonum hið besta á morgun. Vonandi hverfa Ferrarifákarnir ekki úr augsýn of fljótt. Svona til gamans spái ég því að Alonso komist upp á milli þeirra í ræsingunni.

Það vakti athygli mína, að Ferraribílarnir voru á mýkri dekkjunum í lokalotunni en margir hinna, þ.á.m. Renault, á harðari dekkjunum. Fróðlegt verður að sjá hvernig dekkjaherfræðin leggst út í kappakstrinum og hvaða áhrif hún hafi á keppnisáætlanir að öðru leyti.

Spurningin er hvort Ferraribílarnir hafi e.t.v. verið eitthvað þyngri að bensíni og treyst á límingu mýrki dekkjanna við brautina til að ná góðum hraða í tímatökunum til að tryggja sér góða stöðu á rásmarki. Séu þeir með sama bensínmagn og t.d. Alonso bendir hraði hans á hörðum dekkjum til að hann gæti haft í tré við þá skarlatsrauðu keppninni, fari svo að þar verði allir á harðari dekkjunum til að byrja með.

Það verður alla vega fróðlegt að fylgjast með og sjá hvað gerist.

Tek  undir með þér varðandi BMW en gaman er að sjá þá uppstokkun sem varð á rásmarkinu með Trulli á fjórða rásstað og Red Bull menn fyrir aftan Kovalainen og Kubica. Gæti trúað að stefni í skemmtilegan kappakstur.

Ágúst Ásgeirsson, 21.6.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er sammála því að Alonso gæti náð öðru sætinu af Massa (hann verður á betri hlið brautarinnar) en ég held að Kimi haldi fyrsta sætinu.  En mér finnst alveg með ólíkindum hvað Alonso nær út úr Renaultinum, því eins og ég sagði þá er hann ekki nema rétt rúmlega í meðallagi.  Ég vona að þetta sé bara tímabundin lægð hjá BMW því þeir hafa sett mikinn og skemmtilegan svip á formúluna þetta tímabilið og ekki má nú gleyma Coulthard og það er nokkuð öruggt að kappaksturinn á morgun verður skemmtilegur.

Jóhann Elíasson, 21.6.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband