Ekki er nú þroskinn neitt að þvælast fyrir mönnum!

Þarf ekki að gera einhverjar lágmarkskröfur til manna, hvað varðar andlegan þroska, áður en þeir fá bílpróf?  Aldurinn virðist ekki segja mikið til um það hversu miklum andlegum þroska menn hafa náð.  Það væri kannski ráð að einstaklingar, sem taka bifreiðapróf, taki einnig þroskapróf hjá sálfræðingi þar sem þeir verða að standast ákveðið lágmark.
mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skil ekki hvað þeim gengur til ... eru þeir að reyna að sýnast vera svalir í augun á 13 - 15 ára börnum ? eru tvítugir strákar að gera sér dælt við 13 - 15 ára stelpur ? þetta er háalvarlegt mál svona fávitagangur og svo vakna upp spurningar hverjum þeir héldu að þeir væru að ganga í augun á, spurning að senda þá í sálfræðimat og greindarpróf.

Sævar Einarsson, 25.8.2008 kl. 13:27

2 identicon

Svipta þessi óþroskuðu fífl ökuskírteinum og gera bílinn upptækan !!!

Stefán (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ökukennaranám er í dag 30 eininga háskólanám og þar er farið m.a. í þroskasálfræði og fleira í þeim dúr. Það kemur samt ekki í veg fyrir að sumir hegði sér með þessum hætti þegar þeir eru komnir með teinið í hendurnar, því miður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

En Gunnar eru nemendurnir nokkuð látnir í sálfræðimat?

Jóhann Elíasson, 25.8.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ef ökukennarinn telur þess þurfa. Hann metur það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir greinagóðar upplýsingar!

Jóhann Elíasson, 25.8.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þarna hefur sem sagt ökukennarinn klikkað illilega, eins og oftar...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 23:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það held ég ekki. Hins vegar er ekki ólíklegt að hann þurfi að taka prófið aftur og þá væntanlega kafað dýpra í hann í kennslunni. Annars hef ég heyrt að svona vitleysingar eigi erfitt með að fá kennara til að kenna sér þegar þeir koma aftur.

Það er nú þannig að erfitt er að neita manneskju um að fá bílpróf, jafnvel þó grunur leiki á að viðkomandi hafi lítinn þroska. Greindarskert fólk fær t.d. bílpróf, enda getur það alveg orðið ágætis bílstjórar. Það þarf bara að taka þá vel í gegn þegar þessir vitleysingar koma aftur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég þekki sjálfur þó nokkra "greindarskerta" einstaklinga með próf sem eru góðir bílstjórar og þar af einn atvinnubílstjóra, allt vandaðir og góðir einstaklingar sem aldrei mundu gera neitt af sér og alls ekki á bílnum.

Það er nú málið að það þarf ekki að liggja í augum uppi að það sé ekki allt í lagi, getur meira að segja verið í lagi þegar prófið er tekið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 10:10

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í mínum huga er stór munur á "greindarskertum" manni og óþroskuðum einstaklingi.  Sá "greindarskerti" er í flestum tilfellum mjög ábyrgur og oftast er hann einhver sá besti starfskraftur sem hægt er að fá og þá til ákveðinna starfa þeirra sem ekki gera miklar kröfur til andlegs atgerfis en sá óþroskaði er "úti á túni" í flestum tilfellum.

Jóhann Elíasson, 26.8.2008 kl. 11:30

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já, það er þannig Jóhann.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband