AFEITRUN - er það rétta orðið yfir ástandið??

Fólk sem er langt leitt af langvarandi neyslu áfengis og fíkniefna fer í "afeitrun" en fyrirtæki, sem hafa orðið illa úti vegna efnahagshrunsins, er ekki eitthvað annað að hrjá þau?  Það er alltaf verið að tala um aðgerðir til þess að "bjarga" fyrirtækjunum en hvenær á að fara í aðgerðir til að "bjarga" almenningi, hvenær átta menn sig á því að almenningur er hluti "efnahagskeðjunnar" og án hans (almennings) verða engin fyrirtæki?  Hagkerfið er samansett af ÞREMUR meginstoðum; Hinu opinbera - fyrirtækjunum og almenningi.  Höfum það í huga að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
mbl.is Reksturinn afeitraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Að bjarga fyrirtækjum er hið sama og að bjarga almenningi. Hvaðan heldur þú að almenningur fái launin sín?

Liberal, 4.1.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einmitt Liberal, en ef almenningur "hættir" að vera "virkur" og hreinlega flýr land hver á þá að kaupa framleiðslu fyrirtækjanna?  En með því að bjarga fyrirtækjunum er aðeins verið að bjarga almenningi að mjög litlum hluta, vonandi getur þú séð það?

Jóhann Elíasson, 4.1.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband