Þarna sýna HVALASKOÐUNARMENN hug sinn!!!!!!!

Hugsunin er afskaplega lítilfjörleg og ekki öðru megin á hund en hugurinn stendur til að ALLAR hvalveiðar verði BANNAÐAR með öllu.  Þeim finnst skilgreindu "hvalaskoðunarsvæðin" allt of lítil og þrengt að starfseminni, en það mætti kannski minna þá á að hrefnuveiðar hófust hér á landi 1913 en hvalaskoðanir 1995 og ALLAR hvalaskoðanir fara fram á HEFÐBUNDNUM veiðisvæðum og ef ætti að fara útí að ræða HEFÐIR er ekki nokkrum vafa bundið hvar slíkt myndi lenda.  Ekki hafa hvalaskoðunarmenn haft fyrir því að skoða Kanadíska doktorsritgerð en þar er því haldið fram að hvalaskoðunarbátar valdi því að "staðsetningarbúnaður" hvala verði fyrir skaða vegna HEYRNARSKAÐA sem hvalaskoðunarbátarnir valdi, vegna þess að þeir sigla of nálægt hvölunum.  Þar af leiðandi reina hvalirnir að "FORÐA" sér lengra frá landi.  Umrædd doktorsritgerð heitir: The affects of whale watching on humback whales in New Foundland , eftir Corbell,2006 en í þessari skýrslu koma fram nýjar og nýstárlegar kenningar um áhrif hvalaskoðana á hvali og lífshætti þeirra.  Í skýrslunni er talað um að hvalaskoðanabátarnir séu flestir komnir til ára sinna og með gamlar og háværar dísilvélar, sem hafi þau áhrif á hvalina að þeir missi heyrn og "staðsetningakerfi" þeirra ruglist, þarna sé komin skýringin á því að þeir séu komnir á dýpra vatn og séu bara einfaldlega að forðast hvalaskoðunarbátana.  En hvölunum verður ekki kápan úr því klæðinu því hvalaskoðunarbátarnir elta þá bara.  Sé þetta rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að draga í efa en það skal tekið fram að þetta þyrfti að rannsaka betur, þá er þarna stór hluti skýringarinnar á fjölgun árekstra milli hvala og skipa og því að "hvalrekum" hefur fjölgað eins gríðarlega og raunin er, en ég er á því að stærsti orsakavaldurinn sé hin gríðarlega fjölgun hvala, sem hefur verið síðan hvalveiðibannið tók gildi 1986.
mbl.is Skora á sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér jói

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband