FALLINN ENGILL!!!!?????!!!!!!

Oft hef ég vellt því fyrir mér og aldrei komist að neinni niðurstöðu, hvernig stendur eiginlega á því, að fólk verður að einhverjum dýrlingum og verður svo gott við það eitt að deyja? Þessi virðist ætla að verða raunin með Michael Jackson, ekki dettur mér í hug að bera á móti því að maðurinn VAR hreinn snillingur á sínu sviði fyrir 30 árum og þá komst enginn með tærnar þar sem hann hafði hælana en það má segja að síðustu 20 - 25 árin hafi hann lifað á fornri frægð og einkum var hann þekktur fyrir furðuleg uppátæki sín og skrítið líferni sitt og nokkuð oft "rataði" hann á síður slúðurblaðanna.  Hann reyndi nokkuð oft að endurheimta fyrri frægð en tókst ekki, hann var að undirbúa eina slíka er hann lést.  Það er nokkuð öruggt að fallinn er frá maður sem skilur eftir sig stór spor í poppsögunni en ég skrifa ekki undir það að það sé mikill harmur og veröldin sé ekki söm og áður.
mbl.is Jackson í 15 efstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Jóhann.  Maðurinn var algjör snillingur þegar kom að tónlist.  Ég man þegar Thriller platan kom út, þá fór ég nokkuð margar ferðir í plötubúðina til þess að eignast Thriller.  En hann var eins og margir snillingar, stórfurðulegur.  En það kemur aldrei annar Michael Jackson.

Gummi (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 12:56

2 identicon

Nákvæmlega, sömu fjölmiðlamenn og smjöttuðu a meintu barnaníð hans eru nú með grátstafina í kverkunum og tala um mikinn missi.

Tóti (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband