Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Eru Grænfriðungar alveg að missa sig??

Ég vissi það alltaf að þetta fólk ætti "bágt" en að það væri svona illa komið fyrir því datt mér nú ekki í hug.  En eins og fram kemur í tilkynningu frá Grænfriðungum, þá álíta þeir að útflutningsleyfið fyrir kjötinu af þessum 7 langreiðum hafi bara verið vinargreiði við Kristján Loftsson og svo bíta þeir hausinn af skömminni og bæta því við að þarna sé bara um að ræða að "smygltilraun" á kjötinu að ræða.  Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að leifa sér að segja og halda fram, þarna er verið að halda því fram að Íslensk stjórnvöld sé aðili að "smygli" og í það minnsta ólöglegri sölu.  Ætla Íslensk stjórnvöld að sitja aðgerðalaus undir þessum þvættingi?  Svo kemur formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem einnig er stjórnarmaður Grænfriðunga, fram í sjónvarpsfréttum og "lýgur" þar alveg blákalt að Langreyður og Hrefna séu í útrýmingarhættu.  Hvort var maðurinn að koma fram sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands eða stjórnarmaður Grænfriðunga?  Það er algjör lágmarkskrafa að maður í hans stöðu (formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands) fari með rétt mál þegar hann kemur fram í fjölmiðlum.
mbl.is Grænfriðungar biðla til japanskra stjórnvalda
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Engin frétt þótt meðlimir útlagastjórnarinnar séu erlendis....

...það væri hinsvegar stórfrétt ef til kæmi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri á landinu og gegndi af einhverju viti því embætti sem hún er nú í.
mbl.is Utanríkisráðherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreytt ástand þegar þú átt leið um Hvaleyrarholt.......

Hvaleyrarlónið er fallegt en það er engin paradís.  Ég er búinn að búa á holtinu í rúmlega 30 ár, fyrstu árin sem ég bjó þar kom alltaf einhver bölvuð drullufíla þarna yfir á sumrin og vildu menn kenna um fiskimjölsverksmiðju, sem þarna var staðsett, en svo hætti fiskimjölsverksmiðjan starfsemi en lyktin var áfram, þá var farið út í að kenna litlum fiskverkendum, sem voru þarna um ósómann.  En það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem það uppgötvaðist að í Hvaleyrarlóninu er svo mikil rotnun, lónið tæmist svo til alveg á fjöru, að þessi drullupest sem liggur yfir Hvaleyrarholtinu og er náttúrulega alverst á sólríkum sumardögum, kemur úr lóninu.  En vegna þess að það eru einhverjir fjórir Flórgoðaræflar sem verpa þarna, má ekkert hreyfa við þessu og nú á alveg að friða þetta, vonandi eru þeir sem fyrir þessari friðun standa, búnir að finna einhverja "patentlausn" á þessu vandamáli okkar sem búum uppi á Holti.
mbl.is Vilja friðlýsa fimm svæði í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar sem allra fyrst og ekkert múður!!!!

Fá bara Japani, hingað á miðin með sín "verksmiðjuskip" þeir geta ráðið Kristján Loftsson sem undirverktaka til að veiða hvalina fyrir sig en sjálfir fá þeir skrokkana og þá erum við laus við alla markaðssetningu og sölu á þessu kjöti og getum einbeitt okkur að hrefnuveiðum til að metta hinn ört stækkandi innanlandsmarkað fyrir hrefnukjöt.  Þessi stórkostlega hugmynd er komin frá Hafsteini Viðari Ásgeirssyni frá Þorlákshöfn, kannski hann lumi á fleiri svona frábærum hugmyndum og hver veit nema hann og fleiri góðir menn gætu jafnvel "rétt kúrsinn" eitthvað af fyrir þá í Sjávarútvegsráðuneytinu?
mbl.is „Sjáum í þessu ágæt viðskiptatækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju bera hvalverndarsinnar við núna??????

Þegar búið er að selja allt hvalkjötið úr landi og greinilegt að eftirspurnin eftir hvalkjöti er meiri en framboðið.  Annars er best hugmyndin hans Hafsteins Viðars Ásgeirssonar þess efnis, að Íslendingar ættu bara að fá Japani eða Kóreumenn sem verktaka til þess að veiða hvalina, þeir yrðu verktakar og innifalið í þeirra samningum yrði að þeir fengju að hirða veiðina.  Með því móti losnuðu Íslendingar við sölu og markaðssetningu á þessum afurðum og við gætum einbeitt okkur að hrefnuveiðum til þess að sinna ört vaxandi eftirspurn eftir hrefnukjöti hér á innanlandsmarkaði.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband