Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

HVAÐ VARÐ UM ÞORSKINN??????

Um daginn kom togari frá HB Granda, til hafnar með mettafla, megnið af aflanum var þorskur u.þb 77% en restin var ýsa.  Skipið var á veiðum á vestfjarðamiðum, ásamt miklum fjölda annarra skipa.  Viðkomandi skip var vel sett hvað þorskkvóta varðaði og fiskirí var gott og hlutföllin í hverju hali voru að mestu leiti 2/3 þorskur og 1/3 ýsa.  Á þessu sama svæði voru yfirleitt um 20 skip en flest voru nú orðin nokkuð kvótalítil af þorski.  En það sem vekur sérstaklega athygli mína er, að skip sem voru samskipa þessu skipi, hafa verið að landa nær eingöngu ýsu, þeir lönduðu ekki einu einasta flaki af þorski, hvað varð eiginlega um þorskinn?  Þegar ég var á sjónum, dugði ekki að setja skilti á höfuðlínuna sem á stóð: EINGÖNGU FYRIR ÝSU eða EINGÖNGU FYRIR ÞORSKhelv... tittirnir kunnu ekki að lesa.  Sjávarútvegsráðherra segir ekkert brottkast í gangi og framkvæmdastjóri LÍÚ sver og sárt við leggur að ekkert misjafnt sé í gangi.  Þegar ég var ungur var sagt að tungan í manni yrði svört ef maður skrökvaði.  Hefur verið skoðað uppí þessa menn?

Að þessi spotti skuli vera kallaður HEILT Drangeyjarsund er barasta hneysa og ekkert annað!

Í Grettissögu er greint frá því að eldurinn hafi "kulnað" og því hafi Grettir orðið að synda í land eftir eldi og þá sér það hver heilvita maður að hann syndi frá Drangey og til lands og síðan frá landi út í Drangey með eldinn og þannig ætti Drangeyjarsund að vera, nema það mætti sleppa eldinum.  Svo eru menn að hreykja sér af því að komast á sundi út í Drangey, menn eru með bát fullan af aðstoðarfólki, mat og drykk og ég veit ekki hvað og svo geta þeir leyft sér að fá "þursabit" á leiðinni, þá eru þeir bara dregnir upp í bátinn og allt í lagi, kallgreyið hann Grettir hefði bara sokkið og enginn hefði vitað neitt.  Og svo finnst mönnum það mikið afrek að komast þetta spottakorn frá Reykjum yfir í Drangey, menn verða að gera sér grein fyrir því að Grettir fór fram og til baka hérna í denn ÞAÐ VAR HEILT DRANGEYJARSUND.
mbl.is Hætti við Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÆKKANIR á heimsmarkaðsverði hafa engin áhrif á verðið hér á landi

.... eingöngu hækkanir ég hélt að allir væru búnir að ná þessu og svo eru einhverjir að röfla yfir þessu fyrirkomulagi, FÍB og neytendasamtökin, þessir aðilar virðast ekki enn vera búnir að gera sér grein fyrir því að þeir eiga að hætta að míga upp í vindinn og sætta sig bara við það verð sem olíufélögin ákveða hverju sinni.
mbl.is Eldsneytisverð stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar setja riðilinn í alvarlegt uppnám!!!!

..... og Danirnir verða bara að eiga "virkilega" góðan dag til að þeir komist í úrslit.  Það er eiginlega útilokað að þeir fái Svíana, þá sömu og dæmdu Íslendingaleikinn, kannski þurfa þeir bara að vinna leikinn án utanaðkomandi hjálpar og það getur reynst þrautin þyngri.
mbl.is Rússar unnu stórsigur á Suður Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttum bara þakka fyrir jafnteflið!

Þetta var tvímælalaust slakasti leikur okkar manna á ólimpíuleikunum, það er bara vonandi að slöku leikirnir verði ekki fleiri, það er bara vonandi að það hafi orðið spennufall hjá "strákunum" þegar þeir voru búnir að tryggja sig áfram.  En það má kannski benda mönnum á að það er betra að vakna FYRIR leikina.
mbl.is Aftur gerði Ísland jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarnt!!!

Danski þjálfarinn var ekkert að tala um alla dómana sem voru þeim hagstæðir í þessum leik (sem voru, að margra mati óeðlilega margir) og þá nefni ég sérstaklega "rauða spjaldið" sem Logi fékk en nokkru síðar varð svipað atvik hinu megin á vellinum, bara mikið grófara, þá fékk Daninn, sem átti í hlut, einungis tvær mínútur, kannski ætti nú líka að bera saman bera saman "brottvísanirnar" svona mætti telja upp mörg tilvik.  Þegar yfir heildina er litið þá voru þessi úrslit bara "sanngjörn".
mbl.is Ótrúleg seigla í íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður sem veit hvað hann syngur.

Hvað sem segja má um Móra þá eru fáir sem hafa meira vit á boltanum, en sumir myndu nú bara segja "Oft ratast kjöftugum satt á munn".
mbl.is Mourinho hefur trú á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gröf Fred Flindstone fundin??!!!!???

Vilma er þarna örugglega og þá eru Barney og Bettý ekki langt undan.  Þarna hafa víst fundist flest "heimilistæki" þeirra hjóna ásamt farartækjum. 


mbl.is Vísindamenn fundu stærðarinnar grafreit frá steinöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu.  - "Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,"  spurði hún. Addi leit upp og sagði:  "Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul." - "Já, ég man vel eftir því," sagði Bimba.  - "Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?"  - "Já, ég man líka vel eftir því."  -"Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi."  - "Já, ég man vel eftir þessu elskan mín," sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði:  "Veistu... ég hefði losnað út í dag!"

Hvaðan kemur RUMPSTEIK?

Ég var að skoða Hagkaupsbæklinginn áðan og þá rakst ég á eitthvað sem heitir "rumpsteik".  Ég er ekki alveg viss en þegar ég var í sveitinni í "gamla" daga var talað um að gefa manni spark í rumpinn en það þýddi að sparka í óæðri endann á manni. Er þá ekki Íslenska þýðingin yfir "rumpsteik" RASS-STEIK?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband