Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

FREKAR ÞÓTTI MÉR NÚ KEPPNIN LITLAUS..................

En þó voru einstaka atburðir til þess að lífga upp á hana.  Fyrst ber þó að nefna ræsinguna, en það verður ekki af Button tekið að "startið" hjá honum var alveg frábært og það að ná fyrsta sætinu  af Alonso, sem er þekktur fyrir það að vera snöggur í ræsingunni, eru engir aukvisar sem gera og það sem meira er að fastlega má gera ráð fyrir því að Alonso og Massa hafi verið búnir að ráðgera einhvers konar samvinnu fyrir mótið.  "Snertingin" hjá Hamilton og Massa rétt eftir startið var alveg skelfileg og ég hélt ekki að maður með þá reynslu sem Hamilton hefur gerði ekki svona mistök og þetta axarskaft gæti reynst honum dýrkeypt þegar upp verður staðið.  fátt spennandi gerðist í fyrri hluta kappakstursins, Alonso fylgdi Button eins og skugginn og Massa var ekki langt undan.  Það var ekki fyrr en Button tók sitt "dekkjahlé" (flestir kalla þetta þjónustuhlé en ég veit ekki til að nokkuð sé gert nema skipta um dekk) að Alonso tók einn hring í viðbót og keyrði þá eins og "sá ljóti sjálfur" væri á eftir honum og strax eftir það tók hann sitt "dekkjahlé".  Það var ekki fyrr en Alonso kom út úr sínu "dekkjahléi", rétt fyrir framan Button, að við fengum að sjá smá stöðuslag en það var greinilegt að Alonso var töluvert hraðari og stakk hann af og bilið í Button var "þægilegt" það sem eftir lifði keppni.  "dekkjahléið" hjá Vettel, sem hann tók fyrir síðasta hring, var svo það síðasta sem hleypti einhverju "lífi" í þessa keppni en annars hefði maður nú ekki misst af miklu ef eitthvað annað hefði verið gert en að horfa á þetta, mér er sagt að "Silfrið" hafi verið ágætt.
mbl.is Alonso: Stöðugleiki lykillinn að titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STATUS QUO............................................

Sama spillingin og var fyrir hrun - eini munurinn er að hún er sýnilegri núna................
mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning - auðvitað Á að kæra ALLA RÁÐHERRANA sem voru í HRUNSTJÓRNINNI............

Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver BREYTING hefur orðið, eftir að þingnefndin birtir skýrslu sína, eða hvort við búum í SAMA SPILLINGARÞJÓÐFÉLAGINU og FYRIR HRUN??????
mbl.is Skýrslan kynnt í þingflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSU "KLÚÐRI" VERÐUR EKKI BJARGAÐ!!!!!!!!!!!!

Það er náttúrulega búið að "henda" þvílíkum fjármunum, að sjálfsögðu almannafé í þessa  skammvinnu "glansmynd", að mönnum finnst að sjálfsögðu ekki réttlætanlegt að gefast upp alveg strax.  En hversu mikla fjármuni er "réttlætanlegt" að setja í lífgunartilraunir á þessari höfn, áður en menn viðurkenna mistök?????
mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆTLI TÖLVA BORGARSTJÓRANS HAFI "SMITAST" AF ÞESSUM VÍRUS????

Eða ætli hann hafi verið að segja satt þegar hann sagðist aldrei fara inn á klámsíður?????
mbl.is Kynlífsvírus breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"EKKI LÝGUR MOGGINN"................................

Var einhvern tímann sagt.  Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það eins og annað en ég hef engar sannanir fyrir því að Mogginn hafi logið til þessa en aftur á móti veit ég mörg dæmi þess að forsætisráðherra hafi logið að þjóðinni undanfarið svo ég kýs að taka Moggann trúanlegan í þetta skipti.
mbl.is Segist ekki hafa beitt þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

     

Maður nokkur var að leggja blóm á leiði og sá álengdar að Kínverji kom með fullan bolla af hrísgrjónum og lagði á næsta leiði.

  • "Hvenær haldið þér að hinn framliðni vinur yðar muni koma upp úr gröf sinni til að borða hrísgrjónin?" Spurði hann og gætti háðs í röddinni.

 

  • "Um svipað leyti og vinur yðar kemur upp úr gröf sinni til að anda að sér ilm blómanna," svaraði Kínverjinn hæversklega.

ÁGÆTT AÐ KENNA VEIKINDUM UM VITLEYSUR SEM ERU GERÐAR!!!!!!

En hvað fleira e að hrjá hann?????  Hann kenndi því um að hann hefði hætt að reykja um geðvonskukast sem greip hann og hann setti einhverja skrítna færslu inn á "facebook-síðuna sína", hann segist vera með "tourette" og ADHD, eru einhverjir fleiri sjúkdómar að hrjá hann sem eiga bara eftir að koma í ljós?????? Svo var nokkuð athyglisvert að heyra hann segja það að íaði að því að hann hefði nú ekkert frekar hugsað sér að fara að tilmælum borgarráðs, um það hvernig hann ætti að haga sér í framtíðinni...........
mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það nokkur spurning að það ætti að birta ÖLLUM ákæru sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde?????

Ég get ekki séð að þetta sé mjög flókið mál.  ALLIR sem voru ráðherrar í þeirri ríkisstjórn áttu að vita hvað var í gangi og ALLIR eru þeir sekir um að hafa grafið höfuðið í sandinn og "hunsað" aðvaranir.
mbl.is Ágreiningur um hve marga ætti að ákæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"SNILLINGURINN" MÁLAR SIG ÚT Í HORN................

Nú er bara að koma enn betur  í ljós að þetta framboð var bara lélegur "aulabrandari", sem á eftir að valda Reykvíkingum miklum skaða en þetta kusu menn yfir sig og verða víst að bíta úr nálinni með það.  Harðir stuðningsmenn hans segja: "EIGUM VIÐ EKKI AÐ BÍÐA OG SJÁ TIL"???? - að BÍÐA er eitthvað sem við höfum EKKI efni á og ég segi bara; BÍÐA EFTIR HVERJU????  Að tunglið verði fjólugulgrænt og BEZTI flokkurinn fari að gera eitthvað af viti?????
mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband