NÚ ER FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ STALDRA VIÐ OG SKOÐA "RAUNVERULEGAR EIGNIR" LÍFEYRISSJÓÐANNA.....

Hvers konar blekkingar eru eiginlega í gangi?  Ef skoðaðar eru, í samhengi, eignir lífeyrissjóðanna og skuldbyndingar lýtur dæmið þannig út að þeir eru gjaldþrota.  Það er alltaf verið að tala um að lífeyrissjóðirnir "eigi" svo mikið, en það er aldrei talað um að hvergi nokkur staðar er bruðlað jafn mikið með peninga landsmanna eins og einmitt í lífeyrissjóðakerfinu og jafn mikið um falsanir og einmitt þar.  Sem dæmi má nefna að þegar rekstrarkostnaður þeirra er gagnrýndur, þá koma forsvarsmenn lífeeyrissjóanna fram og segja að rekstrarkostnaðurinn sé aðein rúmlega EITT PRÓSENT, jú hann er rúmlega eitt prósent  AF EIGNUM LÍFEYRISSJÓÐANA EN EF MIÐAÐ ER VIÐ TEKJUR ÞEIRRA (IÐGJÖLD SEM RENNA TIL ÞEIRRA FRÁ FÉLAGSMÖNNUM), ER HLUTFALLIÐ RÚM FIMM PRÓSENTEignir lífeyrissjóðanna aukast alltaf en þær aukast EKKI til jafns við skuldbindingarnar og því er gripið til þess að MINNKA lífeyrisréttindi félagsmannanna og haldi sú þróun áfram verða þau orðin ansi lítils virði þegar upp verður staðiðEn lífeyrissjóðirnir geta víst alveg keypt upp atvinnulífið á Íslandi, vonandi er sú fjárfesting svo góð að þeir geti staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar gagnvart félagsönnum sínum.............


mbl.is Íslenskir lífeyrissjóðir sterkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það lækkar sífellt hlutfall þeirra sem borga í lífeyrissjóð og þeira sem þiggja.

Svoleiðis er það allsstaðar í hinum vestræna heimi.

Bankarnir gerðu harða hríð að því að ná til sín eignum lífeyrissjóðanna fyrir hrun og tókst að plata marga þeirra til að skipta á erlendum hlutabréfum fyrir hlutabréf í bönkunum.

Núna er reynt að fá lífeyrissjóðina til að eiga bankana og þá verða hæg heimatökin að láta þá hafa "rétta" fjárfestingarstefnu.

Grímur (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 17:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Grímur, án þess að fara út í "fjárfestingasefnu" lífeyrissjóðanna, er ágætt að það komi fram að þegar fyrirtæki eiga ekki fyrir skuldum ERU ÞAU UNTANTEKNINGALÍTIÐ ÚRSKURÐUÐ GJALDÞROTA. En lífeyrissjóðirnir virðast lúta eitthvað öðrum lögmálum, þeir viðast getað AFSKRIFAÐ skuldir sínar eftir hentugleika (lífeyrisskuldbyndingar lífeyrissjóðanna eru náttúrulega ekkert annað en skuldir), ég veit ekki um nein fyrirtæki sem hafa þennan mögleika.

Jóhann Elíasson, 21.11.2015 kl. 18:05

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Við eigum að leggja inn á okkar eigin lífeyrissjóð.

Ómar Gíslason, 21.11.2015 kl. 18:11

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar er með þetta á hreinu, það eiga allir að vera með sína sér lífeyrisreikninga, hér í USA köllum við þá Individual Retirement Accounts (IRA).

Eigandi getur lagt inn maximum leyfilegt hvert ár eða minna og atvinnurekandinn leggur inn á reikninginn samkvæmt samning. Það sem er lagt inn er skattfrjálst, en þegar tekið er út af reikningnum þá er það skattlagt. Þetta er nokkuð svipað og séreignar sjóðir á Íslandi.

Ég er með tvennskonar IRA reikninga, annar er sem ég set inn skattfritt og IRA sem ég borga skatta af því sem ég legg inn, en þegar ég tek út af þeim reikning þá er það skatt frítt, ég kalla það license to steal. 

Á þessum IRA reikningum þá er ég með ávöxtun yfir 11% siðan að ég byrjaði að stjórna þeim algjörlega sjálfur. Því miður notaði ég aðra til að stjórna reikningunum í allt of langan tíma.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.11.2015 kl. 19:30

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er þetta eina vitið, nafni.  Þetta miðstýrða lífeyrissjóðakerfi, sem er búið að "ljúga" inn á okkur Íslendinga og búið að telja fólki trú um að sé svo rosalega gott (sem er algjört kjaftæði og eins fjarri sannleikanum og hægt er), er eitthvað það mesta svindl sem hægt er að hugsa sér.  Hann Ómar vann sem lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri mög gott verkefni um lífeyrissjóina og er þessi skýrsla aðgengileg á "Skemmunni" (skemman.is)og er öllum opin sem vilja kynna sér efni hennar.  Ein bók gjörbreytti hugsunarhætti mínu varðandi þessi mál, en sú bók er eftir Anthony Robbins og heitir Money Master The Game.

Kveðja af Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 21.11.2015 kl. 21:04

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Betra er seint en aldrei, að þú Jóhann drullaðist til þess að viðurkenna, þú sem mærir framsjalla hvar sem þú getur. En þeir hafa stjórnað þessu kerfi, svo lengi sem menn muna. Húrra fyrir þér!!!

Jónas Ómar Snorrason, 22.11.2015 kl. 04:11

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, stjórnmálaskoðanir mínar hafa EKKERT með þessa færslu að gera.  Ég veit ekki betur en að verkalýðshreyfingin hafi haft þarna sterkustu ítökin í gegnum árin og svokallaðir framsjallar þínir eiga ekkert skylt við hana og hafa aldrei átt.wink

Jóhann Elíasson, 22.11.2015 kl. 10:43

8 identicon

Árið 1995 lagði Guðni Ágústsson fram frumvarp um að einstaklingar hefðu sína eigin lífeyrisjóði.

Svona svipað eins og með sparimerkin, fyrir þá sem muna.

Kommarnir héldu varla vatni yfir því að einhverjum skyldi detta það í hug að leggja þetta

þjófakerfi niður. Við vitum öll hvernig þetta skrímsli er orðið í dag.

Því miður mun engin breyting verða á þessu vegna skulda lífeyrssjóða og þá sérstaklega,

lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, en sá sjóður stendur algjörlega fyrir því að öðru

kerfi verður ekki komið á. Árið 1995 var tækifæri, en það var eyðilagt.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband