Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag - gefum blóð!!!!!!!

Að fara í Blóðbankann á Snorrabrautinni er alveg sérstakt, starfsfólkið er engu líkt og viðmótið sem maður mætir er óviðjafnanlegt, nú og svo er kaffistofan örugglega sú besta á landinu og síðast en ekki síst þá getur ferðin í Blóðbankann orðið til þess að bæta líf einhvers og það er stærsti ágóðinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Bezti bankinn á landinu.

Innlitskvitt á þig félagi.

Kveðja

Einar Örn Einarsson, 12.6.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jóhann.  Ég hef tvisvar komið við á nýja staðnum og er þegar farinn að venjast honum.  En maður var svo vanafastur eftir sjötíu og eitthvað skipti á þeim gamla að maður vildi helst ekki láta breyta neinu. En konurnar eru hæstánægðar enda allt önnur vinnuaðstaða á þeim nýja. Blóðgjöf virkar mismunandi á menn og margvíslegur ávinningur því samfara. Fyrir mína parta; þá held ég að þetta virki eitthvað svipað á mig og kaþólikka sem fer að skrifta. Allavega finnst mér oft á leiðinni út að ég hafi látið gott af mér leiða - og ætti kannski skilið smá syndakvittun í staðinn.

Atli Hermannsson., 15.6.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er gott að vita til þess Atli að þér er farið að líka betur við nýja staðinn.  Starfsmenn hafa sagt mér það að aðstæðurnar á gamla staðnum voru ekki nokkrum manni bjóðandi en það var allt gert til þess að öllum liði vel og menn lögðu sig virkilega fram um það að aðstæðurnar kæmu ekki niður á starfseminni og vilja flestir meina að það hafi tekist mjög vel.  Alltaf líður mér vel eftir blóðgjöfina og eins og þú segir getur verið að maður hafi látið gott af sér leiða.  Ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma við í Blóðbankanum og gefa blóð, það kostar engan neitt en getur skipt sköpum fyrir einhvern.

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband