Full ástæða til að FLAGGA Í HÁLFA STÖNG.

Dagurinn er bjartur og fagur og lofar góðu en því miður byrjar einnig í dag nýtt fiskveiðiár.  Að sjálfsögðu ættu menn að vera yfir sig ánægðir með það, sérstaklega þeir sem ekki hafa getað róið til fiskjar undanfarna daga vegna kvótaleysis, en þetta fiskveiðiár, sem nú er að hefjast, verður að öllum líkindum endurtekning á síðasta fiskveiðiári, nema það verður að öllum líkindum verra ef eitthvað er.  Aflamark á þorski dróst saman um 33% síðasta fiskveiðiár og verður óbreytt á þessu ári.  Verð á leigukvóta hefur HÆKKAÐ upp úr öllu valdi en á sama tíma hefur verð á varanlegum aflaheimildum LÆKKAÐ.  Hvernig í ósköpunum má þetta vera?  Fyrst skulum við skoða leigukvótann, það segir sig alveg sjálft að rekstrarlega séð er MUN hagkvæmara að leigja kvótann út en að veiða hann sjálfur og ég tala nú ekki um þegar verðið er komið í 260 krónur fyrir kílóið.  En hvernig er þá eiginlega hægt að RÉTTLÆTA VERÐá aðföngum (því kvótinn er ekkert annað en hráefni) sem er nálægt því verði sem fæst fyrir aflann á fiskmörkuðum?  Svarið er náttúrulega einfalt:  ÞAÐ ER EKKI HÆGT.  En þeir sem kaupa á þessu verði gera þetta í þeim gamla góða anda að á meðan þeir rói séu þeir að draga björg í bú.   Kvótaeigandinn hagnast og það mikið, þjóðfélagið hagnasttil skamms tíma, því þessi vitleysa eykur þjóðartekjurnar en til lengri tíma litið TAPAR þjóðfélagið á þessu því kaupandinn endar með því að fara á hausinn og þá lækka þjóðartekjurnar og þeim fjölgar sem þurfa félagslega aðstoð.  Þá skulum við snúa okkur að Varanlegu aflaheimildunum; Samkvæmt öllum markaðslögmálum ættu þær að hafa HÆKKAÐ og það nokkuð mikið en þess í stað hafa þær LÆKKAÐ, ekki er ég nú alveg með töluna en eftir mínum heimildum er um að ræða 35-55%, þetta er nú ekkert smáræði en hver skyldi ástæðan vera?  Ástæðurnar eru sennilega margar, en að mínu mati er STÆRSTA ástæðan sú að aðilar markaðarins eru búnir að missa alla trú á kvótakerfinu, sem oft hefur verið talað um sem "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi" og flestir eru á því að það eigi að "kasta" því fyrst og fremst ætti að taka til hjá HAFRÓ, því það hefur sýnt sig að "rannsóknaraðferðir"  stofnunarinnar eru eitthvað sem leikskólakrakkar myndu aldrei láta sjá til sín hvað þá fullorðið fólk sem telur sig hátt yfir aðra hafið (þar liggur kannski vandinn) það virðist vera að yfirmenn HAFRÓ séu gjörsamlega veruleikafirrtir.  Á meðan menn HAFRÓ finna engan þorsk, þá eru sjómenn á stöðugum flótta, því það má hvergi dýfa niður veiðarfæri án þess að þar sé þorskur og hann er orðinn svo tæpur með æti að hann er farinn að éta undan sér fyrir mörgum árum síðan.

Hversu lengi ætla stjórnvöld að sofa á verðinum, ég hélt í fávisku minni, að stjórnvöld ættu að gæta hagsmuna ALLRAR þjóðarinnar ekki bara einhvers þröngs hagsmunahóps?  Kvótakerfinu hefur tekist að brjóta markaðslögmálin og það sem meira er, Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur úrskurðað að kvótakerfið brjóti mannréttindi, en samt er ekkert gert.  Hvað þarf eiginlega til?   Í tilefni dagsins hvet ég alla til að FLAGGA Í HÁLFA STÖNG, því þetta er sorgardagur í sögu lands og þjóðar og einnig hvet ég til að 1 september ár hvert verði þetta gert þar til kvótakerið hefur verið tekið af.


mbl.is Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er sko alveg á sama máli þarna en ég þekki ekki nóg til í sambandi við fiskveiðina hjá Dönum til þess að geta tjáð mig um það.

Jóhann Elíasson, 5.9.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Jóhann og þakka þér fyrir að benda mér á þessa frábæru færslu hjá þér.

Ég er í fríi núna og hef ekki mikið verið á blogginu síðan fyrir kvóta áramót.

Ef eitthvað er að þá myndi ég hallast að því að þetta með leiguverðið sé þessi klassíska spurning um framboð og eftirspurn. Sko það var 33% skerðing á þorskkvóta, þá hlýtur eftirspurn eftir þorskkvóta til leigu að aukast vegna þess að framboðið af þorski í sjónum er það mikið að hann verður óhjákvæmilegur meðafli á veiðum á öðrum tegundum, svona eins og ýsu og ufsa.

En hitt dæmið, verð á varanlegum þorskvóta er í algjöri andstöðu við markaðslögmálið. Eina sem mér persónulega dettur í hug er það lánastofnanir séu búnar að missa trúna á kerfinu og atvinnugreinini yfir höfuð. Það draga fáir 30 milljónir uppúr vasanum í dag til að kaupa 10 tonn af varanlegum þorski. Kannski er þetta sama lögmálið bara ólíkar forsendur.

Eða hvað heldur þú Jóhann?

Bestu kveðjur af Hellissandi.

Sigurbrandur Jakobsson, 6.9.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert bara helvíti góður í þessu og ég sem ætlaði að gera smá at í þér með þessu en það tókst nú ekki alveg.  Þú ættir kannski að íhuga að fara að kenna Markaðsfræðina Sigurbrandur, er ekki alltaf vandkvæði að fá Markaðsfræðikennara í "Tækniskólann"?  Ég kann bara engan veginn við nafnið.

Jóhann Elíasson, 7.9.2008 kl. 07:54

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þakka þér fyrir Jóhann. Þarna sérðu, líklega hef ég lært eitthvað þarna um árið. Það er nú það sama hjá mér að mér finnst nafnið Tækniskólinn ekki eiga vel við, en það er aldrei að vita hvað maður gerir, því höfuðborgarsvæðið togar enþá í. Svo er ég núna að bæta smá við mig í fjarnámi við Háskólan á Bifröst. Þetta er allt óráðið, og ekki nema von, óvissan í sjávarútvegi er mikill í dag.

Sigurbrandur Jakobsson, 7.9.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jóhann ég er bara að kvitta fyrir innlit. Þetta er ofur skiljanlegt það sem þú ert að tíunda þarna og kemur ekki á óvart. Ég tel að ástæða fyrir verðlækkun á varanlegum kvóta sé sú að bankarnir þora ekki að lána meira út á hann enda trúlega ekki meira veð í boði þar sem skerðing hefur orðið á "kvótaeigninni". Æ háværari kröfur um að breyta þessu kerfi hefur líka áhrif ekki síst eftir dóm mannréttindanefndarinnar. Bestu kveðjur á Hellissand og til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband