Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

FULLKOMINN AKSTUR OG ALGJÖRLEGA "FUMLAUS" ÞJÓNUSTUHLÉ....

Annað en hjá aðalkeppinautnum, það var alveg "skelfilegt" að horfa uppá dekkjaklúðrið í seinna þjónustuhléinu hjá Hamilton, en ég er nú á því að það hafi ekki ráðið neinu um úrslitin Barichello keyrði einfaldlega betur en Hamilton og átti sigurinn vissulega skilinn.  Það verður að horfa til þess að Barichello var þriðji á ráslínu á braut þar sem er svo til ómögulegt að komast framúr nema í þjónustuhléum og það var einmitt það sem hann gerði í fyrra þjónustuhléinu fór hann framúr Kovalainen og í því seinna tók hann Hamilton.  Það vakti líka athygli að Kovalainen mátti þakka fyrir að halda fjórða sætinu því Rosberg sótti mjög á hann í restina og hefði keppnin verið tveimur til þremur hringjum lengri er óvíst hvernig hefði farið.  Kannski Rosberg hafi verið að sýna McLaren mönnum að hann ætti fullt erindi í þennan bíl eftir að sá kvittur komst upp að Rosberg kæmi í stað Kovalainen?  Ég horfði á kappaksturinn á BBC 1 og það er virkilega gaman að því þegar David Coulthard og Eddie Jordan eru að taka viðtöl við ökumenn og fyrrverandi ökumenn og svo eru mörg kommentin þeirra alveg óborganleg.
mbl.is Barrichello vinnur sinn fyrsta sigur með Brawn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ EKKI SVONA SEM ER KALLAÐUR "EINBEITTUR BROTAVILJI"????

Auðvitað á að taka ökuréttindin af svona mönnum á staðnum.  Svona menn eru stórhættulegir, bæði sjálfum sér og öðrum í umferðinni, skítt með það þótt þeir skaði sjálfa sig en þegar aðrir verða fyrir barðinu á þeim er mikið verra í efni því á að "svipta" þá á staðnum og áður en þeir "fá" að taka bílpróf aftur á að skikka þá í þroskapróf.
mbl.is Stöðvaður tvisvar fyrir hraðakstur með 13 mínútna millibili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER HANN SÁ EINI SEM HEFUR SKOTIÐ EINHVERJU UNDAN??????????

Hvernig er það með útrásarvíkingana, eru engir reikningar eða aðrar eignir á Tortala eða annars staðar, sem Íslenskir útrásarvíkingar hafa stungið undan eða á ekkert að hreyfa við þeim?
mbl.is 50 milljarðar frystir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER BALLIÐ AÐ VERÐA BÚIÐ HJÁ VG?????

 

Engum, sem hefur eitthvað fylgst með hér á landi síðan ríkisstjórn Landráðafylkingarinnar (Samfylkingarinnar) og VG tók til starfa, hefur dulist það að innan stjórnarflokkanna er MIKIL óeining bæði um stefnu og leiðir og alltaf er þessi ágreiningur að verða meira og meira sýnilegur.  Eftir þeim heimildum sem ég hef, úr innsta hring Landráðafylkingarinnar, eru margir búnir að fá nóg af erfiðleikunum í samskiptunum við VG og vilja slíta þessu stjórnarsamstarfi, það sem vantar er „trúverðug" ástæða stjórnarslita.  Landráðafylkingin kom helsta máli sínu í gegn, með harmkvælum þó, en það var að Ísland sækti um aðild að ESB.  Ekki er mikill vilji til þess innan Landráðafylkingarinnar að „stjórnarsamstarfið" verði eins „óstöðugt" eins og verið hefur þar af leiðandi er talið að „ýmsir" innan Landráðafylkingarinnar myndu gráta „krókódílatárum" verði ríkisábyrgð við Ices(L)ave-samninginn FELLD og „stjórnarsamstarfið" færi með.   Verði þetta raunin geta þingmenn Landráðafylkingarinnar sagt að þeir hafi nú alltaf verið á móti Ices(L)ave-frumvarpinu en Steingrímur Joð hafi endilega viljað „keyra" það í gegn í Alþingi.  Sagt er að „samræður" eigi sér stað milli Landráðafylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, á bak við tjöldin, um stjórnarsamstarf.


...OG LOKSINS ÞEGAR SÁ "ROÐLAUSI OG BEINLAUSI" OPNAÐI MUNNINN

....Sagði hann ekkert annað en sannleikann um Ices(L)ave-samningin, sem var: "Þessir "fyrirvarar" skipta ENGU máli, þeir eru haldlausir með öllu, þeir breyta samningnum EKKERT og eru bara BLEKKING ríkisstjórnarinnar til að fá Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgð við Ices(L)ave til að UMSÓKNARFERLIÐ í ESB verði ekki fyrir truflun" (Þetta eru ekki orð Björns Vals, heldur er þetta það sem ég las út úr ræðu hans).
mbl.is Árni Þór talsmaður Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"BULL"!!!!!!!!!!!!!!!

Það eru allir sammála um það að þessi Ices(L)ave-samningur sé ekki pappírsins virði, sem hann er á, en svo er ríkisstjórnin að BLEKKJA í gegn RÍKISÁBYRGÐ á þessa NAUÐUNG.  Hversu mikið er hægt að hægt að "HÆÐAST" að þinginu?
mbl.is Veitti ekki heimild í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJÁLSBLEKKINGARNAR RÍÐA EKKI VIÐ EINTEYMING!!!!!!!

Eru menn virkilega svo "barnalegir" að halda að einhliða fyrirvarar við gerðan samning hafi einhverja þýðingu eða eru menn bara einfaldlega heimskir????
mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"TIL VIÐBÓTAR ÞEIM SEM NÚ ÞEGAR HEFUR VERIÐ GRIPIÐ TIL"??????

Á núna loksins að fara að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu, en er ekki aðeins of seint farið af stað?????  En það væri kannski ráð að segja fólki frá þeim aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til af ríkisstjórninni, því almennt er ekki vitað hverjar þessar aðgerðir eru?


mbl.is Aðgerðir sem hitta í mark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÚN VIRÐIST AÐEINS VERA FARIN AÐ "HORFA" TIL HLIÐAR OG KANNSKI AFTUR FYRIR SIG LÍKA??????

Kannski hún sé að átta sig á því að það getur brugðið til beggja í þessu Ices(L)ave máli í meðförum Alþingis og það hreinlega ÞURFIað semja aftur.  Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað í þessa áttina kemur frá henni, BATNANDI FÓLKI ER BEST AÐ LIFA.
mbl.is Ræddi við Fogh um Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er AÐEINS EIN LEIÐ fær í þessu máli!!!!!!!!

Sífellt fleiri eru að gera sér grein fyrir því að þessir fyrirvarar, sem voru settir við Ices(L)ave-samninginn eru með öllu marklausir og alveg með ólíkindum að menn skyldu gleypa við þessu kjaftæði að eitthvað hald væri í svona bulli.  Eina raunhæfa leiðin er að FELLA þetta og SEMJA af einhverju viti við Breta og Hollendinga um þetta Ices(L)ave.  Með því að fella þetta arfavitlausa plagg og um leið að gera Bretum og Hollendingum grein fyrir því að Íslendingar ÆTLI að standa við skuldbindingar sínar, en á þann hátt að ekki verði gengið að ýtrustu kröfum viðsemjendanna vegna þess að samningamenn NENNI ekki að standa lengur í þessu þrefi.
mbl.is Búið að kollvarpa málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband