Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

ER KOMIN ÓÐAVERÐBÓLGA Í BÓNUS??????

Að minnsta kosti hvarflaði það að mér, þegar ég sá að Bónus jólakonfektið var komið.  Í fyrra fyrir jólin kostaði það 998 kr en núna kostar það 1.798 kr þetta er HÆKKUN uppá rúm 80%.  Það hlýtur að vera einhver þokkaleg skýring á þessum gríðarlega verðmun á milli ára............


Föstudagsgrín

Vel klæddur lögfræðingur fór inná bar og pantaði martini og sá að við hliðina á honum sat róni sem muldraði og glápti á eitthvað í hendinni á sér. Lögfræðingurinn hallaði sér lengra að honum og heyrði að róninn sagði, þetta lítur út eins og plast, síðan rúllaði hann því á milli fingranna á sér og sagði síðan, en þetta er eins og gúmmí viðkomu. Lögfræðingurinn spurði forvitinn, hvað ertu með þarna manni. Róninn sagði, Ég hef ekki hugmynd en það lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu. Má ég sjá, sagði lögfræðingurinn og róninn lét hann fá þetta. Lögfræðingurinn rúllaði því milli fingranna á sér og skoðaði þetta gaumgæfilega. Já, þetta lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu en ég veit ekki hvað þetta er,     hvar fékkstu þetta eiginlega?

Bara úr nefinu á mér, sagði róninn.......


AUÐVITAÐ "SÁRNAR" VINSTRA-LIÐINU AÐ VERA TEKIÐ SVONA ÓSMURT Í RA.......

Þetta lið hefur alla tíð gefið það út að það sé að vinna fyrir lítilmagnann.  Þess í stað skattpíndu þau svo þjóðina og skáru niður til velferðarkerfisins að þjóðfélagið bíður þess seint bætur og meðal annars erum við að súpa seiðið af því með verkfalli lækna og tónlistarkennara.  EN svo um leið og það lætur af völdum eru skuldir heimilanna leiðréttar með myndarlegum hætti.  En að sjálfsögðu nöldrar vinstra liðið yfir þessu........


mbl.is „Aldrei hefur verið jafn gaman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI NÚ FÓR "TVÍSKINNUNGURINN" UPP ÚR ÖLLU VALDI HJÁ HENNI

En það var svo sem ekki við öðru að búast, þegar hún og flokksfélagar hennar eiga í hlut. Björk segist trúa á jöfnuð en ekki ölmusu.  En samt ætlar hún að þiggja þessa lánaleiðréttingu, sem hún kallar ÖLMUSU og hver eru svo rökinJú hún segist eiga RÉTT á þessu eins og aðrir. Það verður ekki logið á þetta LANDRÁÐAFYLKINGARLIÐ...............


mbl.is „Allir verða að vera jafnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERS VEGNA VAR HÚN ÞÁ AÐ SÆKJA UM SKULDALEIÐRÉTTINGUNA - EF HÚN ÞURFTI EKKERT Á HENNI AÐ HALDA???

Er ekki einhver smá holur hljómur í þessari "leikritsuppfærslu" hennar???? En kannski er ekki við öðru að búast frá liðsmönnum þess stjórnmálaafls sem hún tilheyrir því það er alveg með ólíkindum, sem þetta fólk hefur látið frá sér um þetta mál allt saman og alveg ljóst að þetta lið mun halda áfram á sömu braut eitthvað áfram............


mbl.is Hvetur Björk til að hafna leiðréttingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 TVÖFALDI SIGUR MERCEDES-LIÐSINS Á KEPPNISTÍMABILINU

Þar með var met McLaren frá árinu 1988 slegið og það er spurning hvort Mercedes tekst að bæta við tvöföldum sigri í Abu Dabi kappakstrinum og svona allt að því að gulltryggja metið því það verður að teljast afskaplega hæpið að þetta met verði slegið á næstunni.  Annars var lítið um góða "spretti" í kappakstrinum í gær nema slagurinn milli Mercedes liðsfélaganna, annars bar kappaksturinn þess merki að slagurinn um heimsmeistaratitilinn er aðeins á milli tveggja manna.  Það vakti athygli hversu mörg mistök voru gerð í þjónustuhléum og þá var einnig skondið að sjá "heimsókn" Massa á þjónustusvæði McLaren, en það virðist vera nokkuð vinsælt, fræg er "heimsókn" Hamiltons þangað.  En þrátt fyrir 5 sekúndna refsingu og þessa "heimsókn" náði Massa þriðja sætinu sem er eftirtektarverður árangur og hlýtur að vera sárabót fyrir hann því það er ekki hægt að segja að lukkan hafi beinlínis elt hann þetta tímabilið...........


mbl.is Rosberg stóðst álagið frá Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það eiga ALLIR að borga fyrir þær lóðir sem þeir fá............

Sama hvort það eru trúfélög eða einhver annar.  Og allra síst á að úthluta "fríum" lóðum á einhverjum verðmætasta blettinum í hverju sveitarfélagi..............


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR ÞORA EKKI AÐ STANDA FYRIR GJÖRÐUM SÍNUM FRAMMI FYRIR FÓLKI.....

Þeim finnst náttúrulega mikið auðveldara að tjá sig fyrir framan JÁ-fólkið sitt í borgarstjórnarmeirihlutanum en að þurfa að standa frammi fyrir fulltrúum meirihluta borgarbúa og verja það hvernig standi á að þeir vinni GEGN vilja kjósenda. Það er víst til orð yfir svona menn, þeir eru kallaðir aumingjar....


mbl.is Dagur og Hjálmar afboðuðu sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEÐ ÖÐRUM ORÐUM: "ÞETTA FRUMVARP ER EINS VANHUGSAÐ OG HUGSAST GETUR"

En hann heldur sig fast við "af því bara rökin sín", enda eru  engin almennileg rök til að réttlæta þessa vitleysu........


mbl.is WHO sendi bréf vegna áfengisfrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRST HÉLT ÉG AÐ ÞARNA VÆRI ÁTT VIÐ FORMANN VISS STJÓRNMÁLAFLOKKS Á ÍSLANDI, SEM HEFUR HAFT ÞAÐ Á STEFNUSKRÁ SINNI AÐ INNLIMA ÍSLAND Í ESB............

En svo las ég fréttina betur og sá hvað um var að ræða og hugsaði með mér að þótt formaðurinn kunni ekki að hafa taumhald á því sem hann lætur sér um munn fara þá getur vel verið að hann kunni fótum sínum forráð........ cool


mbl.is Asni datt í holræsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband