Færsluflokkur: Bloggar

MILLIVERÐLAGNING??????

Nú upp á síðkastið hafa verið MJÖG miklar verðhækkanir á sjávarafurðum (hjá okkur almenningi heitir þetta fiskur og afurðir úr fiski).  Kunningi minn er á frystitogara og hann kom að máli við mig og hann hafði fréttir af því að þorskur, sem fór í "fish and chips" í Bretlandi, hafði hækkað um rúmlega 98% en hann hafði ekki séð neina hækkun á sínum launum síðustu mánuði.  Hann sýndi mér nokkra síðustu launaseðla máli sínu til stuðnings.  Ég veit ekki betur en að fiskur af Frystitogurum hér á landi fari eða réttara sagt eigi að fara beint á markað og því verð hækkun á launum sjómanna þegar hækkun á fiski verður á markaði.  Eru Íslendingar kannski hættir að selja á markaði þar sem verð er hátt???????? 


ENN EIN STAÐFESTINGIN Á KOLVITLAUSRI "FISKVEIÐIRÁÐGJÖF" HAFRÓ....

Það koma fréttir alls staðar af landinu að allt sé sneisafullt af fiski en samt er NIÐURSKURÐUR í fiskveiðiráðgjöf HAFRÓ ár eftir ár.  Ég hef nokkuð oft, skrifað hérna á bloggið um hinar "vísindalegu" aðferðir HAFRÓ og hversu marktækar ég tel að þær séu, nú hef ég lesið blaðagreinar eftir skipstjóra sem taka undir með mér og hefur mér fundist að "undiraldan" í þessum efum sé að þyngjast verulega í þessum efnum.  Ég og margir aðrir hafa löngum sett fram þá kröfu að handfæraveiðar smábáta verði gefnar frjálsar og það strax.  Þá koma ráðamenn (síðast Fjármálaráðherra) og segja: „af hverjum á þá að TAKA þann kvóta?“ Svarið er ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞANN KVÓTA AF NEINUM.  Ég hef áður talað um það að „stofnstærðarmælingarnar“ hjá HAFRÓ eru ekki nein MERKILEG VÍSINDI og engin einasta ástæða til að fara að „veiðiráðgjöf“ þeirrar stofnunar upp á kíló.  Veiðigeta þeirra sem stunda handfæraveiðar er mjög sennilega ekki meiri en um það bil 20.000 tonn á ári án þess að nokkrar takmarkanir séu settar þar á (takmarkanir þarf reyndar að setja á fjölda báta stærð þeirra og annað).  En veðráttan og fleira setur á takmarkanir.  Svo þarf að taka af margar takmarkanir sem hafa verið settar á vega strandveiða til dæmis þetta veiðisvæðakjaftæði, annað hvort eru menn á handfæraveiðum eða ekki það skiptir ekki nokkru máli á hvaða „svæði“ þeir eru.  Að þeir megi ekki veiða nema eitthvað ákveðið magn í hverri veiðiferð er alveg FÁRÁNLEGT, suma daga veiðist vel og svo er ekkert að fá aðra daga, þannig er það bara.  Þá er eitt mál, ÞAÐ AÐ AÐEINS MEGI VERA EINN MAÐUR Á ÞESSUM STRANDVEIÐIBÁTUM ÆTTI HREINLEGA AÐ BANNA, ef eitthvað kemur uppá þar sem einungis er einn maður á bát getur sá maður ENGA BJÖRG SÉR VEITT, ÞETTA ER EINFALDLEGA ÖRYGGISATRIÐI.


mbl.is Þorskafli smábáta 37% meiri en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERÐUR BARA EKKI HAFT "AUKASÆTI" FYRIR ÚKRAÍNU????????

Það er svo mikil "samúð" með Úkraínu um allan heim.  Var ekki ákveðið strax og innrásin var gerð í landið að Úkraína ætti að vinna Eurovision?  Og merkilegt nokk, ég man bara ekki eftir að hafa heyrt Úkraínska lagið í útvarpi eftir keppnina enda lagið með því lélegra sem heyrst hefur........


mbl.is Wales á HM á kostnað Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YFIRLEITT ÞEGAR SKIP SÖKKVA FARA ÞAU ALLA LEIÐ Á BOTNINN......

Að þessu leiti fannst mér þessi frétt svolítið sérstök.  Kannski viðkomandi blaðamaður upplýsi okkur, sem sennilega þekkjum þetta nógu og vel, hvar skip sem sekkur, geti hafnað annar staðar en á botninum??????????


mbl.is Risasnekkja sökk niður á hafsbotn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU MEÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN NORÐMENN, HEIMA OG AÐ HEIMAN

Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi, að vera staddur út í Noregi á 17 maí, nánar tiltekið í Kristiansand í suður Noregi.  Það mikil hátíðarstemming og allir voru uppáklæddir og allir sem gátu skörtuðu þjóðbúningum eða "bunad" eins og fatnaðurinn hét á máli Norðmanna.  Allt var mjög hátíðlegt skrúðgöngur og öll hátíðarhöld sem hægt var að hugsa sér og greinilegt að þetta var mjög stór dagur í huga ALLRA Norðmanna.  Það var mikill munur að vera í Noregi á 17 maí eða á Íslandi 17 júní.  Í Noregi finnur maður og sér hversu stór og mikill þessi dagur er hjá Norðmönnum en á Íslandi liggur við að þetta sé bara næstum eins og hver annar dagur, kannski er það vegna þess að Norðmenn hafa misst sjálfstæði sitt og vita hvers virði það er????????


GLEÐILEGT SUMAR!!!!!!!

Eftir sérstaklega leiðinlegan og erfiðan vetur eigum við skilið ð fá gott sumar og óska ég þess innilega að svo verði fyrir alla landsmenn.  Margir vilja meina að hér á landi séu bara tvær árstíðir það er að segja vor og haust, en samt sem áður ætla ég að vera almanakinu trúr og óska öllum gleðilegs sumars...............


ÞETTA ER ÞAÐ SEM BENT HEFUR VERIÐ Á MÖRG UNDANFARIN ÁR OG HEFUR VERIÐ VANDAMÁL Í ÞESSARI GREIN - EKKI EINGÖNGU Á ÞESSU SKIPI.......

Það hefur undanfarin ár verið  þannig að tölur frá opinberum aðilum um þá sem fara í hvalaskoðun hafa verið TALSVERT LÆGRI EN SÁ FJÖLDI  SEM HVALASKOÐUNARFYRIRTÆKIN GEFA UPP.  Þetta vekur upp spurningar um ÖRYGGI farþega til dæmis hvort nægilegt magn sé af flotgöllum og björgunarvestum sé um borð.  Oft á tíðum þegar maður sér þessa báta fara úr höfn, er þilfar bátsins "stappað" af fólki og nokkuð er um það  að farþegar séu uppi á stýrishúsi bátsins og maður hugsar með skelfingu til þess ef eitthvað  myndi nú koma upp á.  Oft hef ég tekið eftir því að eitthvað er nú "ballestin" af skornum skammti því bátarnir eru svo "svagir" að þeir þola ekki snöggar stefnubreytingar, án þess hreinlega að fara yfir um.  ÞAÐ VÆRI EKKI SVO VITLAUST AÐ TELJA UPP ÚR ÞESSU BÁTUM ÞEGAR ÞEIR KOMA TIL HAFNAR ÚR HVALASKOÐUNARTÚRUM.  ÞAÐ ER EKKI Á ÁBYRGÐ FARÞEGANNA AÐ ÖRYGGISMÁLI SÉU Í LAGI........


mbl.is Telja Gæsluna misbeita valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VANTAR INN Í ÞESSA "FRÉTT" HVORT ÞESSAR KONUR HAFI VERIÐ "FULLBÓLUSETTAR"....

Eða jafnvel "þríbólusettar" og hvort þær hafi bara verið hluti af "plotti" DAVOS-klíkunnar?  En núna eru allir uppteknir af "sölunni" á Íslandsbanka og nú er ÖLL umræða um COVID úr sögunni...........


mbl.is Tvær konur með Covid-19 létust á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ KALLAST GÆLUDÝR OG HVERSU LANGT Á AÐ GANGA Í AÐ HLEYPA FÓLKI MEÐ ÞAU INN Í LANDIÐ????

Mér varð hugsað til þessara mála þegar ég horfði á umfjöllun um þetta mál á NRK (Norska ríkissjónvarpinu) og svo las ég um þetta á "Fædrelandsvennen" (netsíðunni) áðan SJÁ HÉR .  Þar kemur fram að um 380 "gæludýr" hafi komið til landsins með flóttamönnum og nokkuð sé um TEGUNDIR sem séu ÓLÖGLEGAR í Noregi EN ÞÆR HAFI SAMT SEM ÁÐUR "SLOPPIÐ Í GEGN".  Ekki hef ég staðfestar heimildir um þetta hér á landi en er einhver ástæða til að  ætla að það sem gerist annars staðar geti ekki gerst hér á landi.  Kona sem vinnur í Leifsstöð, sagði mér frá atviki þar sem Úkraínsk kona fékk að labba óreitt í gegn með lítinn hund inn í landið.  Sé þetta satt og rétt þá er þarna um alveg grafalvarlegan atburð að ræða og er mér bara spurn:  ÞÓ SVO AÐ NEYÐ FÓLKSINS SÉ MIKIL (OG ÞAÐ ER ALGJÖRLEGA ÓUMDEILT) RÉTTLÆTIR ÞAÐ AÐ LANDSLÖG SÉU BROTIN OG JAFNVEL AÐ HEILBRIGÐI OG ÖRYGGI LANDSMANNA SÉ SETT Í HÆTTU VIÐ AÐ HJÁLPA FÓLKINU???????


mbl.is Skipuleggja gæludýrabjörgunarleiðangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐVITAÐ VIÐURKENNIR HAFRÓ EKKI AÐ ÞEIR HAFI GERT MISTÖK........

Það yrði til þess að hleypa lífi í að ALLAR FYRRI "RANNSÓKNIR" STOFNUNARINNAR YRÐU VEFENGDAR og þar með færi "TRÚVERÐUGLEIKI" stofnunarinnar langt út í hafsauga.  Og það er mitt mat að stofnunin hafi nú þegar afskaplega lítið traust, í það minnsta hjá þeim sem eittvað þekkja til vinnubragðanna á þeim bæ.................


mbl.is Ekkert bendi til að Hafró hafi ofmetið stofninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband