Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

HVAÐ ER ÓLJÓST?????????????????

Það eina sem er óljóst er að menn eru eitthvað "tregir" til að viðurkenna að þetta var "KLÚÐUR" frá upphafi til enda og getur ekki gengið.  Því lengur sem menn berja hausnum í steininn með þetta því dýrara verður þetta vesen fyrir þjóðina og óvissan um alvöru samgöngur fyrir Vestmannaeyinga verður meiri og afleiðinga þessa máls alvarlegri.
mbl.is Ekki tókst að ljúka sanddælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG KEMST HANN AÐ ÞESSARI NIÐURSTÖÐU????????

Margt hefur maður lesið og margir sjálfskipaðir "spekingar" komið fram og farið að tjá sig um hina og þessa atburði og afleiðingar þeirra en þessi ummæli eru eitthvað það mesta út úr kortinu sem ég hef nokkru sinni vitað.  Þó ég hafi nú aldrei verið mikill aðdáandi Alonso, verður ekki tekið af honum að hann er fantagóður ökumaður og ef hann vinnur titilinn er það vegna þess að hann er mjög vel að því kominn og ég get ekki með nokkru móti séð að það hefði neinar slæmar afleiðingar fyrir formúluna.  Kannski Max Mosley ætti bara að halda sig við "kynsvallið" og sleppa því að vera að tjá sig um formúluna, sem hann varð að yfirgefa með skömm, kannski að þessi ummæli eigi rætur að rekja til þess?????
mbl.is Mosley: Gengisfall vinni Alonso titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG NÚ GETUR SANDKASSALEIKURINN HALDIÐ ÁFRAM...................

Það skal haldið áfram að berjast við vindmyllurnar.  hvernig sem verður dælt upp úr þessum "sandkassa" mun sandurinn og straumarnir alltaf hafa betur það er bara spurningin hvenær, þeir sem fara með stjórnunina, viðurkenna það.......................
mbl.is Búið að ná rörinu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á LOKSINS AÐ FARA AÐ TAKA EITTHVAÐ Á ÞESSU NÚNA??????????

Það er búið að vera að kvarta yfir þessum "VÖRUSVIKUM" í mörg ár og gekk svo langt að fiskverkandi á Borgarfirði eystri neyddist til að HÆTTA rekstri, því hann var ekki lengur "samkeppnisfær" í verði og kaupendum þótti liturinn á fiskinum frá honum ekki nógu og góður.  Og hann NEITAÐI að nota fosfat við sína vinnslu.  En eins og flestum er kunnugt heldur fosfatið vatni lengur í fiskinum og gerir hann þar af leiðandi þyngri og það sem menn sækjast kannski meira eftir er að hann verður hvítari.  En talandi um aukaefni í matvælagerð, er það ekki nokkuð ljóst að þetta efni á ekkert skylt við fiskvinnslu????
mbl.is Skoða notkun Norðmanna á fosfati í fiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG ER HÆGT AÐ TAKA EITTHVAÐ AF MÖNNUM SEM ÞEIR EIGA EKKI???????

Það er ekki að spyrja að óskammfeilninni og hrokanum í LÍÚ-mafíunni.  Hvernig þeir geta fundið það út að þeir "EIGI" alla hugsanlega aukningu í úthlutuðum aflaheimildum, ætti að verða til þess að við stöldrum aðeins við og hugsum um það hvert fiskveiðistefnan síðasta aldarfjórðung hefur leitt okkur.
mbl.is LÍÚ mótmælir hugmyndum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar telja Já-sinnar að líkurnar séu á því að Ísland nái "ásættanlegum" samningi um sjávarútvegsmál við ESB-mafíuna??????

Samkvæmt þessari frétt eru líkurnar á því ENGAR og ég man nú ekki betur en stækkunarstjóri ESB hafi gert það alveg ljóst, fyrir nokkrum mánuðum þegar honum ofbauð bullið og vitleysan í Utanríkisráðherra okkar, að það yrði ekki um NEINAR undanþágur að ræða fyrir Ísland.  Allt tal um einhverja "HAGSTÆÐA SAMNINGA" eru ekkert annað en hugarórar Já-sinna og staðfesting á landráðavilja þeirra eða í besta falli einfeldni þeirra og barnaskapar.  NÚ ÆTTI ÞESSI AFSTAÐA ESB AÐ VERA LÝÐUM LJÓS, ER ÞÁ NOKKUÐ ANNAÐ EN AÐ HÆTTA VIÐ AÐLÖGUNINA OG DRAGA "UMSÓKNINA" TIL BAKA????


mbl.is Vísa ekki til sérstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn ekki enn búnir að átta sig á því að atvinnurekendur hafa ENGAN rétt til að skipa fólk í stjórnir lífeyrissjóðanna???????

Þótt í þessari frétt sé verið að fjalla um stöðu kvenna í stjórn lífeyrissjóðanna get ég ekki annað en ítrekað þá skoðun mína að atvinnurekendur hafi komið sér í stjórnir lífeyrissjóðanna með undirferli og falsi, hér kemur rökstuðningurinn:  Atvinnurekendur hafa komið sér í stjórnir lífeyrissjóðanna í krafti "mótframlags atvinnurekanda" til lífeyrissjóðs þess eða þeirra launamanna er hjá honum starfa.  Þessi túlkun er, að mínu mati og margra annarra, ekki rétt.  Við skulum þar af leiðandi huga að tilurð "mótframlagsins"; þannig var að atvinnurekendur voru EKKI tilbúnir í BEINAR launahækkanir og þá varð þrautalendingin sú að sett var á þetta "mótframlag í lífeyrissjóð viðkomandi starfsmanns" því er hægt að segja að atvinnurekandi hafi ALDREI greitt NEITT til lífeyrissjóðanna HELDUR SÉ "MÓTFRAMLAGIÐ" HLUTI AF LAUNAKJÖRUM VIÐKOMANDI LAUNAMANNS.  Þar af leiðandi er hægt að segja að atvinnurekendur hafi með KLÆKJUM komið sér í stjórnir lífeyrissjóðanna.
mbl.is Færri konur fulltrúar ASÍ en SA í stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DRAUMUR "JÁ-SINNA" AÐ VERÐA AÐ MARTRÖÐ???????

Þeir hafa löngum "hamrað" á því að ESB veiti "fjárhagslega illa stöddum meðlimum" svo gott skjól - þessi frétt bendir einmitt til hins gagnstæða EFNAHAGSSTEFNA ESB TEKUR EINUNGIS MIÐ AF EFNAHAG STÆRSTU RÍKJANNA Í SAMBANDINU OG ÞÝSKALAND ER STÆRST.  Ættu "já - sinnar" ekki að fara aðeins að athuga sinn gang og minnsta kosti að skoða hvað þeir eru RAUNVERULEGA að kalla yfir land og þjóð með afstöðu sinni og þvergirðingshætti?????
mbl.is Þýska undrið gæti reynst reiðarslag fyrir illa stödd evruríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÓÐ ÞÁTTTAKA Í "SÖGUFÖLSUNINNI"..................

Ég man vel eftir kvennafrídeginum 24 október 1975.  Þá var ég nemandi í Héraðsskólanum í Reykholti, þessi dagur sérstaklega eftirminnilegur fyrir það að allar konurnar, sem unnu í mötuneytinu voru í fríi þennan dag, en karlkynskennararnir við skólann, undir styrkri stjórn Vilhjálms Einarssonar skólastjóra, mætu í eldhúsið þennan dag og steiktu hamborgara ofan í allt liðið við mikinn fögnuð nemenda.  Ekki fór það svo að mikil röskun yrði á skólastarfinu vegna þessa en ég er alveg viss um að ef þessir kvennafrídagar hefðu orðið margir þá hefðu afleyðingarnar orðið miklar en ég er líka viss um að margir gerðu sér betur grein fyrir mikilvægi starfanna sem konur sinntu.  En nú 35 árum seinna skyldi leikurinn endurtekinn en þá hittist svo á að 24 október ber upp á sunnudag en því var snarlega "reddað" með því að "færa" daginn bara til mánudags!!!!!  Var þetta bara gert til þess að konur fengju frí?????  Er ekki komið fordæmi að því að við "færum" 17 Júní til mánudags þegar svo vill til að hann lendi á helgi og fleiri lögboðna frídaga?????
mbl.is Sigldi ekki vegna kvennafrís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERÐUR EKKI AÐ FARA AÐ VIÐURKENNA STAÐREYNDIR???????????????

Þessi "höfn" nýtist, í besta falli, sem smábátahöfn í júní, júlí og ágúst og ef verða góð veður verður stundum hægt að nota hana í september.  En þetta kemur til með að kosta þó nokkra fjármuni en þó verður kostnaðurinn aðeins hluti þess ef á að þrjóskast við að "reyna" að halda henni opinni fyrir Herjólf allt árið.  Því fjármagni yrði mun betur varið í hraðskreiðari ferju sem gengi milli Eyja og Þorlákshafnar.
mbl.is Enn óljóst með Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband