Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Föstudagsgrín

Rauðhetta, var valhoppandi niður götu eina í skóginum, þegar hún sér stóra, slæma úlfinn fyrir aftan trjádrumb.  Þá segir hún: “Mikið svakalega ertu með stór augu, herra úlfur”.  Úlfurinn hoppar þá upp og hleypur í burtu.  Stuttu seinna sér Rauðhetta úlfinn aftur en nú er hann á bak við tré.  “Mikið svakalega ertu með stór eyru, herra úlfur”.  Segir Rauðhetta.  Úlfurinn hoppar upp aftur og hleypur í burtu.  Stuttu seinna sér Rauðhetta úlfinn í þriðja skiptið og nú er hann á bak við vegaskilti.“Mikið svakalega ert þú með stórar tennur, herra úlfur” sagði Rauðhetta.Í sömu andrá hoppar úlfurinn upp og öskrar: “Drullaðu þér í burtu, ég er að reyna að skíta!”

Eru engin takmörk fyrir því hvernig stjórnarflokkarnir telja sig geta dregið kjósendur á asnaeyrunum??

Það tók ekki langan tíma að koma þessari vitleysu á en það ætlar að reynast öllu "erfiðara" að breyta þessum ólögum.  Ekki var það að heyra á málflutningi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í kosningabaráttunni, að þetta yrði mikið mál.   Hver varð svo raunin?  Reyndar virðist það sama uppi á teningnum með mörg baráttumál Samfylkingarinnar í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og hef ég trú á að frammistaða Samfylkingarinnar í ríkisstjórn valdi mörgum kjósendum hennar miklum vonbrigðum.
mbl.is Farið yfir eftirlaunalög í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur svona vitleysa átt sér stað?

Þessir bílar frá björgunarsveitunum eru merktir í bak og fyrir þannig að eftirlitsmenn Vegagerðarinnar komast ekki hjá því að vita hvað þeir eru að gera.  Nú ætlar Vegagerðin að láta á það reyna hvar björgunarsveitirnar standa, lagalega séð.  Það sem er alvarlegast í þessu er að enginn "veit" hver staðan er og er það hreinlega til skammar að viðkomandi ráðherra beiti sér fyrir því að björgunarsveitunum VERÐI heimilt að keyra ÖLL sín tæki og tól á litaðri olíu.  Það er alveg langt fyrir neðan allt velsæmi að svona uppákomur skuli eiga sér stað.
mbl.is Deilt um litaða olíu á björgunarsveitabílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenþjóðin á að hanga fyrir framan sjónvarpið í sumar!!!

Í það minnsta samkvæmt auglýsingum stöðvar2 og skjás eins.  Á þessum stöðvum verður eitthvað fyrir "stelpurnar" allan sólarhringinn og ekki er annað að skilja á auglýsingunum en að "stelpurnar" þurfi að setja upp "þvaglegg" til að missa nú ekki af einum einasta dagskrárlið, það er bara verst að þær þurfa að velja aðra hvora stöðina, því varla geta þær horft á þær báðar í einu annars veit maður ekki, eru þær ekki alltaf að tala um að þær geti gert margt í einu?

Heldur Davíð að stýrivaxtastigið á Íslandi hafi áhrif á olíuverð á heimsmarkaði?

Það er kominn tími til að "hryðjuverkamennirnir" í Seðlabankanum vakni til raunveruleikans og í það minnsta viðurkenni, að þeir hafi verið á rangri braut varðandi stýrivextina.  Ríkisstjórnin, eins og búast mátti við, aðhefst ekkert.  Annars staðar, í hinum vestræna heimi, væru neyðarfundir langt fram á nætur og reynt væri að finna lausnir á vandanum en Íslensku ráðherrarnir láta bara sem ekkert sé og leggjast í ferðalög.
mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver stærsta hvalveiðiþjóð heims að gagnrýna hvalveiðar annarra þjóða.

Sagan um flísina og bjálkann endurtekur sig. Bandaríkjamenn drepa hvali svo þúsundum skiptir og henda hræjunum af þeim aftur í sjóinn.  Þetta eru ekki bara einhverjir hvalir heldur meðbræður Keikos (háhyrningar) sem náttúruverndarsinnum er víst sérstaklega annt um.  En ég veit ekki til að "Náttúruverndar-Ayatollarnir" séu neitt að  fetta fingur út í hvalveiðar Bandaríkjamanna þótt þeir veiði umtalsvert meira magn en Íslendingar eða u.þ.b 50 sinnum meira, sem vitað er um með vissu.
mbl.is Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörug keppni á morgun

Það er allt útlit fyrir rigningu á morgun, það er nokkuð sem ökumenn vilja ekki á þessari braut því þá má búast við að allt sem getur farið úrskeiðis, fari úrskeiðis.  Við vonum það besta en eins og útlitið er núna, þá lítur þetta vel út fyrir Ferrari.
mbl.is Ferrari á fremstu rásröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Tvær konur eru að bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og eru að bera saman sögurnar af því þegar þær dóu.  Sú fyrri segir: “Ég fraus til bana”.  “En hræðilegt”  Segir hin.  “Að frjósa til bana það hlýtur að vera kvalafullt?”“Ekkert svo”  Segir sú fyrri “þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju.  Loks dettur maður bara út.  Hvað með þig, hvað gerðist?”“Ég fékk hjartaáfall.  Mig var lengi búið að gruna manninn minn um framhjáhald og ákvað að koma snemma heim úr vinnunni einn daginn.  En þegar ég kom heim, sat hann í stofunni og horfði á sjónvarpið”.“Nú?”  Sagði sú fyrri.  “Hvað gerðist?”“Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í spilinu, svo ég hljóp um allt að leita.  Upp á háaloft,  niður í kjallara, inn í alla skápa og undir öll rúm.  Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið.  Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður og fékk hjartaáfall og dó”.“Hmm,”sagði sú fyrri “leitt að þú skyldir ekki líta í frystikistuna.  Þá værum við báðar á lífi”.

Á að vera í sorgarklæðnaði og kveikja á kertum?

Í tilefni dagsins og jafnvel ætti að fasta.  En innan ríkisstjórnarinnar er "örugglega verið að vinna baki brotnu" að því hvernig skuli brugðist við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðaranna, varðandi mannréttindabrot Íslenskra stjórnvalda, vonandi verður sú vinna búin áður en ráðherraliðið þarf að fljúga til Belgrad, að sinna "mikilvægari" málum, þar sem þeir verða að fylgjast með gengi Íslands í eurovision, en almenningur getur bara fylgst með í sjónvarpinu.
mbl.is Ríkisstjórnin ársgömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðaa merki, heldur maðurinn að hann sé í INDJÁNALEIK?

Hvernig væri nú að viðurkenna það að Seðlabankinn hefur verið á rangri braut, varðandi stýrivextina?  Nei það verður sko ekki gert, heldur er einhverju kjaftæði haldið fram og reiknað með að því verði bara trúað.
mbl.is Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband