Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hvernig fer maður að þessu?

Var að horfa á "Kastljósið" á RUV áðan.  Þar var sagt frá mæðginum, sem fóru hringinn "umhverfis landið á mótorhjóli.  Fyrst talaði Þórhallur Gunnarsson um þetta í kynningu og síðan endurtók Brynja Þorgeirsdóttir þessa vitleysu.  Ég hélt að maður þyrfti að vera á farartæki sem flýtur til að ferðast á umhverfis Ísland, að því er ég best veit gerir mótorhjól það ekki.  Eru ekki gerðar neinar lágmarkskröfur, um Íslenskukunnáttu þáttastjórnanda hjá fjölmiðlum yfirleitt?

Er hægt að leggjast lægra??????????

Eitthvað er nú skrýtinn skallinn á mönnum sem gera svona lagað.  Ég hélt að allt sem tilheyrir björgunarsveitum landsins væri nánast "heilagt" og það væri nánast þegjandi samkomulag meðal manna að ekki væri átt við þetta.  Því miður hef ég ekki haft rétt fyrir mér í þessu og vona ég bara að lögreglan verði fljót að upplýsa þetta mál og hart verði tekið á þeim sem þarna voru að verki.
mbl.is Skemmdarverk unnin á björgunarskipi í Sandgerðishöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var klukkaður.....

.... af bloggvini mínum Ólafi Ragnarssyni, en áður hafði Anna Kristjánsdóttir klukkað mig ég verð að játa að ég var nýr á blogginu þá og hafði ekki nokkra glóru um hvað þetta þýddi, en nú geri ég tilraun til þess að bæta fyrir það sem ég gerði ekki þá.  Ekki man ég eftir neinum sérstökum syndum til að játa upp á mig svo ég segi eitthvað frá mér:

  1. Ég er fæddur í Hafnarfirði 30.05.1959 á Sólvangi.
  2. Var í sveit á sumrin í Melkoti í Stafholtstungum í Borgarfirði 1967-1973
  3. Flutti til Þórshafnar á Langanesi 1961með foreldrum mínum.  Móðir mín var ættuð þaðan.
  4. Byrjaði á sjó sumarið eftir að ég var fermdur þá á handfærum á trillu frá Þórshöfn.  Það er skemmtilegasti veiðiskapur sem ég hef verið á.
  5. Ég fór í mína fyrstu siglingu árið 1977.  Báturinn sem ég var á þá hét Þórkatla ll frá Grindavík.  Við vorum 4 strákar á sama aldri og þótt ekki væri túrinn neitt sérstakur né metsala var tíminn í Cux meiriháttar og gleymist ekki svo glatt. Í Cux var ýmislegt gert sem verður ekki rifjað upp hér enda er það allt fyrnt.  Flutti aftur til Hafnarfjarðar fyrir jól 1977 og hef að mestu búið þar síðan.
  6. Ég fór í stýrimannaskólann og útskrifaðist með fiskimanninn 1981.
  7. Ég kvæntist um áramótin 1983-1984 og eignaðist tvo syni annar er fæddur 1984  og hinn 1991, skildi síðan 1998.  Konan vildi fá mig í land 1986 annars hótaði hún því að fara, naga mig ennþá svolítið í handarbökin yfir að hafa ekki látið reyna á þessar hótanir.
  8. Fór í Tækniskóla Íslands haustið 1986 og útskrifaðist sem Iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði 1988
  9. Fór til Kristiansand í Noregi 1989 og útskrifaðist sem rekstrarfræðingur með markaðsfræði sem sérsvið 1991.
  10. Er haldinn veiðidellu á nokkuð háu stigi (skilst að hún sé ólæknandi).  Systir mín, bara ein þeirra, heldur því fram að ég sé með fimmaurabrandara á heilanum (miðað við hvernig gengi krónunnar hefur þróast síðan hún sagði þetta er gengið á þeim ein króna og 27 aurar) og það verði örugglega fimmaurabrandari á legsteininum mínum þegar þar að kemur.

.....Ég gæti haldið áfram að telja upp eitthvað sem er liðið en ég nenni því ekki svo skilst mér að það eigi ekki að vera með einhverja langloku svo ég læt þetta bara duga um mig.

En nú vandast málið ég verð að finna einhverja átta til þess að klukka.  Það verður höfuðverkur.


Verður þetta næst á dagskrá hér á landi hjá "Aðgerðarsinnum"?

Að mínu áliti, hefur svona lagað, ekkert með umhverfisvernd að gera - þetta heitir á almennu og skiljanlegu máli "skemmdarverk".
mbl.is Umhverfissinnar í stríð við eigendur jeppa og lúxusbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hassreikingar skaðlausar?????

Menn eru mikið að dásama þetta "meinlausa" eiturlyf og sumir ganga svo langt að halda því fram að hassreykingar geri fólk skýrara í kollinum.  Ég vissi að menn voru nokkuð mikið að "reykja" þennan óþverra til sjós, því svona komust menn í vímu án þess að það væri "lykt" af þeim, þetta varð til þess að menn voru sjálfum sér og öðrum stórhættulegir uppi á dekki.
mbl.is Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór og léttvín í matvöruverslanir - Til Hvers Og Fyrir Hverja???

Alltaf skýtur þessi umræða upp kollinum og eru "frjálshyggjupostular" Sjálfstæðiflokksins duglegastir við að halda þessari umræðu gangandi.  Þarna hefur núverandi heilbrigðisráðherra lýst því yfir að hann sé hugmyndinni samþykkur, enda var hann einn þeirra sem talaði fyrir málinu síðast þegar það var lagt fram.  Þetta frumvarp fór ekki í gegn á síðasta þingi en þeir sem eru þessu hlynntir halda að það sé bara spurning um tíma hvenær þetta verði að lögum.

En við skulum aðeins fara yfir kosti og galla þessa:

  • Hver á að sjá um að þeir sem versla þessar vörur hafi til þess aldur?  Eiga krakkarnir á kössunum að sjá um þetta eftirlit?
  • Margir hafa nefnt það að það væri nú gott að geta verslað sér rauðvín með steikinni í matvöruversluninni.  Jú vissulega eru þetta rök en aðgengi að Vínverslun er mjög gott í dag í flestum tilfellum er verslað í verslunarmiðstöðvum og í flestum þeirra er vínbúð.  Svo til hvers að færa léttvínið og bjórinn yfir í matvöruverslunina?......Er það til þess að sá sem ætlar að versla rauðvínið þurfi ekki að ganga yfir í vínbúðina og draga upp vísakortið aftur?
  • Eins og ég sagði áður þá er aðgengið að vínbúðum yfirleitt mjög gott.  Hér á stór-Hafnarfjaðarsvæðinu eru flestar vínbúðir opnar á laugardögum og nokkrar á sunnudögum.  Ég hef ekki trú á að þær aðstæður komi upp á sunnudagskvöldi  að allt í einu vanti eina rauðvín með steikinni, enda tel ég að ef þetta frumvarp yrði að lögum, að settar yrðu reglur um sölutíma veiganna.
  • Neysluvenjur okkar Íslendinga hafa tekið miklum breytingum, seinni árin og nota fylgjendur þess sem rök með þessum breytingum, sífellt stærri hluti áfengisneyslu okkar er bjór og létt vín.  Þetta þýðir það að ef þetta yrði að veruleika, færi stærsti hluti tekna vínbúðanna og hvatinn til þess að selja sterkt áfengi yrði mjög lítill ef nokkur.  Ég bjó í Noregi þar sem bjór og léttvín voru til sölu í matvöruverslunum og bar öllum saman um það, sem ég talaði við, að úrvali vína hefði stórlega farið aftur og vínbúðum fækkað mikið og þjónustustigið var ekki hátt enda sá maður varla nokkra hræðu þarna inni (en þarna blandaðist líka inn í að verð á áfengi í Noregi er ókristilega hátt, hærra en hér á landi).

Ég vona að þetta mál verði skoðað vel áður en ákvarðanir verða teknar.  Ég  er alls ekki á móti breytingum en ég er ekki á því að breyta bara til að breyta.


Það er hávxtastefna Seðlabankans sem er að "rústa" Íslensku atvinnulífi....

..og þurfti ekki neinn hagfræðing til að segja okkur að það eru fyrst og fremst háir vextir á Íslandi sem stuðla að því að gengið er svona hátt.  Þetta er það "verkfæri", sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða í baráttunni við verðbólguna.  En er það meira virði að Seðlabankinn haldi verðbólgumörkum, innan þeirra marka sem honum eru sett, en afkoma þjóðarbúsins í heild?  Þarf ekki að skoða hlutina í samhengi?
mbl.is Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frændur eru frændum verstir.............

Að halda því fram að Samgönguráðuneytið beri ekki ábyrgð  á "ferjusiglingum" til Vestmannaeyja er alveg fáránlegt.  Svo ekki sé nú talað um það að aðstoðarmaður Samgönguráðherra er Vestmannaeyingur, þá er þessi fullyrðing ennþá fáránlegri, hefði Róbert Marshall haft eitthvað bein í nefinu hefði hann átt að sjá sóma sinn í því að þessi fullyrðing færi aldrei út fyrir veggi Samgönguráðuneytisins og vinna með öðrum innan Samfylkingarinnar að því að samgöngur við Vestmannaeyjar yrðu í samræmi við þarfir og vilja heimamanna.
mbl.is Ferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar um verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir halda áfram að berja hausnum í steininn......

Þessir "kálfar" virðast ekki ennþá búnir að skilja það að þeir eru hér á landi í óþökk meirihluta þjóðarinnar.  Hvað skildu þeir hafa á milli eyrnanna?
mbl.is Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruverndar-Ayjatollar er þetta málstaðnum til framdráttar?

Ætli málningin hafi verið vistvæn? Hver vill samþykkja svona aðferðir?
mbl.is Málningu hellt á skrifstofur Athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband