Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

MJÖG GÓÐ NIÐURSTAÐA

Og ég trúi ekki öðru en að flestir séu mjög ánægðir með þessa niðurstöðu.  Ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið smeykur um að Gylfi Þór myndi vinna titilinn, aðallega vegna þess að mér hefur fundist íþróttafréttamenn gera fótboltanum full hátt undir höfði og fjalla mest um hann.  Munurinn er bara sá að Gylfi Þór fær mjög vel greitt fyrir sína vinnu og þarf ekki að hafa neinar fjárhagsáhyggjur, sem er bara virkilega gott en svo ætti að vera með alla okkar afreksíþróttamenn, sama hvaða íþrótt þeir leggja stund á.  Sundfólkið okkar hefur átt virkilega gott ár en mestu afrekin komu í lok ársins og því ekki víst að allt hafi verið komið þegar kosning íþróttamanns ársins 2015 fór fram og því  kæmi  það mér ekki á óvart þótt Hrafnhildur Lúthersdóttir "ætti" næsta ár.


mbl.is Eygló íþróttamaður ársins 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER GETUR ÁSTÆÐAN EIGINLEGA VERIÐ????

Hann er alveg sérstaklega skemmtilegur og svo afslappaður og hann hefur gefið alveg sérstaklega mikið af sér, ég fullyrði að hann er viðkunnanlegasti og skemmtilegasti íþróttafréttamaðurinn á stöð2.  Kannski það sé ástæðan fyrir uppsögninni?????


mbl.is Valtý Birni sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn að landsmenn fái að vita um RAUNVERULEGA STÖÐU LÍFEYRISSJÓÐANNA

Eignir segja nefnilega ekki allt um hver staða fyrirtækis er.  Fyrir hrun var talað um hversu stór Efnahagsreikningur stóru viðskiptabankanna var en allir vita hvernig það dæmi fór.  Það ætti að skoða lífeyrissjóðina aðeins.  Jú vissulega eru eignir þeirra gríðarlega miklar. En hvert er hlutfallið milli eigna og skulda?  Það er svolítið merkilegt að skoða þetta (skuldir eru að sjálfsögðu lífeyrisskuldbindingarnar).  Þrátt fyrir mikla eignaaukningu lífeyrissjóðanna eru þeir alltaf að SKERÐA lífeyrisréttindi félagsmanna sinnaÞetta segir bara að lífeyrissjóðirnir SKULDA MEIRA EN SEM NEMUR EIGNUM.  Þegar þannig er komið fyrir fyrirtækjum, að skuldir eru  umfram eignir eru þau úskurðuð gjaldþrota.  En lífeyrissjóðirnir eru einu "fyrirtækin" (sem ég veit um) sem eru í þeirri stöðu að geta sjálf afskrifað hluta skulda sinna án þess að nokkur hafi neitt við það að athuga (því að minnka réttindi félagsmanna sinna er ekkert annað en að afskrifa skuldir).  ÉG FÆ EKKI BETUR SÉÐ EN AÐ LÍFEYRISSJÓÐIRNIR SÉU Í RAUN OG VERU GJALDÞROTA OG AÐ LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ SÉ EIN STÓR SVIKAMILLA.


mbl.is Eign lífeyrissjóða aukist um 10,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR SEM BOÐUÐU "OPNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU" VILJA FARA MEÐ UMRÆÐUNA UNDIR BORÐIÐ OG RITSKOÐA HANA Í LEIÐINNI

Framganga Pírata, á yfirstandandi þingi og gjörðir, sýna það bara svart á hvítu að þessu liði er ekki treystandi fyrir horn............


mbl.is Illdeilur á hópspjalli Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI VON AÐ HANN SJÁI NEINN MUN Á FLOKKUNUM............

Því munurinn er ENGINN og sami vandræðagangurinn virðist vera að hrjá þá báða og "hrynur" fylgið af þeim báðum en sýnu hraðar af Bjartri Framtíð.  Það er örlítil von fyrir Árna Pál að flokkurinn "hans" hangi yfir 5% markinu framyfir kosningar og verði þá með menn á þingi næsta kjörtímabil. 


mbl.is Skylda að reyna ríkisstjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VISSUÐ ÞIÐ AÐ BARNAÞRÆLKUN VIÐGENGST Í SÚKKULAÐIIÐNAÐINUM?.

Núna þegar jólin eru að koma mættum við kannski aðeins spá í hvaðan allt konfektið og súkkulaðið í heild sinni er komið og hvernig sá "iðnaður" allur er.  Um það bil helmingur af öllum kakóbaunum (sem súkkulaðið er unnið úr), kemur frá Fílabeinsströndinni og nágrannaríkinu Ghana.  Aðstæður þeirra sem starfa á flestum þessum kakóbaunaplantekrum eru þannig að orð geta tæplegast lýst þeim.  Þeir sem vinna á þessum plantekrum eru oftast drengir 12 - 16 ára, stundum eru börn allt niður í níu ára gömul þarna innan um. Þeim er oftast RÆNT frá nálægum þorpum eða frá þorpum í nágrannaríkjunum og smyglað yfir landamærin.  Sá tími sem þessi "börn" verja á plantekrunum er yfirleitt 12 - 16 tímar á sólarhring alla daga vikunnar að því loknu eru þau læst inní gluggalausum kofa þar sem er eitt herbergi og sofa á nöktum trébekkjum og ef reynt er að strjúka kostar það miklar barsmíðar og stundum dauða.  Árið 1998 var vakinn athygli á því að notast væri við þræla á kakóbaunaplantekrum í þessu tveim áðurnefndu löndum en EKKERT hefur verið aðhafst í málinu.  Eins og flestir vita þá er spilling á þessu svæði alveg gríðarlega mikil og erfitt að ná almennilega utan um vandann.  Sem dæmi skal nefnt að árið 2005 að 600.000 manns "ynnu" á kakóbaunaplantekrum á Fílabeinsströndinni og 400.000 í Ghana, svo vandinn er alveg gríðarlega mikill.  Stóru framleiðendurnir á súkkulaði í heiminum (Hersey, Mars, Nestlé og fleiri) segjast "vita" af vandamálinu en geti lítið aðhafst. Því er ánægjulegt til þess að vita að lítill framleiðandi, eins og Nói Síríus, hafi sýnt þá ábyrgð að gera eitthvað í þessu máli og mættu fleiri sælgætisframleiðendur fara að þeirra fordæmi.  Í framtíðinni ætti fólk að athuga frá hverjum súkkulaðið kemur, maður borðar súkkulaðið í það minnsta með betri samvisku ef það kemur frá aðilum sem sýna örlitla samfélagslega ábyrgð í rekstri sínum

GLEÐILEG JÓL...............


mbl.is 10 milljónir í aðstoð við kakóbændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐVITAÐ ÆTLAR "GÓÐA FÓLKIÐ" AÐ BJARGA MÁLUNUM

Er mekki möguleiki á að redda ríkisborgararétti eftir einhverjum "Krísuvíkurleiðum", ef allt annað bregst????


mbl.is „Viljum ekki enda á götunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI ER ÞETTA ALVEG TIL ÞESS FALLIÐ AÐ VIÐHALDA STÖÐUGLEIKA?

Reyndar hafa laun hækkað en á móti kemur að eldsneytisverð hefur lækkað mjög mikið á árinu og frekar lítið sem kallar á þessa miklu hækkun......


mbl.is Flugmiðinn hækkaði um 16,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEGNA ÞESS AÐ ÞAU ERU "BARA ÍSLENDINGAR", FÁ ÞAU ENGA SÉRSTAKA AÐSTOÐ

Og því verður að standa fyrir "söfnun" fyrir þau. Hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að stefna?


mbl.is Vonar að fólk fái aukin tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Kálbjarnarhjónin þrömmuðu til séra Jimmy´s og fóru fram á skilnað. "Jahá og hver er ástæðan fyrir skilnaðinum í þetta sinn". Spyr séra guðsmaðurinn. "Grimmdarleg og ómanneskjuleg hegðun hans segir Mia. Prestur biður hana að útskýra þetta nánar. "Sko" kjökrar Mia "Alltaf þegar hann dettur í það o...g fer á fyllerí, dettur honum eitthvað fáránlegt í hug, en núna fór hann yfir öll mörk! Um síðustu helgi datt hann í það, þá batt hann mig við rúmið, setti á mig hænugogg, smurði mig með lýsi og neyddi mig til að syngja "Gleðibankann"!! Mörgum mörgum, sinnum!!! "Guð hjálpi mér!!!". hrópar séra presturinn upp. þetta er skelfilegt að heyra!" Já segir Mia kjökrandi... hann veit sko alveg að ég HATA ÞETTA LAG!!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband