Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

MÁLFLUTNINGUR GUNNARSSTAÐA-MÓRA ER BARA HLÆGILEGUR...........

Alltaf skal hann fara þá leiðina að reyna að gera málflutning þeirra sem eru ekki á sömu skoðun  og hann eitthvað tortryggilegan og gengur hart fram í því að gera lítið úr og reyna að gera andstæðingum málstaðar síns upp annarlegar og lítilsgildar hugsanir og gjörðir.  Menn hafa vissulega skrifað mikið um efnahagsvandræði evruríkjanna, en hvergi, í þeim skrifum, hef ég orðið var við neina "Þórðargleði" eða neina aðra gleði, heldur hafa menn einfaldlega verið að benda á það ástand sem er í efnahagsmálum þessara ríkja en einhverra hluta vegna þá er þetta ástand alls ekkert óeðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert fyrir okkur Íslendinga að mati innlimunarsinna og Gunnarsstaða-móra, sem virðist endanlega kominn út úr ESB-skápnum...................
mbl.is Ekki gott að setja umsókn á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EIGA LÍFEYRISSJÓÐIRNIR EKKI FYRST OG FREMST AÐ HUGSA UM HAG FÉLAGSMANNA??????

Það er alveg með ólíkindum hvaða vitleysu menn geta látið fara frá sér og þá sérstaklega þegar menn í verkalýðsforystunni gera sig seka um svona óvitaskap.  Það er engu líkara en sumir menn séu ekki með það á hreinu hvert hlutverk lífeyrissjóðanna er og hefur verið.  Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að ávaxta pund félagsmanna sinna og sjá til þess að þeir fái notið sem best þeirra fjármuna sem þeir hafa lagt til hliðar af launum sínum í gegnum árin.  En eitthvað hefur þetta hlutverk tekið breytingum í áranna rás.  Lífeyrissjóðirnir, eru farnir að fjárfesta "grimmt" í atvinnulífinu hér á landi og segir í tilkynningu frá þeim (Framtakssjóði Lífeyrissjóðanna) að þarna hafi verið um "áhugaverðan" fjárfestingakost að ræða, án þess að útskýra það neitt frekar og það sem verra er enginn spyr neitt frekar um málið.  Til dæmis verslaði Framtakssjóðurinn stóran hlut í Icelandair.  Ekki fór nú hjá því að mér þætti þessi fjárfesting svolítið furðuleg því um daginn var ég að glugga í bók eftir Michael Porter sem heitir "On Competition", þessi bók var endurútgefin árið 2008 með þeim breytingum sem á tímabilinu hafa orðið en kom upphaflega út árið 19885.  Í þessari bók er borin saman arðsemi hinna ýmsu greina og þar er rekstur flugfélaga lang neðstur  með 5,9% arðsemi, þetta hefur örugglega ekki lagast síðan þetta var skrifað.  Þess vegna er  alveg með ólíkindum að verkalýðsforingjar skuli hefja máls á því að lífeyrissjóðirnir skuli notaðir sem einhver "félagsmálapakki" þó svo að um tímabundið ástand sé að ræða.  Svo hefur það aldrei komið á hreint hversu mikið raunverulegt tap lífeyrissjóðanna var við bankahrunið og hversu miklu af eigum almennra félagsmanna var sóað í einhver gæluverkefni og einkabruðl...........
mbl.is Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA HEFUR ÞÁ VERIÐ GLÓPAGULL SEM GLITTI SVONA SKÆRT Á......

Og innlimunarsinnar héldu ekki vatni yfir....


mbl.is Scaeuble: Björgunarsjóður verður ekki stækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI RISTIR BALDUR SVO DJÚPT.......................................

Eitthvað verður það slæmt þegar Herjólfur kemur aftur.  Er Skandia ekki að verða klár??????????
mbl.is Breytingar á siglingartíma vegna sjávarfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ HLÝTUR EITTHVAÐ AÐ VERA AÐ HEIMA HJÁ ÞESSU LIÐI?????

Það getur nú varla verið að það sé verið að hleypa einhverjum "óvitum" eftirlitslausum út, svo einhver myndi nú ætla að þessir krakkar viti svona nokkurn veginn hversu rangt eða rétt það er sem þau gera.  Það ætti kannski að skoða það hvort þessi börn hafi bara yfirhöfuð fengið nokkuð sem heitir uppeldi.  Allir ættu að vita það að það er það lægsta af lágu að ganga illa um kirkjugarða...
mbl.is Óvitar á ferð í kirkjugarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OF SEINT OG OF LÍTIÐ??????????????

Samkvæmt ársfundi AGS, þá er vandinn í Evrópu það mikill, að svona "björgun" getur aðeins verið tímabundið úrræði.  Annars eru svona "hrossalækningar" alveg í anda AGS og Brussel-forkólfarnir vilja ekki sjá vandann og hvað þá að taka á honum.  Verði ekki um neinar AÐRAR AÐGERÐIR en þessar að ræða, til að bjarga vandanum í Evrópu, verður þetta eins og að pissa í skóinn sinn það er notalegt á meðan hlandið er heitt og jafnvel á meðan það er volgt en verður alveg djöf........ þegar allt er orðið kalt.
mbl.is Björgunarsjóður fjórfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MJÖG FÁTT SEM ÓGNAR HONUM.......................................

Hann er yfirburða ökumaður í formúlunni í dag og með bíl sem hæfir honum fullkomlega.  Webber hefur ekki sýnt þennan yfirburða stöðugleika, þrátt fyrir að hafa samskonar bíl þetta sýnir bara yfirburði Vettels á ökumannssviðinu.  En frétt vikunnar hlýtur að vera sá orðrómur að Raikkonen eigi í viðræðum við Williamsliðið, þess efnis að hann komi til með að keyra fyrir liðið á næsta ári.  Verði þetta að raunveruleika, er hætt við að dagar Rubens Barrichello, hjá liðinu og jafnvel í formúlunni séu taldir.  Barrichello er jú búinn að vera 19 ár í formúlunni (að loknu þessu tímabili) og að mínu áliti, held ég að liðið komi frekar til með að halda í Maldinato (sem er nýliði í formúlunni og hefur staðið sig ágætlega) hann á aðeins eftir að "hlaupa af sér hornin".  En það verður vissulega áhugavert að fylgjast með ef Raikkonen kemur aftur...........
mbl.is Vettel heldur sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG HVAÐA "SÉRSTÖKU RÁÐSTAFANIR" SKYLDU ÞAÐ VERA ÖGMUNDUR??????????

Eru það kannski einhvers konar neyðarlög sem yrðu sett á lögreglumenn????????
mbl.is Ekki þörf á sérstökum ráðstöfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÝNDARMENNSKAN Í ALGLEYMINGI.................................

Svona "stuðningsyfirlýsingar" núverandi aðildarríkja ESB, hafa afskaplega litla þýðingu og eru ekkert annað en áróðurstæki fyrir innlimunarsinna.  Það er fyrst og fremst það sem gerist hér á landi sem skiptir máli og það virðist vera nokkuð á hreinu hver vilji þjóðarinnar er, þá vegur stuðningur erlendra ríkja ekki þungt, þegar þjóðin tekur sína ákvörðun....................
mbl.is Lýsti stuðningi um umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEGNA NIÐURSKURÐAR...................................

Verður ekki að athuga með verkefni fyrir löggæsluna fyrir ESB og þá verður kannski hægt að borga lögreglumönnum mannsæmandi laun???????????
mbl.is Óttast flótta úr stéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband