Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

MÁNUÐUR Í AÐ BRETAR ENDURHEIMTI SJÁLFSTÆÐI SITT........

Reyndar er það full sterkt til orða tekið, því ESB verður enn með hluta af klónum í Bretum í minnst ár í viðbót.  En það var gleðilegt að sjá að Breska pundið hefur bara hækkað á gjaldeyrismörkuðum eftir að niðurstaðan var klár eitthvað annað en gengi evrunnar, sem hefur verið ániðurleið eftir fréttirnar og vilja sumir meina að hún lifi ekki út næsta ár.  Kannski ESB nái að "hanga" í tvö til þrjú ár til viðbótar???????


mbl.is Brexit Borisar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hjónin sátu saman inn í eldhúsi og ræddu málin.  Allt í einu segir eiginmaðurinn við konuna; „ Eftir að við höfum átt í rifrildi, hvað gerir þú til að „ná þér niður?“

„Ég þríf klósettið“ Svaraði hún þá.

„Ha“.....  Hváði eiginmaðurinn.

„Já, með tannburstanum þínum“.............


LÍTUR VEL ÚT.....

En tímabilið er bara rúmlega hálfnað og það þarf ekki nema að líta á síðasta tímabil til að rifja upp að titillinn er ekki í höfn fyrr en síðasti leikurinn er búinn.  En vissulega er útlitið gott þessa stundina.........


mbl.is Verður erfitt að stöðva þá úr þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA SEGIR BARA EITT - NÚ VERÐUR AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP.....

EES samningurinn var Íslendingum mjög hagstæður í byrjun en eftir að ESB hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina en EES samningurinn er óbreyttur og núna hefur það orðið að Íslendingar þora ekki að fara fram á lögbundnar undanþágur, sem eru til staðar í EES samningnum, af hræðslu við viðbrögð frá Brüssel og þarf ekki að nefna annað dæmi en Orkupakka þrjú og "Kjötmálið" svokallaða. 

Er virkilega enginn sem sér ástæðu til að endurskoða EES samninginn?????


mbl.is Frjálst flæði kjöts og eggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞRÁTT FYRIR AÐ LIÐSMENN FLAMENGO VÆRU EINUM FLEIRI INNÁ ALLAN LEIKINN

Það fór ekkert á milli mála hvoru megin dómari leiksins stóð.  Hann "sleppti" því að dæma TVÆR augljósar vítaspyrnur á Flamengo í leiknum, önnur dómgæsla í leiknum bar keim af þessu.  En sem betur hafði þetta ekki afgerandi áhrif á leikinn, Liverpool var svo afgerandi betri aðilinn í þessum leik að þeim tókst, þrátt fyrir að vera einum færri allan leikinn, að sigra......

TIL HAMINGJU LIVERPOOL, JÓLIN VERÐA RAUÐ Í ÁR........


mbl.is Liverpool heimsmeistari félagsliða í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DEMÓKRATAR BÚNIR AÐ TRYGGJA DONALD TRUMP ENDURKJÖR..........

Þeir hljóta að vera alveg óhemju stoltir með framgöngu sína, allt þetta kjörtímabil og þá sérstaklega síðustu mánuði en þarna er hægt að segja að þeir hafi endanlega "mokað yfir sig".  En það þarf svo sem enginn að vera neitt hissa, þetta eru vinnubrögð "Vinstra Liðsins" út um allan heim.  "Vinstri Vitleysan" á sér engin landamæri.....


mbl.is „Eitrað fordæmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GUÐI SÉ LOF, FYRIR BRETA...........

Það er ekki ólíklegt að "fjórða ríkið" sé að falla eins og "þriðja ríkið" gerði.  Það eru allar líkur sem benda til þess að ESB, verði hrunið innan 20 ára, þannig að það má kallast afar ólíklegt að einhverjir fari að berjast fyrir inngöngu Breta í ESB að tuttugu árum liðnum..... cool laughing tongue-out


mbl.is Baráttan gegn Brexit töpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MARTRÖÐ INNLIMUNARSINNA AÐ HEFJAST...........

Það lýtur út fyrir að Bretar séu bara hreinlega orðnir leiðir á þessu hringli með BREXIT og vilji bara vera lausir við þetta í eitt skipti fyrir öll og treysti Boris Johnson best til að gera eitthvað af viti í þeim málum.  Þetta er mikill sorgardagur fyrir INNLIMUNARSINNA því það er jafnframt verið að skrifa undir dánarvottorð ESB, en kannski er það ofsögum sagt því sjálfsagt verður ESB haldið gangandi í "öndunarvél" í einhvern tíma eða þar til verður búið að samþykkja "andlátsaðstoð" a la Soros.  Það  koma fleiri ESB ríki til með að hugsa sér til hreyfings þegar þau sjá að hagsæld Breta eykst við útgönguna.......


mbl.is Stærsti sigur Íhaldsflokksins í 32 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Nonni gaf eitt sinn vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf og þar sem þessi hægláti náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað á aðra buxnaskálmina gleðileg jól en gleðilegt nýtt ár á hina.  Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:

Kæri Nonni.

Vertu velkominn milli jóla og nýárs..........

Þín Stína.


ER HANN ÞÁ EKKI TILBÚINN TIL AÐ SENDA HÉRAÐSSAKSÓKNARA "RESTINA" AF TÖLVUPÓSTUNUM Í "HÓLFI" JÓHANNESAR STEFÁNSSONAR???

Annars er það með ólíkindum að fyrirtækið skuli sjálft vera að rannsaka sig í þessu máli.  Finnst fólki þetta virkilega í lagi og heldur einhver að þetta sé trúverðugt??????????


mbl.is Björgólfur: Erfiðara en Seðlabankamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband