Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður".  --"En en, ég er verkfræðingur..."  "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !".  Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.  Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."  Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það".  Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".

"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig!"

 "-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."


Föstudagsgrín

Hann Pekka, sem var í skíðaherdeild Finna í vetrarstríðinu milli Finnlands og Rússlands. Var búinn að vera á vígstöðvunum í rúma þrjá mánuði, þegar honum var veitt fimm daga frí. En gallinn var bara sá að frá vígstöðvunum og heim til hans var tveggja daga ferðalag á skíðum. Þetta þýddi að hann hafði aðeins EINN dag heima því hann þurfti jú einnig að ferðast í tvo daga að heiman frá sér og til baka á vígstöðvarnar, þannig að hann varð að nýta timann heima vel.

Þegar hann kom til baka var hann að sjálfsögðu spurður útí heimkomuna af félögunum:

  • „Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst heim“? Spurði einn.
  • „Gerði það með konunni“ Svaraði Pekka.
  • „Og hvað gerðir þú svo“? Spurði hinn aftur.
  • „Gerði það aftur með konunni“ Svaraði Pekka aftur.
  • „ En hvað var það þriðja sem þú gerðir“? Spurði þá félaginn.
  • „Tók af mér skíðin“ Svaraði Pekka.

Föstudagsgrín

Einu sinni fóru hjón í ferð til Englands, Þau fengu fallegt herbergi á hóteli og planið var að fara á leikinn Manchester United-Arsenal. Þegar þau koma inn á baðherbergið sjá þau að það er enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákveða að skrúfa nokkra króka í vegginn, en þeim finnst betra að hringja, og biðjast leyfis hjá húsverðinum.
Þau ákveða að kallinn fari og kaupi skrúfur og hún hringi..en hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunnar svona:

Konan: jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotels janitor..
Bryti: yes, hold one moment.
Konan: þank jú..
Húsvörður: Yeah hello?
Konan: Jess, is þiss ðe janitor?
Húsvörður: Yeahh i am the janitor,how can i help you?
Konan: æ was wondering..ken mæ hösband skrúf som húkkers in ár baþþrúm?


Föstudagsgrín

Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu,  þegar hann sér unga konu  við bilaðan bíl sem veifar til hans, Maðurinn tekur  konuna gegnvota upp í, og spyr  hvert hún sé að fara, hún segist vera á leið í næsta bæ,  Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún  hafi farið út að hitta  vinkonur sínar. Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp  í svefnherbergi, og sér þar  manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan  hleypur niður og maðurinn á eftir, og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar  kallar hann, "ég get útskýrt" konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra  þetta". " Sko, ég var að keyra  heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún  spurði mig hvort konan  mín ætti einhver gömul föt til að lána henni", "ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu  hætt að nota og blússu sem þú værir löngu, löngu  hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan  hætt að nota, og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota". Svo sagði maðurinn daufum  orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að  nota".........


Föstudagsgrín

Eitt sinn var Norðmaður, sem hét Ole hann réð sig á Rússneskan verksmiðjutogara til tveggja ára. Hann var að sjálfsögðu í burtu frá eiginkonu og börnum þennan tíma en það áttu að vera góð laun fyrir þennan tíma og honum þótti þetta ekkert tiltökumál. Svo þegar hann var búinn að vera um borð í togaranum í rúma 14 mánuði, fékk hann skeyti og þar fékk hann tilkynningu um að eiginkonu hans hefði fæðst sonur og heilsaðist báðum vel. Ole varð yfir sig ánægður og í tilefni þessara „góðu frétta“ bauð hann öllum um borð upp á Vodka og voru nú mikil veisluhöld um borð. En einn þarna um borð sem var góður vinur Ole tók hann afsíðis og spurði hann að því hvort honum þætti það ekkert undarlegt að hann væri búinn að vera um borð í verksmiðjutogara í 14 mánuði og þá eignaðist konan barn???? Þá sagði Ole: „Þú ert nú meiri gleðispillirinn.... það eru 18 mánuðir á milli mín og Badda bróður og enginn var neitt að fetta fingur út í það.........


Föstudagsgrín

Í dag er fæðingardagur bróður míns heitins.  Hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í Vattarnesskriðum 11 janúar 1997 og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu.  Þar lá hann meðvitundarlaus, þar til hann lést 19 janúar 1998.  Hann var svo jarðsettur á 36 ára afmælisdegi sínum það sama ár.  Þetta föstudagsgrín er tileinkað minningu hans.

 

Þrír fótboltaáhugamenn voru að þvælast um Saudi Arabíu. Einn hélt með Leeds, annar hélt með Manchester United og sá þriðji hélt með Liverpool.Auðvitað voru þeir allir fullir, en eins og allir vita þá er það stranglega bannað í Saudi Arabíu.  Þannig að þeir voru allir handteknir.  Þeir voru voru leiddir fyrir “shjeikinn” sem mælti svo fyrir að vegna drykkjuskapar á almannfæri þyrftu þeir að þola 50 svipuhögg hver en bætti svo við: “En vegna þess að það er þjóðhátíðardagur okkar ætla ég að veita ykkur TVÆR óskir hverjum”.Þegar kom að því að það átti að hýða Leeds-arann bað hann um að fá kodda bundinn á bakið og bestu fáanlega læknisþjónustu ef með þyrfti.  Svo var byrjað að hýða hann.  Koddinn þoldi aðeins 15 svipuhögg og var þá orðinn með öllu gagnslaus, þannig að Leeds-arinn varð alblóðugur og hálfdauður eftir þessa hrikalegu meðferð, en hann fékk góða læknishjálp.Þá var komið að United-manninum.  Hann sagðist vilja TVO kodda bundna á bakið á sér og bestu læknisaðstoð sem í boði væri.Svo kom að hýðingunni.  Eftir 30 svipuhögg voru koddarnir orðnir gagnslausir.  Blóðugur en á lífi fékk United-maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.Loksins var komið að Liverpool-manninum.  Hann sagði hátt og snjallt:“Bætið við 200 höggum og bindið United-manninn á bakið á mér”.............


Föstudagsgrín

Ungt par sat í stofunni heima hjá stúlkunni, seint að kvöldi og voru að drekka rauðvín og borða osta sem sagt bara huggulegt kvöld við kertaljós og ekki skemmdi snarkið í arninum fyrir.  Þegar komið var vel framyfir miðnætti varð ungi maðurinn að sinna kalli náttúrunnar og spurði því stúlkuna hvar klósettið væri.  Stúlkan sagði honum það en sagði jafnframt að klósettið væri við hliðina á svefnherbergi foreldra hennar og því væri “betra”, svo þau vöknuðu ekki, að hann “notaði” bara eldhúsvaskinn.  Eins og flestir karlmenn þá gerði hann það sem konan sagði, en eftir smástund var kallað úr eldhúsinu: “Áttu ekki klósettpappír”??????????????


Föstudagsgrín

LÖGGAN: "Hvert ert þú að fara, svona valtur á fótunum"?
GUNNI: "Ég er að fara á fyrirlestur".
LÖGGAN: "Og hver í veröldinni ætlar að fara að halda fyrirlestur klukkan fimm á nýjársdagsmorgun"?
GUNNI:" Konan mín"..

 

 

 

 

Ég óska öllum gleðilegs árs og farsældar á nýu ári ásamt þökkum fyrir árið sem var að kveðja (þótt farið hafi nú fé betra), en við setjum traust okkar á að árið sem er að byrja verði betra en það sem er að kveðja........


Föstudagsgrín

Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".

Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:

"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:

"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".


Föstudagsgrín

Guðjón og Guðrún konan hans bjuggu í Mosfellsbæ, nálægt
flugvellinum þar sem listflugvélar hafa aðsetur og æfa sig.
Oft og mörgu sinnum horfði Guðjón á þessar flugvélar leika
allskonar listir og hann fékk sér oft göngutúr til að skoða
vélarnar.

"Guðrún mín," segir Guðjón við konuna sína. "Mig langar svo
að fara í flugferð með svona listflugvél!"


Guðrún, sem stóð rétt hjá flugmanninum svarar Guðjóni strax
Og segir: "Guðjón, veistu að flugið kostar tíu þúsund og tíu
þúsund eru jú tíu þúsund."


Svona gekk þetta hvað eftir annað og alltaf mátti Guðjón,
karlanginn heyra í viðurvist flugmannsins sem stóð og gerði
vélina sína klára fyrir æfingaflug, skammyrði frá Guðrúnu
konunni sinni að flugið kosti tíu þúsund og að tíu þúsund
séu tíu þúsund krónur!

Einn sólríkan dag komu þau hjónin að flugmanninum og aftur
segir Guðjón við Guðrúnu sína: "Guðrún mín, mig langar svo
að fara í flugferð með svona listflugvél. Ég er orðin
háaldraður og ef ég fæ ekki að fara núna mun ég aldrei fá
að upplifa það að fara í svona vél!"


Guðrún er söm við sig og svarar á sama hátt og alltaf:
"Guðjón, veistu að flugið kostar tíu þúsund og tíu þúsund
eru jú tíu þúsund."


En þá vippar flugmaðurinn sér að þeim og segir: "Heyrið nú
kæru hjón. Ég skal fljúga með ykkur bæði en það er aðeins
með einu skilyrði og það er að þið megið ekkert segja á
meðan á fluginu stendur-engin öskur eða neitt!"


"Ef þið segið eitthvað á meðan við erum í loftinu þá verðið
þið að borga mér tíu þúsund krónur."


Þau hjónin tóku þessu boði strax og voru viss um að þau gætu
haldið þetta út.

Flugmaðurinn flaug með þau í allskonar hringi, tók dýfur,
steypti vélinni niður, drap á henni og gerði allt til að
hræða þau hjónin og fá þau til að segja eitthvað svo að
hann myndi vinna sér inn tíu þúsund krónur. Flugmaðurinn
lenti svo vélinni og sagði: "Ja hérna hér... ég reyndi að
gera allt sem ég mögulega gat en það kom ekki eitt hljóð
frá ykkur og þetta er alveg magnað."

Þá segir Guðjón sem sat rólegur og sæll yfir fluginu:
"Ja...ég ætlaði að fara segja eitthvað við þið þegar Guðrún
datt út úr vélinni er þú hvolfdir henni, en tíu þúsund eru jú
tíu þúsund!
"


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband