Færsluflokkur: Kvikmyndir

Mikill er máttur auglýsinganna!!??!!

Ég fór á nýju Batman-myndina, var búinn að lofa yngri syni mínum því að fara með hann á þessa mynd og maður á að standa við það sem maður lofar þótt strákurinn sé að verða sautján ára, það hefði bara verið mikið gáfulegra hjá mér að keyra hann í kvikmyndahúsið, láta hann hafa pening í bíó og fyrir poppi og kóki og sækja hann svo þegar myndin var búin.  Á meðan hefði ég getað gert ansi margt, t.d farið á einhverja almennilega bíómynd, farið eitthvað í heimsókn eða bara farið heim og lesið góða bók.  Fyrir það fyrsta var myndin LÖNG í öðru lagi þá var myndin LANGDREGIN, það leið mjög langur tími milli þess að eitthvað væri að gerast, lítið var haft fyrir því að kynna persónurnar í myndinni.  Með öðrum orðum MYNDIN VAR BARA EIN STÓR VONBRIGÐI, kannski var maður bara búinn að gera of miklar væntingar til hennar og þar af leiðandi hafi vonbrigðin orðið enn meiri.
mbl.is Enginn bilbugur á Batman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband