Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Föstudagsgrín

Ljóska labbar inn í banka í New York og biður um að fá að tala við yfirmann í Lánadeild. Hún segist ætla til Evrópu í 2 vikur og þurfi að fá lánaða 5000 dollara. Lánastjórinn segir að bankinn þurfi eitthvað frá henni í staðinn sem tryggingu.  Þá lætur ljóskan hann fá lykla af Mercedes Benz SL 500 sem hún á. Bíllinn var lagður fyrir framan bankann og þeir fara og skoða hann og allt, svo samþykir lánastjórinn að taka bílinn sem tryggingu. Bankastjórinn og allir starfsmenn bankann njóta þess að hlægja að henni fyrir að nota 110.000 dollara Benz sem tryggingu fyrir 5000 dollara láni. Starfsmaður bankans býðst til að taka bílinn og leggja honum í neðanjarðar bílageymslu bankans.  2 vikum seinna kemur ljóskan og borgar til baka þessa 5000 dollara auk 15,14 dollara í vexti. Þá kemur Lánastjórinn og segir við hana að hann sé glaður yfir að þetta hafi allt gengið vel en sagði við hana að hann hefði látið rannsaka hana og séð að hún væri milljarðamæringur.  Og hann spyr "Afhverju varstu að fá lánaða 5000 dollara en lagðir 110.000 dollara bíl sem tryggingu?" Þá segir hún: "Hvergi annarstaðar í New York get ég lagt bílnum mínum í bílageymslu í 2 vikur fyrir 15.41 dollara og búist við því að hann sé þar þegar ég kem til baka."

Virðing Alþingis!!???

Þetta var til umfjöllunar á síðustu starfræksludögum Alþingis þegar þingmenn voru 60 (til hvers var verið að fjölga þeim?).

Einhverjir uppátækjasamir menn tóku sig til og klæddu sig í jólasveinabúning og mættu í Alþingishúsið og gáfu þingmönnum epli.  Eitthvað fór þetta uppátæki fyrir brjóstið á einhverjum og var brugðið á það ráð að hringja í lögregluna og var beðið um það að jólasveinar yrðu fjarlægðir úr Alþingishúsinu. - Lögreglan sendi 60 manna rútu á staðinn.  Mér sýnist þjóðin hafa svipaðar taugar til Alþingis og þá.  Menn/konur verða að ávinna sér virðingu og sýna fram á að það sé innistæða fyrir henni.


Málefnaþurrð !!!!!!!!

Það er alveg á hreinu að það er ekki um neitt að fjalla þessa dagana á Alþingi, þegar svona "tittlingaskítur" og nýtt nafn fyrir ráðherra verða aðalmálin þá er lítið að gera með að hafa þingmenn á launum og get ég bara ekki séð að hægt sé að sýna almenningi í þessu landi öllu meiri óvirðingu en gert er með þessu.  Eru bara öll mál í þessu þjóðfélagi í góðum gír?
mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allt í sómanum...

Yfirdrátturinn einn hækkaði um 2,5 milljarða í október einum og þrátt fyrir þetta kemur Forsætisráðherra skælbrosandi fram í sjónvarpinu og segir að efnahagur þjóðarinnar standi á traustum grunni og hafi aldrei verið betri.  Stendur ekki til að kippa "hausnum aðeins upp úr sandinum" og kíkja aðeins útfyrir "glerbúrið"?

Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa lítil sem engin áhrif á verðbólguna, viðskiptahallinn eykst stöðugt, einkaneyslan vex (einkaneyslan er öll tekin að láni og meira til), erlend lán hækka, ekkert lát virðist vera á framkvæmdum hins opinbera, útflutningsatvinnuvegir eru á horriminni vegna óstöðugs gengis, lítil og meðalstór fyrirtæki ráða ekki lengur við skuldbindingar sínar vegna okurvaxtastefnunnar, húsnæðismarkaðurinn er á heljarþröm, til þess að komast hjá "vaxtaokrinu" er almenningur farinn að taka húsnæðis- og neyslulán í erlendri mynt og svo er bara sagt að allt sé í góðum gír og farið í kokteilpartí í Seðlabankann.


mbl.is Erlend lán 112 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í rétta átt.......................

Það sér það hver heilvita maður að Landhelgisgæslan ætti að fara til Keflavíkur og flugdeildin ætti að fara á Keflavíkurflugvöll alveg eins og hún leggur sig, það er ekkert "pláss" fyrir flugdeildina á Reykjavíkurflugvelli og svo er nú varla hægt að segja að það sé "pláss" fyrir varðskipin í Reykjavíkurhöfn.  Á Keflavíkurflugvelli er nóg rými fyrir flugdeildina, allt húsnæði er til staðar og aðstaða er þar öll til fyrirmyndar.  Það þyrfti að gera nokkuð miklar endurbætur á hafnarmannvirkjum í Reykjanesbæ en á móti kæmi að siglingatími varðskipanna myndi styttast all verulega og þar með myndi rekstrarkostnaður skipanna lækka mikið.  Að sjálfsögðu ætti það ekki að vera tímabundin aðgerð að flugdeild LHG fari upp á Keflavíkurflugvöll.
mbl.is Gæslan á Keflavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að
konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá
aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá
prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá
hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná
mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í... og gaf aftur í  Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að
mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn.  Löggan kom að honum leit á
ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur"
sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er  föstudagurinn 13. Ég nenni
ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á  yfirvinnu, - ég gef þér séns.
Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"
Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir
nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var, skal ég segja þér, svo hræddur um
að þú værir að skila henni"

  
"Góða helgi" sagði löggan

Hvað breyttist?

Forsætisráðherra sagði að S&P hefði ekki verið með "réttar" upplýsingar, þegar lánshæfi Íslenska ríkisins var lækkað en hann hafði ekki nokkrar áhyggjur af upplýsingum S&P þegar lánshæfismatið var hækkað.
mbl.is S&P hafnar gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er hlutverk GREININGARDEILDA bankanna?????

...eru þær kannski "áróðursmaskínur" stjórnvalda? Manni dettur það helst í hug þegar maður les svona lagað eins og bullið sem greiningardeild Kaupþings sendir frá sér.  Það er og verður fall á Íslenskum hlutabréfum, gengi krónunnar er eins óstöðugt og hugsast getur, það eru blikur á lofti á fasteignamarkaðnum, vextir eru í hæstu hæðum og líkur á hækkun stýrivaxta, verðbólga hefur ekki mælst meiri lengi vel og vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd eykst alltaf, SAMT ER UNDIRSTAÐA ÍSLENSKA HAGKERFISINS ENN TRAUST OG STAÐA OPINBERRA FJÁRMÁLA ALDREI BETRI EN NÚ.

Þvílík afneitun, sem forsætisráðherra var í þegar viðtal var tekið við hann í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, þetta er kallað meðvirkni og er ég hræddur um að maðurinn þurfi að fara í meðferð til að fá bót á þessum ósköpum.  Þegar meðferðinni er lokið þarf hann að fara með "dýralækninum" í "hrossalækningar" á efnahagskerfi þjóðarinnar ef ekki á illa að fara.


mbl.is Undirstaða íslenska hagkerfisins enn traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn þurfa ekki að vera hissa - skrítið að þetta skyldi ekki gerast fyrr...

Hagkerfið hér er orðið "funheitt", ríkisútgjöldin þenjast stjórnlaust út og það er ekki að sjá að "dýralæknirinn" hafi neina getu eða vilja til að draga úr þeim á neinn hátt, það er ekki að sjá að neitt lát sé á framkvæmdagleði "hins opinbera", útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar er að blæða út vegna vaxtaokurs og er Seðlabanki Íslands, með Davíð Oddsson í farabroddi, aðallega ábyrgur fyrir þeim gjörningi, viðskiptahallinn við útlönd eykst stöðugt, sem þýðir einfaldlega það að einkaneyslan er fjármögnuð með lántökum, þetta þýðir að hlutfall skulda af Lfr. eykst stöðugt.  Hélt ríkisstjórnin  virkilega að þetta gengið svona endalaust?
mbl.is Lánshæfishorfur ríkissjóðs versna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða leynast snákar..

Ef ætti að eyða öllum "snákum" í  Íslensku þjóðfélagi yrði mikil "vertíð" hjá meindýraeiðum landsins.
mbl.is Snákur finnst við húsleit á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband