Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

LÖNGU TÍMABÆR FRAMKVÆMD......

Því miður hefur það "tafist" von úr viti að framkvæmdir þarna yrðu hafnar en loksins þegar var byrjað gengur verkið eins og í sögu, enda hefur verið unnið vel að undirbúningi og sá langi tími sem þetta hefur verið í "ferli" nýttur vel. Austfirðingar hafa verið MJÖG umburðarlyndir, gagnvart samgöngubótum í öðrum landsfjórðungum og ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að menn hafi notfært sér það og það hafi valdið óþarfa töfum á því að þetta verk gæti hafist.  Ekki þurfti að LJÚGA þetta verk af stað, með því að segja að það væri í "einkaframkvæmd" en kría á sama tíma út átta milljarða LÁN með ríkisábyrgð (sem við vitum öll að skattgreiðendur enda á að borga).  Hefði bara ekki verið ódýrara að bora eftir heitu vatni á Vaðlaheiði????  Ég óska Austfirðingum til hamingju með það að loksins skuli hylla undir að Norðfjarðargöng komist í gagnið en minni jafnframt á að menn hætti að setja fjármagn í einhver "gæluverkefni" en einbeiti sér þess í stað að samgöngubótum á Austfjörðum og Vestfjörðum, þar sem þörfin er mest...............
mbl.is Komnir hálfa leið í Norðfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minnkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:

Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni  fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýstingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.


ENN ÞANN DAG Í DAG LÁTA MENN HAFA SIG Í AÐ BORGA SIG INN Á AUGLÝSINGAR.......

Auðvitað er gaman að fylgjast með nýjungum í greininni en til þess er til alveg mýgrútur af fagtímaritum, bæði á sviði landvinnslu og útgerðar.  En svo væri ekki úr vegi að skoða hverjir það eru sem BORGA sig þarna inn.  Það er almenningur, sem ekki er í vinnu hjá þeim sem eru í greininni.  Aðilar, sem eru með "bása" á sýningunni, fá visst magn af aðgangsmiðum til ráðstöfunar og þá miða senda þeir til viðskiptavina sinna og þeir láta þá starfsmenn, sem vinna viss störf í kringum þennan geira hafa þessa miða.  Þannig að það er eingöngu almenningur sem hefur áhuga á þessum efnum sem greiðir sig inn á þessa auglýsingu.  Ég fór síðast á "sjávarútvegssýninguna" árið 2003, eingöngu vegna þess að vinnuveitandi minn lét mig hafa tvo mið á hana.  Ég hef alveg getað haldið mér upplýstum varðandi framfarir í þessum greinum með því að lesa fagtímarit og fylgjast vel með í gegnum aðra miðla og það hvarflar ekki að mér að kíkja þarna inn...............
mbl.is Tengist öllum sviðum sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STOPPAÐI KLUKKAN HJÁ ÞESSU "LOPAPEYSUKOMMALIÐI" ÞEGAR ÍSLAND GEKK Í NATO?????

Hugmyndaleysið og fyrirhyggjupólitíkin, sem hefur einkennt þetta fólk frá upphafi, kristallast í svona tillögum  og mætti ætla að þetta málefni (vera landsins í NATO) og svo náttúrulega að hafa (ó)vit fyrir landanum  og kalla öðru hverju "einkavæðing, einkavæðing, ljótt, ljótt", sé það eina sem þeir hugsa, það er að segja ef þeir hugsa.................
mbl.is Þjóðin kjósi um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SEÐLABANKI EVRÓPU Í "MINNINGASEÐLAÚTGÁFU"...............

Sjálfsagt koma þessir seðlar til með að fá mikið gildi meðal safnara, þegar evran er endanlega hrunin.  En það er álitamál hvort borgar sig eitthvað að fara út í kostnaðarsamar öryggisráðstafanir.  En öryggið getur jú haft umtalsverð áhrif á virði seðlanna fyrir safnara í framtíðinni..........
mbl.is Nýr evru seðill í umferð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ERU EKKI MARGIR SEM ERU ATVINNULAUSIR ÁNÆGJUNNAR VEGNA

En við að lesa þessa fyrirsögn, mætti ætla það.  En ef þessi áform ganga eftir er það bara af hinu góða.  En hvað svo????  Ekki er hægt að vera á svona "úrræði" endalaust? Það sem langtímaatvinnulausa vantar er varanleg lausn ekki einhver "bútasaumur", sem mjög litlu skilar til lengri tíma.....................
mbl.is Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA LIÐ MEÐ TILLÖGU UM ÞAÐ HVERNIG EIGI AÐ STOPPA ELDGOSIÐ Í HOLUHRAUNI??????

Það er verið að vinna í þeim málum sem við getum haft áhrif á t.d með fjölgun rafbíla, með yngingu fiskiskipaflotans minnkar útblásturinn mikið, ný og tæknivæddari flutningaskip bætast í flotann og við það minnkar útblástur kaupskipaflotans, landsmenn eru að endurnýja bílaflota sinn og í nýjum bílum er lögð áhersla á umhverfið og þar með minnkandi útblástur. En útblástur af völdum eldgosa höfum við ekki yfir tækni að ráða til að minnka og stendur upp á þetta lið að koma með tillögur þar um..............
mbl.is Ísland axli ábyrgð í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI Í FYRSTA SKIPTI SEM ÞETTA ER GAGNRÝNT.............

En því miður virðist vera lítill áhugi á því að bæta úr þessu.  Sérstaklega eru viðbrögð fréttamanna, sem í hlut eiga gagnrýniverð, það er engu líkara en þeir álíti sig yfir gagnrýni hafna og það sé bara ósvífni í mönnum að voga sér að gagnrýna það sem þeim þóknast að gera (samanber frásögn Gísla Tryggvasonar í fréttinni).  Hvað hefur hefur útvarpsstjóri hugsað sér að gera í málinu eða stendur yfirleitt til að gera eitthvað?
mbl.is Málvillur í hverjum fréttatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARA "COMMON SENSE"............

Á meðan er verið með þetta stórgallaða virðisaukaskattskerfi, þá er það bara einfaldlega þannig að "undanþágur" eiga alveg að hverfa................
mbl.is Ætti að fella flestar undanþágur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER EIGINLEGA MÁLIÐ MEÐ ÞESSARR HRÍSLUR Í TEIGSSKÓGI?

Þegar Umhverfismálin virðast vera orðin mikilvægari en lífsmöguleikar fólks í heilum landsfjórðungi er eitthvað meira en lítið að.  Það virðist bara vera að manninum sé orðið ofaukið í náttúrunni og þá spyrja sig kannski einhverjir:  HVER Á EIGINLEGA AÐ NJÓTA NÁTTÚRUNNAR, ÞEGAR MANNINUM HEFUR VERIÐ ÚTHÝST ÞAÐAN?
mbl.is Kæruferli óhjákvæmilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband