Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ný sannindi....

bush.....Eru engin takmörk fyrir því hvað maðurinn getur verið "óheppinn" í tilsvörum?  Í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina sagði hann: "Slæmt mataræði orsakast af því sem við borðum".

Hver er utanríkisráðherra?

Í hádegisfréttum á RUV áðan, talaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, um það að það ynni með okkur Íslendingum að standa utan ESB í framboði okkar til að fá sæti í öryggisráðinu.  Hún hefur hingað til verið harðasti talsmaður þess að Ísland gangi í ESB, kjósendur hennar hljóta að spyrja hvað sé í gangi?  Ætli Sjálfstæðisgengið sé búið að þagga niður í henni að hún viti ekki hvort hún sé að koma eða fara lengur, eða gerir hún bara allt fyrir ráðherrastólinn?  Svo hefur hún að sjálfsögðu "góðan" aðstoðarmann þar sem Kristrún Heimisdóttir er, en alltaf þegar ISG, hefur "blaðrað" einhverja vitleysu (sem gerist ansi oft að mínu mat) og er flokksapparatinu ekki að skapi, þá er Kristrún Heimisdóttir kölluð til, til að lágmarka þann skaða sem ISG  hefur valdið með ummælum sínum.

Ef þessi ummæli eru skoðuð, þá er ég ekki viss um hver er utanríkisráðherra á Íslandi, Geir Haarde eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


Eru engin takmörk?

Fyrir hvað menn geta verið "leiðitamir".  Það eru engin rök tekin gild, sama hversu vel þau eru rökstudd, ef þau koma ekki frá skósveinum LÍÚ, HAFRÓ Bandit Devil Sick .
mbl.is Verðum að aðstoða byggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhagslega hagkvæmt að leggja sjávarbyggðir landsins niður.......

Á hvaða leið er okkar guðsvolaða þjóðfélag?  Það kemur út skýrsla frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, en þar er sagt að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að hætta þorskveiðum einhvern tíma.  Eru þessir menn virkilega svo raunveruleikafirrtir að þeir geri sér ekki grein fyrir að peningarnir verða ekki til í bönkunum?  Reyndar sagði forstöðumaður Hagfræðistofnunar “Að sennilega myndu þeir sem taka á sig mestu skerðingarnar, vegna aflasamdráttar  ekki njóta “ávaxtanna”, þegar afli yrði aukinn aftur (en hvenær verður það?) einu orðin af einhverju viti (að mínu mati) í þessari skýrslu.En það má virða þessum mönnum hjá Hagfræðistofnun til vorkunnar, að þeir unnu út frá arfavitlausri skýrslu HAFRÓ.  Því eins og allir vita þá á sér stað hlýnun í hafinu og þar af leiðir að fisktegundir leita á önnur mið og tegundir færa sig til eftir breytingum sem verða á þeirra kjöraðstæðum.  Þetta virðast flestir vita nema sérfræðingar HAFRÓ, þeir byrjuðu sitt “togararall” fyrir meira en tuttugu árum á vissum “bleyðum” í kringum landið og enn þann dag í dag byggja þeir niðurstöður sinar á þeim fiski sem þeir fá á þessum “bleyðum” sínum.  Ekki að furða þó að veiðistofninn sé alltaf að minnka og þeir “týni” heilu árgöngunum af fiski.Hafrannsóknir eru dýrar, sérstaklega ef rannsóknirnar beinast ekki í réttan farveg.  Kristinn Pétursson fiskverkandi á Bakkafirði, hefur sýnt fram á það með mjög sterkum rökum, að vandamálið sé að fiskurinn í sjónum sé of mikill en en ekki of lítið af honum og hafi ekki það æti, sem hann þurfi og því sé hann farinn að éta undan sér.  En þetta skrifa sérfæðingar HAFRÓ ekki undir og því miður er hlustað á þá, þó svo að ekki hafi ráðgjöf frá þeim bæ reynst “þjóðhagslega hagkvæm”.

Gott að vita ...........

Samfylkingin hefur heldur betur breytt "stefnunni" í stóriðjumálum, eða kannski væri betra að tala um stefnuleysi.  Í kvöldfréttum hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir því fram að stóriðjumálin væru ekkert á borði ríkisstjórnarinnar, það kemur ríkisstjórninni ekkert við hvar verður virkjaðEru það þessi viðbrögð sem fólkið vildi þegar það greiddi ISG atkvæði sitt?

Óalandi og óferjandi.....

Það er ekki í lagi með þá hjá "Vegagerðinni" fyrst kaupa þeir gamalt og hundlélegt ferjuskrifli fyrir Grímseyinga og svo kemur fram núna að þeir "tíma" ekki að halda uppi almennilegum samgöngum við Vestmannaeyjar Angry ........

Óborganlegt úr íþróttafréttum

Allir sem hlusta á lýsingar frá íþróttaviðburðum kannast við "gullkorn" sem hrjóta af vöum viðkomandi íþróttafréttamanns í hita leiksins.  Hér á eftir kemur ein slík en þar var hinn frábæri íþróttafréttamaður Samúel Örn Erlingsson að lýsa landsleik Íslendinga og Eista.

Íslendinga voru mun betri aðilinn í leiknum (þetta var áður en Eyjólfur Sverrisson tók að sér þjálfun landsliðsins) og sagði Samúel þá:  "Íslendingarnir leika sér að Eistunum".


Söguleg veiðiferð

Þannig er nú mál með vexti að ég fór að veiða á Þingvöllum síðustu nótt sem er ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að þar lenti ég í svolítið skondnu atviki.

Ég var kominn á staðinn og byrjaður að veiða um hálf þrjú og barði smá stund án þess að vera var. Ég var kominn á stað sem kallast Alnbogi þegar ég fékk fyrsta fiskinn. Eftir smá viðureign landaði ég honum, þetta var bleikja rétt tæp tvö pund og mjög fallegur fiskur eins og bleikjan á Þingvöllum er yfirleitt. Þegar ég var búinn að landa henni kom í ljós að ég var ekki með neitt net til að geyma hana í svo ég lagði hana á jörðina við vatnsbakkann (það var búið að segja mér að maður ætti aldrei að leggja frá sér fisk á Þingvöllum) svo óð ég útí vatnið og hélt áfram að veiða, en ég fylgdist með fiskinum mínum.  Fljótlega sá ég hvar minkur kemur.  Hann horfði á mig smá stund og tók svo silunginn minn og hljóp í burtu.  Ég var að veiða þar til klukkan var rúmlega níu í morgun og fékk bara tvo aðra fiska annar var rúm 2 pund og hinn tæp 3 pund hvorttveggja rígvænar bleikjur.  En mikið sé ég eftir fiskinum sem helvítis minkurinn tók.


Hvað næst?

Ég var að horfa á sjónvapsfréttirnar á RÚV í kvöld og þar var meðal annars frétt um það að dýravinir í Noregi hefðu kært "sjónvarpskokk" vegna slæmrar meðferðar á dýrum, en hann setti lifandi krabba í sjóðandi vatn.  Mér brá töluvert við að sjá þessa frétt, því ég bjó í Noregi í rúm tvö ár og þetta er eina aðferðin sem ég lærði og veit um við að sjóða krabba.  Og svo er annað.  Er fólk komið svo langt frá náttúrunni að það megi ekki sjást að við borðum eitthvað sem hefur lifað?  Heldur fólk að uppruni matvæla sé í neytendaumbúðum?  Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við lifum á gæðum náttúrunnar og verðum að gera það í fullri sátt við náttúruna.

Að lokum ætla ég að deila með ykkur uppskrift af krabba:       Reikna skal með einum krabba á mann.  Krabbinn er settur lifandi í pott með sjóðandi vatni þegar hann hættir að banka í lokið er hann tilbúinn.  Berist fram með salati og fetaosti, gott er að hafa hvítvín með og ef fólk vill ekki hvítvín er mælt með "sítrónuvatni".                                                                    


ER EYJÓLFUR AÐ HRESSAST?

Las viðtal við Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara í Blaðinu í morgun.  Þar er engan bilbug á honum að finna, þrátt fyrir að vera búinn að koma landsliðinu í 106 sæti listans hjá FÍFA.  Hann vill bara meta stöðuna í haust.  Skyldi það vera markmið hans að komast niður fyrir150 sæti styrkleikalistans hjá FÍFA?  Hann er nú þegar búinn að slá met, en þetta eru ekki markmið sem menn eiga að setja sér, ef svo er þá hef ég eitthvað misskilið þetta.  Það sem ég hef áður skrifað um þessi mál er í fullu gildi og er ég bara ennþá ákveðnari en áður (sjá http://johanneliasson.blog.is/admin/blog/?entry_id=230973

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband