Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Eru engin takmörk fyrir niðursurðinu á þjónustu LHG??????a

Endar þetta ekki með því að GÆSLAN verði lögð niður? Hvaðan kemur þessi "SNJALLA" hugmynd að leigja nýja skip LHG til Noregs?
mbl.is Nýtt varðskip LHG gæti farið í útleigu til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bregðast krosstré sem önnur tré!!!!

Allt frá því að ég byrjaði að vinna launaða vinnu 14 ára gamall hef ég, lögum samkvæmt, greitt hluta launa minna í hina ýmsu lífeyrissjóði alveg hugsunarlaust enda var mér sagt að þarna væri ég að leggja fyrir til elliáranna (sem mér fannst þá nokkuð skrítin tilhugsun því á þessum árum er ellin ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um framtíðina, ef maður hugsar um framtíðina yfirleitt).  En seinni árin (ég er farinn að nálgast fimmtugt) hafa lífeyssjóðsmálin orðið mér nokkuð hugleikin og sífellt finnst mér að útlitið í þeim málum sé að dökkna svo ekki sé nú fastar að orði kveðið.  Það er allt útlit fyrir að elliárin verði ekki eins róleg og áhyggjulaus og mér hafði verið talin trú um fréttir undafarinna daga hafa styrkt þann grun minn svo um munar og er mín tilfynning sú að lífeyrissjóðakerfið sé hreinlega að hrynja eins og spilaborg og eigi ekki minnstan þátt í því sukk og svínarí stjórnenda þeirra og jafnvel lögbrot þeirra í fjárfestingum sjóðanna í gegnum árin og svo á náttúrulega bankahrunið stóran þátt í þessum Hrunadansi.  Þeir sem yngri eru geta brugðist við og "reddað sér fyrir horn" en útlitið er síður en svo gott hjá þeim sem komnir eru á þann aldur að þeir séu farnir að taka út lífeyri eða þeir sem eiga stutt í þann aldur, hvað verður um þá?  Ég bloggaði um þetta þann 26.03 SJÁ HÉR þá hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið mjög ötull í gagnrýni sinni á lífeyrissjóðina og vinnubrögð þeirra og hafa skrif hans og annar málflutningur (m.a í Silfri Egils) verið mjög málefnalegur og góður, hvet ég alla til að fara inn á bloggið hans og skoða þar það sem hann skrifar.  Það er mín trú að lífeyrissjóðirnir séu ekki nægjanlega FJÁRHAGSLEGA STERKIR til að bera það TAP sem þeir ÞURFA að taka á sig vegna bankahrunsins og því komi þeir til með að falla.  Það hreinlega er ekki bjóðandi að það eigi að moka yfir skít og skömm síðustu ára með því að SKERÐA ÞAU LÍFEYRISRÉTTINDI sem almenningur hefur unnið sér inn í marga áratugi.  Geti lífeyrissjósirnir ekki staðið við suldbindingar sínar eru þeir einfaldlega GJALDÞROTA svo einfallt er það.
mbl.is Staða lífeyrissjóða afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur!!!!

Tímatakan gat vart farið betur, Brawn-bíllinn var flottur og "svínvirkaði" Ross Brawn hefur unnið kraftaverk með liðið ef nokkur getur unnið kraftaverk í formúlunni þá er það hann.  Það verður gaman að fylgjast með formúlunni þessa vertíðina.  Það eina sem vantaði var að Ferraribílarnir væru framar á ráslínunni en það á eftir að breytast.   Ekki skil ég í mér núna að hafa verið að eltast við að fylgjast með formúlunni á Stöð 2 sport þegar miklu betri umfjöllun er í boði á mörgum erlendum stöðvum og þar þarf maður ekki að vera hræddur um að einhver "rugludallur" gleymi að taka "ruglið" og maður missi af ræsingunni.
mbl.is Fyrsti póll í fyrsta móti nýs liðs frá 1954
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru það svona vinnubrögð sem HAFRÓ kallar "fiskifræðilegar forsendur"????

Að leyfa megninu af síldinni, sem var komin inn í höfnina, að drepast og sökkva í höfnina engum til gagns og láta hana svo rotna þar með þeim leiðu afleiðingum sem flestir þekkja.  Svo eru jú nokkur síldarkvikindi enn á lífi og það má náðarsamlegast reyna að veiða  veiða þau en eftir stendur mikið magn af síld sem drapst og sökk til botns í höfninni í Vestmannaeyjum, vegna þess að HAFRÓ-liðið varð að sýna fram á einhvern vísindaleik.  Það er vika síðan HAFRÓ-liðar fóru í þennan "vísindaleik" sinn, sem hafði eitthvað með "fiskifræðilegar forsendur" að gera en hvað ætli þessi SKRÍPALEIKUR þeirra sé búinn að kosta???
mbl.is Síldveiðar leyfðar á ný í Friðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún heldur áfram að kenna öðrum um eigin vanhæfni!!!!!!

Hún reynir endalaust að afsaka eigin gjörðir/aðgerðarleysi með því að kenna fyrrum samstarfsflokki um.  Þegar samstarfinu við VG lýkur, hver verða ummælin þá?  Kannski verða engin ummæli því hún verður farin sem formaður Samfylkingarinnar.  Endirinn virðist ætla að vera eins og upphafið; LODDARASKAPUR.  En sama hvað sem því líður þá óska ég henni góðs bata og hún nái sér að fullu og fari að fást við hluti sem henta henni.
mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirlægjuháttur VG við ÖFGANÁTTÚRUVERNDARSAMÖK er algjör!!!!!

Þetta kemur skýrt fram í þessi viðtali.  Steingrímur J hefur löngum talað eins og hann hafi BEIN í nefinu en það kemur í ljós að hann hefur ekki einu sinni BRJÓSK í nefinu.
mbl.is Vilja stöðva hvalveiðar á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Bush fyrrverandi forseti var að ferðast um Bandaríkin og kom við í grunnskóla. Hann kíkti í heimsókn í sex ára bekk þar sem börnin voru að læra orðið harmleikur. Bush settist niður með börnunum og spurði þau hvort einhver gæti komið með dæmi um harmleik. Lítil stelpa rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að bíll keyrir yfir barn og það deyr, þá er það harmleikur." ,,Nei," sagði forsetinn, ,,það væri slys." Lítill strákur rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að bílstjóri skólarútu missir stjórn á bílnum og keyrir útaf með þeim afleiðingum að öll börnin deyja, þá væri það væri harmleikur." ,,Nei," sagði forsetinn aftur, ,,Það væri mikill missir". Það var þögn í skólastofunni þangað til að lítill strákur sem sat aftast rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að hræðilegir hryðjuverkamenn skjóta niður forsetaflugvélina með forsetann um borð, þá væri það harmleikur." ,,Gott hjá þér!" sagði Bush forseti, ,,Segðu okkur nú afhverju það væri harmleikur." ,,Nú," sagði litli strákurinn, ,,það væri ekki slys en alls ekki mikill missir!"

FALLA LÍFEYRISSJÓÐIRNR einn af öðrum eins og bankarnir?????

Ég hóf að blogga um lífeyrissjóðina og starfsemi þeirra SJÁ HÉR síðan þá hefur sú breyting orðið að maður er alltaf öðru hvoru að sjá heilsíðuauglýsingar í blöðunum, þar sem farið er yfir það hve LITLU þeir hafi TAPAÐ í bankahruninu.  Það er mín reynsla að þegar fyrirtæki eða félög fara að birta svona yfirlýsingar þá er það "oftast" undanfari válegra tíðinda og þá sé best að vera undirbúinn fyrir það versta en vona það besta.  Undanfarið hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið mjög virkur og bent á brotalamir og bruðl í rekstri lífeyrissjóðanna  og á hann heiður skilinn fyrir það, en ég er hræddur um að það eigi margt eftir að koma í ljós við nánari skoðun.  Sú ávöxtun sem lífeyrissjóðirnir hafa verið að ná á lífeyri sjóðsfélaga sinna er svo fyrir neðan allt að ég er bara mest hissa á því að yfirmenn þessara sjóða skuli ekki hafa vit á að skammast sín því ávöxtunin hefur verið LÆGRI heldur en vextir eru á almennri bankabók.  Nú hefur það sífellt færst í vöxt að ATVINNUREKENDUR setjist í stjórnir lífeyrissjóðanna í krafti MÓTFRAMLAGS atvinnurekenda til sjóðanna.  Þarna tel og fleiri að sé um mikinn misskilning að ræða MÓTFRAMLAGIÐ svokallaða, er hluti af SAMNINGSBUNDNUM LAUNUM launamannsins, því er hægt að segja að ATVINNUREKANDINN GREIÐI EKKI KRÓNU TIL LÍFEYRISSJÓÐS VIÐKOMANDI LAUNÞEGA.  Væri ekki ekki nær að HÆKKA launin og taka upp SKYLDUSPARNAÐ, þannig að viðkomandi launamaður YRÐI að taka visst hlutfall af launum sínum leggja fyrir til ávöxtunar? Svona miðstýrt batterí eins og lífeyrissjóðirnir eru bara til óþurftar.  Hugmyndin um lífeyrissjóðina var góð og gegn á sínum tíma en eitthvað hefur farið úrskeiðis með framkvæmdina og einhvers staðar var sagt að byltingin borði börnin sín.

EF OG ÞEGAR LÍFEYRISSJÓÐIRNIR FARA Í ÞROT VERÐA ÞÁ LÍFEYRISRÉTTINDIN TRYGGÐ OG MEÐ HVAÐA HÆTTI VERÐUR ÞAÐ GERT?


mbl.is Lífeyrisréttindi skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú eitthvað skrítin fyrirsögn á fréttinni!!!!!

Svona ambögur geta valdið ruglingi, þetta er ekki eina furðulega fyrirsögnin á fréttum mbl.is.
mbl.is Egill tryggði SR sigur á SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í rauninni er verið að halda því fram að eftirlitsmennirnir séu ekki starfi sínu vaxnir...

Er ekki nóg komið af einhverjum klögumálum og veseni í þessari íþrótt, er ekki tími til kominn að keppnin fari fram á brautinni?
mbl.is Kæra dreifi Brawnbílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband