Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

HÍFIR UPP SÖLUNA MEÐ KLÁMINU.............

Kannski er þarna komin ný skilgreining á "fagurbókmenntum"????
mbl.is Verðlaunaður fyrir kynlífslýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRSTI TVÖFALDI SIGUR MERCEDES SÍÐAN 1955

Það var síður en svo hægt að segja um þessa keppni að hún væri ekki spennandi.  Sérstaklega var gaman að fylgjast með Hulkenberg, Bottas og svo var algerlega stórkostlegt að sjá hvernig Ricciardo var að standa sig en því miður varð hann að hætta keppni eftir eitthvað bras í þjónustuhléi (mönnum ber ekki saman um hvað hafi gerst en það var engu líkara en að vinstra framhjólið hafi ekki sest nægilega vel) og lið ekki viljað taka sénsinn á að hann færi út aftur.  Ferrarí bíllinn á greinilega nokkuð langt í að verða nógu og góður og það er örugglega ekki ásættanlegur árangur þar á bæ að aðeins annar bíllinn endi í stiga sæti, Alonso var í fjórða sæti en Raikkonen varð annað hvort í 11 eða 12 sæti (man það ekki alveg).  Sjálfsagt eiga Massa og Bottas eftir að ræða málin eftir þennan  kappakstur og eitthvað á sir Frank Williams eftir að blanda sér í málin.  Þessi kappakstur gefur góð fyrirheit um þann næsta.
mbl.is Hamilton sér á parti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KVÓTAKERFIÐ Í SINNI VERSTU MYND.....

Það er hægt að skoða "slóðina" alveg í gegnum tíðina.  Hin og þessi stórfyrirtæki innan útgerðar og fiskvinnslu "fjárfesta" á einhverjum stað á landinu, sem á undir högg að sækja, (útger hefur gengið illa og fiskvinnsla í landi afleitlega).  Svo nokkrum árum seinna, þegar þetta fyrirtæki hefur náð til sín skipum og aflaheimildum staðarins, þá flytja þeir alla starfsemina í sinn heimabæ og skilja viðkomandi bæjarfélag, sem þeir hafa hirt allt af, eftir í rúst.  Grófasta dæmið er nú sennilega þegar Samherji náði til sín Bæjarútgerð Hafnarfjarðar en það er sennilega fyrsta dæmið um þessi vinnubrögð...............
mbl.is „Þetta er áfall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Jóna litla var ekki besti nemandinn í sunnudagaskólanum.  Vanalega sofnaði hún, og einu sinni sem oftar þegar hún er sofandi spyr kennarinn hana spurningar:  „Segðu mér Jóna, hver skapaði heiminn?“  Þegar hún svarar ekki tekur drengur sem var fyrir aftan hana pinna og stingur í hana.  Hún hrópar uppyfir sig: „Guð minn góður“.  Kennarinn er ánægður og Jóna sofnar aftur.
Nokkru síðar spyr kennarinn hana aftur: „Hver er bjargvættur okkar“.  Þegar hún svaraði ekki stakk strákurinn hana aftur með pinnanum.  „Jesús Kristur “ öskraði þá Jóna.  „Mjög gott“, segir kennarinn og Jóna sofnar enn eina ferðina.
Undir lok tímas spyr kennarinn Jónu þriðju spurningarinnar:“Hvað sagði Eva við Adam, þegar hún átti 23 barnið með honum?“  Þar sem Jóna steinsvaf stakk strákurinn aftur pinnanum í hana.  Nú var Jónu nóg boðið sem áttaði sig ekki á spurningunni og hrópaði á strákinn: „Ef þú stingur þessum helvítis drasli aftur í mig, þá brýt ég það í tvo hluta og sting því upp í rassinn á þér.“

Kennarinn féll í yfirlið!


ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ

Þeir hafa þurft að búa við ófremdarástand samgöngum nú í nokkur ár og aldrei hefur verið gert neitt af viti til að bæta þar úr.  Svo tók nú steininn alveg úr þegar þetta yfirvinnuverkfall hófst á Herjólfi,ég tek það fram að ég hef fulla samúð með áhöfn skipsins og mér finnst hreinasta skömm fyrir "Óskabarn þjóðarinnar" að vera ekki búið að leysa þessa deilu fyrir löngu.  Ætla samgönguyfirvöld virkilega bara að horfa á úr fjarlægð og fylgjast með þegar samfélagið í Vestmannaeyjum er tekið ósmurt í ra.......... og samgöngum milli Lands og Eyja verður rústað endanlega???????  Ég held að það hafi bara verið skárra þegar Vegagerðin sá alfarið um Herjólf.
mbl.is Þolinmæði Eyjamanna á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ Á AÐ HALDA ÁFRAM AÐ HAMRA JÁRNIÐ - EN TIL HVERS????

Það er alveg ljóst að mikill meirihluti landsmanna er á móti INNLIMUN, þó svo að INNLIMUNARSINNAR reyni að koma Íslandi inn í ESB með klækjum eru mjög litlar líkur á að það takist og hvað Evrópustofa á að  gera í því er hulin ráðgáta..................
mbl.is Evrópustofa gæti starfað fram til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆTLA INNLIMUNARSINNAR ENN AÐ HALDA ÁFRAM AÐ BERJA HAUSNUM Í STEININN???

Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri rök fyrir því að sjávarútvegsstefnur ESB og Íslands blandist álíka vel og olía og vatn og ÞAÐ SÉ ENGINN MÖGULEIKI Á ÞVÍ AÐ ÍSLAND FENGI UNDANÞÁGU ÞAR Á.  Svo koma fram eldheitir INNLIMUNARSINNAR, eins og Magnús Helgi Björgvinsson og reyna að LJÚGA til um hugsanlegar undanþágur.  Nei INNLIMUNARSINNAR hafa aldrei haft sannleikann í hávegum og er þetta útspil hans gott dæmi um það............. 
mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER ALLS EKKI VIÐUNANDI AÐ VESTMANNAEYINGUM SKULI VERA BOÐIÐ UPP Á ÞETTA RUGL

Alveg síðan Landeyjahöfn var opnuð -tveir mánuðir, hafa samgöngumál þeirra verið í tómu tjóni og ofan á allt bullið og kjaftæðið sem þeir hafa orðið að þola er þetta yfirvinnubann á Herjólfi.  Hversu lengi á þetta bull eiginlega að viðgangast?????  Maður hefði haldið að það eigi að sýna samfélaginu úti í Eyjum meiri virðingu en þetta og það er algjör lágmarkskrafa að það verði gengið í að semja strax.  Eimskip hefur sýnt það og sannað að þeir eru ekki nokkrir menn til að sjá um þessi mál og svei mér þá ef það er ekki skárra að Vegagerðin taki aftur við skipinu og rekstri þess.......................
mbl.is Skárri tónn en engin lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKIÐ HEFÐI NÚ VERIÐ GOTT EF GRIKKIRNIR HEFÐU BARA HIRT HANN

En það var svo sem ekki við því að búast og náttúrulega alls ekki ef þeir hefðu nú kynnt sér almennilega þau hryðjuverk sem honum tókst að vinna hér á landi í ráðherratíð sinni...............
mbl.is Grískir vinstrimenn leita til Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI MANNANAFNANEFND ER EKKERT ANNAÐ EN LÉLEGUR BRANDARI

Hitt er svo annað mál að það fylgir því mikil ábyrgð að gefa barni nafn og eru flestir foreldrar fullfærir um að axla þá ábyrgð. En komi upp einhver sú aðstaða í vali á nafni, sem þeim er skíra á finnst alveg óviðunandi, verður hann bara að eiga viðræður við foreldrana og lausn yrði fundin sem allir sætta sig við.
mbl.is Eldflaug hafnað en Skröggur í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband