Færsluflokkur: Tónlist

EITTHVERT BESTA LAG GEORGE HARRISSON - MEISTARALEGUR FLUTNINGUR....

Þær voru margar perlurnar sem George Harrisson samdi í gegnum tíðina og ég held að það sé ekki fjarri lagi að þetta hafi verið í hópi þeirra betri.  Þessi upptaka er frá minningartónleikum sem voru haldnir honum til heiðurs árið 2003.  Þarna eru stórkostlegir tónlistarmenn á ferð eins og Eric Clapton, Jeff Lynn, Ringo Starr, Paul McCartney og ekki má gleyma Billy Preston sem fer þarna alveg á kostum .  Mjög líklega voru þetta síðustu tónleikarnir sem hann spilaði á því hann lést skömmu eftir þetta.  Það sem mér finnst merkilegast þarna er að lokalaglínurnar úr Bítlaslagaranum Hey Jude hljóma í þessu lagi og ekki eiga þessir hljómar verr við þetta lag eða hvað finnst ykkur????


Fyrir svefninn................

Varla er nú hægt að hugsa sér mikið ólíkari tónlistarmenn en þá Willie Nelson og Carlos Santana en þeir leiddu saman hesta sína um 1980 og ekki er útkoman dónaleg... eða hvað finnnst ykkur???


Í TILEFNI SUMARS............

Flestir þekkja þetta lag best í flutningi Nancy Sinatra og Lee Hazlewood en svo er náttúrulega flutningur Hljómsveita Ingimars Eydal ógleymanlegur. 

"HELGISPJÖLL"!!!!!!

Að sjálfsögðu settist ég niður fyrir framan sjónvarpið og sleppti því að fá mér koníak, því ég ætlaði að njóta þess að heyra Gunnar Þórðarson flytja þessi lög sín sem eru hrein og klár snilldarverk og ekki er hægt að segja að hann hafi slegið slöku við þarna er hvert lagið öðru betra og ég held að það séu fáir sem vita hve mörg lög hann hefur samið í gegnum tíðina.  En að mínu mati,voru það mikil mistök hjá honum að syngja þessi lög sjálfur, því eitt er að semja falleg og góð lög - það er bara allt annað að flytja þau.  Mér fannst hann engan vegin hafa röddina eða raddsviðið sem hæfði þessum lögum, kannski er maður bara svo vanur að heyra þau í flutningi upphaflegu flytjendanna, að hann fái ekki að njóta sannmælis hjá mér.

FALLINN ENGILL!!!!?????!!!!!!

Oft hef ég vellt því fyrir mér og aldrei komist að neinni niðurstöðu, hvernig stendur eiginlega á því, að fólk verður að einhverjum dýrlingum og verður svo gott við það eitt að deyja? Þessi virðist ætla að verða raunin með Michael Jackson, ekki dettur mér í hug að bera á móti því að maðurinn VAR hreinn snillingur á sínu sviði fyrir 30 árum og þá komst enginn með tærnar þar sem hann hafði hælana en það má segja að síðustu 20 - 25 árin hafi hann lifað á fornri frægð og einkum var hann þekktur fyrir furðuleg uppátæki sín og skrítið líferni sitt og nokkuð oft "rataði" hann á síður slúðurblaðanna.  Hann reyndi nokkuð oft að endurheimta fyrri frægð en tókst ekki, hann var að undirbúa eina slíka er hann lést.  Það er nokkuð öruggt að fallinn er frá maður sem skilur eftir sig stór spor í poppsögunni en ég skrifa ekki undir það að það sé mikill harmur og veröldin sé ekki söm og áður.
mbl.is Jackson í 15 efstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BESTU TÓNLEIKAR SEM ÉG HEF FARIÐ Á!!!!!!

Fyrst stigu Ellen Kristjánsdóttir og fjölskylda á sviðið.  Ég verð að viðurkenna að einhverra hluta vegna hafði ég ekki stórar væntingar en það átti eftir að breytast, þau voru í einu orði sagt frábær þau tóku svo til eingöngu áður óflutt lög, en svo kom KK á sviðið og þau tóku lagið Angel (sem var eina lagið sem þau höfðu flutt áður og hver einasti maður í salnum þekkti) þá ætlaði þakið að rifna af Egils höllinni.  Mig minnir að KK hafi tekið 3 lög með þeim og hann endaði á blúslagi og þar fór hann alveg á kostum á munnhörpunni.  Ellen og Co voru VIRKILEGA GÓÐog ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að hún olli engum vonbrigðum og ég held að hún hafi STÆKKAÐ aðdáendahóp sinn verulega.   Svo kom goðið sjálft á slaginu níu ásamt hljómsveit OG HVÍLÍKTeyrnakonfekt, þarna innanborðs voru sko engir aukvisar, því miður þekki ég ekki til þeirra en þarna var sko ekkert "bílskúrs-band" á ferðinni.  Prógrammið var mjög "blúsað" en þó slæddust með gamlir standardar eins Wonderful Tonight og Layla. Síðasta lagið sem hann og hljómsveit tóku var "Cocaine" og það var vægast sagt meiriháttar upplifun og síðan var uppklappslagið "Crossroads".  Eins og ég segi þá voru tónlekarnir STÓRKOSTLEGIR en eitthvað hefur farið úrskeiðis í framkvæmdinni, því það gekk ILLA í veitingasölunni.  Það voru um 12.000 manns á tónleikunum, þetta var ekki eitthvað sveitaball í Dalabúð og mátti reikna með að það þyrfti að hafa eitthvað fleiri en á venjulegu sveitaballi við að afgreiða veitingar.  Vonandi athug Grímur og félagar það fyrir næstu tónleika.
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband