Færsluflokkur: Evrópumál
26.6.2016 | 15:01
NÚNA LOKSINS ER VIÐURKENNT AÐ ESB AÐILD FELI Í SÉR LÝÐRÆÐISFRAMSAL
Þá er kannski næst að viðurkenna að það séu engir inngöngusamningar í gangi þegar verið sé í aðildarviðræðum, HELDUR AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR, það er að segja;HVERNIG OG HVERSU FLJÓTT UMSÓKNARRÍKIÐ ÆTLAR AÐ AÐLAGAST REGLUVERKI ESB.
Bretland þriðja hjólið í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2016 | 12:31
ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ BRETAR HÆTTI BARA AÐ LIFA OG VERÐI EKKI LENGUR HLUTI AF TILVERUNNI EFTIR GÆRDAGINN?
Hvernig fóru bretar eiginlega að áður en ESB kom til sögunnar? Samkvæmt INNLIMUNARSINNUM horfa Bretar upp á efnahagslegt frost, útflutningur verði nánast enginn og nú geti þeir bara nánast mokað yfir sig. Þeir hætti að borða sjáfarafurðir frá Íslandi. En hefur enginn spáð í það að ESB var orðið að miklum og vondum FJÖTRUM fyrir Breta, regluverkið, skriffinnskan og miðstýringin í Brussel var orðin svo yfirþyrmandi að sennilega var þarna um mesta gæfuspor að ræða fyrir Breta sem hugsast gat.
Gæti haft veruleg áhrif á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2016 | 06:38
SKYNSEMIN RÉÐ ÚRSLITUM
Sem betur fer fyrir Breta. Skyldi það enn einu sinni verða svo að fræðasamfélagið, sem var búið að spá "ragnarökum" og stórkostlegum efnahagslegum hamförum fyrir Breta ef þeir samþykktu útgöngu, þurfi ekkert að svara fyrir hræðsluáróður sinn ef ekkert stenst af honum? Þeir gengu nú reyndar ekki svo langt að segja að Bretland yrði "Kúba Atlandshafsins", en allt að því......
Bretar kjósa að ganga úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2016 | 11:40
HVORT SKYLDI NÚ FALLA MEIRA EVRAN EÐA PUNDIÐ EF BRETAR YFIRGEFA ESB?
Velji Bretar að yfirgefa ESB, má reikna með því að ESB hrynji og þá verður það verðugt rannsóknarverkefni ef evran heldur velli......
Stærsta pólitíska veðmál sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2016 | 10:16
BRETAR HAFA ÁTTAÐ SIG Á ÞVÍ AÐ ESB ER ORÐIÐ STEINGELT SKRIFRÆÐISBÁKN
En áfram heldur "hræðsluáróðurinn", sem ég get ekki annað séð en að sé nokkurn veginn sá sami og Ices(L)ave áhangendur notuðu í því skyni að þröngva Íslendinga til að taka þær byrðar á sig fyrir auðtrúa Breta og Hollendinga. Ef við tækjum ekki þessar ábyrgðir á okkur átti Ísland meðal annars að verða "Kúba Norðursins" og margt fleira misgáfulegt var tekið til, en ekkert af þessu rættist. Ég get ekki betur séð en að mjög svipuð taktík sé í gangi núna.
Biðla til Breta að vera áfram í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2016 | 14:48
HRÆÐSLUÁRÓÐURINN TRÖLLRÍÐUR ÖLLU OG KOSNINGABARÁTTAN HEFUR ALFARIÐ EINKENNST AF HONUM
Og hafa ESB-sinnar verið sérstaklega harðir við þetta þó svo að eitthvað hafi borið á hræðsluáróðri frá úrsagnarsinnum þá er sá áróður bara "barnaskítur" miðað við hina sem vilja vera áfram. Það hefur til dæmis ekki verið vísað í nein gögn eða útreikninga þegar fullyrt er:
- Lífskjör Breta muni versna um 30% við útgöngu
- Að atvinnuleysi verði mikið ef til útgöngu komi
- Að utanríkisviðskipti verði nánast engin komi til útgöngu
- Að Breska pundið gæti fallið um allt að 15% við útgöngu
- Að vöruverð hækki mikið komi til útgöngu
Og margt fleira hefur verið talað um, sem allt á það sameiginlegt að vera illa rökstutt eða jafnvel algjörlega órökstutt. En hefur ekkert verið hugsað um það SÉ SITTHVAÐ SEM BRETAR LEGGJA ESB TIL. HVAÐ VERÐUR UM ESB EF BRETAR VELJA ÚTGÖNGU. Það verður ekki betur séð en að vandræðin hrannist upp innan ESB og það sé raunveruleg hætta á að það liðist endanlega í sundur ef Bretar kjósa að ganga út.
Brexit: Kosið eftir tvo daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2016 | 10:18
"SANNLEIKANUM VERÐUR HVER SÁRREIÐASTUR".....
Það sem Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri í London, sagði um Evrópusambandið og samlíkingin við Hitler, er ekkert nýtt. Hann sagði bara það sem margir hafa hugsað og menn eru bara að átta sig á að er staðreynd.
Út fyrir mörk ásættanlegrar umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2016 | 21:41
ÞETTA VERÐUR AUÐVELT NÆSTA ÁR!
Það semur einhver svolítið "drungalegt lag" við texta um hvernig Danir "SELDU" okkur (á okurverði) maðkað mjöl og undirokuðu okkur á allan hátt. Svo er hægt að láta einhvern semja alveg ömurlegt lag og hægt að "skreyta" það með texta um MÓÐUHARÐINDIN, það er svosem nóg af hörmungum sem hafa dunið yfir þjóðina til dæmis mætti gera lag við texta um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og svona mætti lengi telja. Þess má geta að Matti Matt söng um Eyjafjalljökul hérna um árið en það má kannski segja að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð? Svo er bara spurningin hversu mikið langar fólk til að vinna?
Vilt þú vinna Eurovision? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2016 | 23:06
STILLTI Á BBC1 OG VAR ALVEG LAUS VIÐ GÍSLA MARTEIN.
En að Ukraina skyldi vinna var bara staðfesting á því hversu "pólitísk" þessi keppni er orðin. Lagið sjálft var hvorki fugl eða fiskur, það eina sem þetta framlag hafði var textinn og Evrópa "spilaði með". Næsta ár verður örugglega undirlagt af "þjóðarharmleikjum", spurningin er bara hvrjum tekst best upp í að ná athyglinni?
Úkraínskur sigur í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2016 | 22:33
GUÐI SÉ LOF AÐ HAFA AÐGANG AÐ EUROVSION ANNARS STAÐAR EN Á RÚV.
Sjaldan hef ég verið jafn þakklátur fyrir að hafa aðgang að mörgum sjónvarsstöðvum eins og í kvöld. Ég viðurkenni það alveg að ég horfi á Eurovision og hef bara lúmskt gaman af. En í ár hvíldi skuggi yfir keppninni, sá skuggi heitir Gísli Marteinn Baldursson og fyrstu mínúturnar, gerði hann alveg útaf við keppnina með blaðrinu í sér og aulafyndninni, sem er einkennandi fyrir hann. En þá var mér bent á lausnina KEPPNIN VAR LÍKA SÝND Á BBC FOUR OG NÁTTÚRULEGA Á HINUM NORRÆNU STÖÐVUNUM. Ég var fljótur að skipta yfir á BBC four og þar með var kvöldinu reddað.
Ísland komst ekki áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |