Færsluflokkur: Spaugilegt

Þeir gera það ekki endasleppt íslenskusnillingarnir á mbl.is

Hvað þýðir eiginlega að vera FRÁSTUR?  Ég er bara alveg að tapa mér yfir öllum þessum nýju orðum sem tröllríða fréttunum á mbl.is þess dagana.
mbl.is Hamilton frástur á lokadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er landgrunnurinn???

Kannski "Íslenskusnillingarnir" á mbl.is geti frætt mig um það ég finn "landgrunninn" ekki á neinum sjókortum eða neinu öðru.
mbl.is Minna um hrefnu á landgrunninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta veiðiferð ársins.

Nú var komið aðþví eftir langan og leiðinlegan vetur og kalt vor, þá skyldi nú fara í fyrstu veiði ársins og til þess að veeera nú ekki að gera veiðileyfissölum neinn óleik þá ætlaég ekki að segja hvert ég fór.  Ég var mættur á staðinn stundvíslega klukkan sjö að morgni og byrjaður að veiða, veiðin gekk ágætleg því undir hádegi var ég búinn að landa 5 bleikjum og 2 urriðum, ágætis fiskum þetta frá einu og hálfu pundi upp í rúm 2.  Þar sem ég þóttist nú vera búinn að fá nóg fyrir mig í bili ákvað ég að slá þessu upp í kæruleysi og bleyta "flugu" sem ég hafði hnýtt í vetur í einhverju "bríaríi" úr "afgöngum" af efni sem ekkert nýttist annars, þess skal getið að þetta er einhver alljótasta "fluga" sem ég hef augum litið um ævina og ég átti ekki von á neinum árangri.  Þegar ég var búinn að hnýta þetta ógeð á tauminn kastaði ég línunni út, þar sem ég er nú enginn snilldarkastari varð ég mjög ánægður með árangurinn, því flugan flaug langt út á vatnið og lá bara við að hún lenti á bakkanum hinu megin.  Ég lét fluguna sökkva vel og byrjaði svo að "draga" ekki hafði ég dregið lengi þegar ég varð var við að rjátlað var við hana og eftir smá tíma var eins og allt væri bara fast, en eftir nokkrar mínútur losnaði um en engu líkara var en ég væri að draga "gólftusku" eða "þvottapoka" þegar nær dró sá ég að þarna var um að ræða eitthvað skrítið, langt kvikindi og þegar ég sá það betur var ég ekki í neinum vafa þetta var áll, ég bölvaði hressilega þegar ég sá kvikindið en landaði honum og þvílíkur viðbjóður, þetta helv... ógeð vafði sig um handleggina á mér þegar ég reyndi að losa hann af önglinum og svo var þetta hel.... svo lífseigt, að þegar ég barði hann í hausinn, með "rotaranum" hefði ég alveg eins getað klappað honum blíðlega á kinnina, það var ekki fyrr en ég trampaði á hausinn á honum að hann loksins drapst.  Eini plúsinn sem ég sá við þetta var þegar ég velti honum upp úr hveiti, setti á hann salt og sítrónupipar og Aroma fiskikrydd og steikti hann (sem betur fer átti ég nógu og langa pönnu) Hann var mjög góður með soðnum kartöflum og hrásalati.

Virðing Alþingis!!???

Þetta var til umfjöllunar á síðustu starfræksludögum Alþingis þegar þingmenn voru 60 (til hvers var verið að fjölga þeim?).

Einhverjir uppátækjasamir menn tóku sig til og klæddu sig í jólasveinabúning og mættu í Alþingishúsið og gáfu þingmönnum epli.  Eitthvað fór þetta uppátæki fyrir brjóstið á einhverjum og var brugðið á það ráð að hringja í lögregluna og var beðið um það að jólasveinar yrðu fjarlægðir úr Alþingishúsinu. - Lögreglan sendi 60 manna rútu á staðinn.  Mér sýnist þjóðin hafa svipaðar taugar til Alþingis og þá.  Menn/konur verða að ávinna sér virðingu og sýna fram á að það sé innistæða fyrir henni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband