Færsluflokkur: Bækur
26.5.2018 | 11:59
TÍMI TIL KOMINN
Að lesa æviágrip þessa manns er mikið meira en stórkostlegt. Áður en ég las æviágripið hans gerði ég mér ekki almennilega grein fyrir hversu stórkostlegur ferill mannsins var og það er ekki minnsti vafi á því að hann er sá allra stærsti í Íslenskri skáksögu og ekki eingöngu á Íslandi heldur er hann með þeim stærstu í skáksögu heimsins. Ekki gerir það tilvonandi ævisögu Friðriks Ólafssonar minna vægi að sagnfræðingurinn Jón Þ. Þór skuli koma að verkinu...
Helgi ritar skákævisögu Friðriks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2017 | 09:05
BÓKAÚTGEFENDUR DUGLEGIR Í "LOBBÍISMANUM" OG AÐ "HAGRÆÐA" SANNLEIKANUM.
Þann 25. þessa mánaðar, bloggaði ég um þá ákvörðun Forlagsins að útvista prentun á bókum fyrir jólin til Finnlands SJÁ HÉR og þar á meðal sýndi ég fram á það hversu LÍTIL ÁHRIF ÞAÐ HAFÐI Á VERÐ BÓKA AÐ VIRÐISAUKASKATTSPRÓSENTAN HÆKKAÐI ÚR 7% Í 11%. Það er nokkuð ljóst að hátt verð á bókum liggur í öðru en virðisaukaskattinum, sem bókaútgefendur hafa verið óþreytandi að benda á. Það er nokkuð ljóst að það þarf að skoða aðra þætti eins og til dæmis það að bókaútgáfa, á Íslandi, ER AÐ 95% Á HENDI EINS AÐILA og ýmislegt annað getur komið til......
Skipar starfshóp um bókaútgáfu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 08:20
ÞETTA ÆTTI EKKI AÐ KOMA NEINUM Á ÓVART SEM ÞEKKIR AÐEINS TIL.....
Bókaútgefendur börmuðu sér og grenjuðu mikið, þegar virðisaukaskattur á bækur var hækkaður úr 7% í 11% og héldu því fram að bókin myndi "deyja". En varð þessi hækkun virðisaukaskattsins til þess að "stúta" bókinni? Ekki er ég alveg sannfærður um það. Mér finnst persónulega of mikið að greiða 4.600 krónur fyrir kilju en það er með 11% VSK afreikningsprósentan verður 9,91% og er VSK af því 456 krónur (útkoman er 455.855 vegna þess að fyrsti aukastafur er hærri en 5 hækkar VSK upp í 456). Þá er verðið á kiljunni orðið 4.144 fyrir VSK, sem þýðir að með 7% VSK hefði verðið verið 4.434 krónur, munurinn er 166 krónur. En þessi virðisaukaskattshækkun er að fara svo illa með bókútgefendur að þeir færa prentunina á bókunum úr landi (reyndar hefur þetta oft verið leikið áður). Þetta er ekkert nýtt en hagurinn af því er nokkuð mikill og erhægt að kenna virðisaukaskattkerfinu svo til alfarið um þetta. Málið er nefnilega það að á prentun er 24% VSK en eins og allir vita þá er 11% VSK á bókum. Bókaútgefendur láta prenta bókina erlendis og um leið láta þeir binda hana inn, þegar bókin kemur til landsins ber hún 11% VSK þarna hafa bókaútgefendur "sparað" sér umtalsverðar fjárhæðir OG GETUR EKKI ANNAÐ VERIÐ EN AÐ BÓKAVERÐ LÆKKI UMTALSVERT FYRIR NÆSTU JÓL. En ætli stjórnvöld að "vernda" prentiðnaðinn á Íslandi (sem ekki veitir af) ÆTTI AÐ SKELLA 24% VSK Á ALLAR INNFLUTTAR BÆKUR.
Finnar prenta jólabækur Forlagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2015 | 11:59
GÓÐ OG EINSTÖK ÚRLAUSN, SEM BER AÐ ÞAKKA
Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum árum keypti ég bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar "Dauðinn í Dumbshafi" og jólin á eftir fékk ég bókina "Návígi á Norðurslóðum" í jólagjöf. Báðar þessar bækur, eru að mínu mati mjög góðar, vel skrifaðar og stíllinn þannig að þær halda manni alveg til síðustu blaðsíðu. Svo gerði ég það, sem maður á aldrei að gera, ég lánaði þessar bækur og að sjálfsögðu fékk ég þær aldrei til baka. Þannig að núna seinni árin hef ég alltaf haft augun hjá mér og þegar ég fer í bókabúðir leita ég alltaf eftir þessum bókum, en alltaf án árangurs. Um síðustu helgi ákvað ég að fara í þetta á fullu ég hafði samband við Magnús Þór Hafsteinsson. Hann átti ekki til eintök til að hjálpa mér en benti mér á útgefandann (Bókaútgáfan Hólar), en áður hafði ég verið í sambandi við Forlagið en af einhverjum orsökum hélt ég að þeir hefðu gefið bækurnar út. Ég sendi tölvupóst til útgefandans, þar var mér tjáð að "Dauðinn í Dumbshafi" væri ekki til en "Návígi á Norðurslóðum" væri til og svo nýjasta bókin eftir Magnús Þór Hafsteinsson "Tarfurinn frá Skalpaflóa". Ég bað um að þessar tvær bækur yrðu sendar til mín í póstkröfu. Ég fékk tölvupóst til baka þar sem ég var beðinn að leggja "smáaura" inn á ákveðinn reikning og staðfesta bara þegar ég væri búinn að því. Ég gerði þetta að sjálfsögðu og hugsaði með mér að ég fengi svo póstkröfu eftir nokkra daga. En viti menn, þegar ég var að horfa á fréttirnar á stöð2 í gærkvöldi, var bankað hjá mér og þar var starfsmaður póstsins með pakka til mín. Þessi pakki innihélt báðar þessar bækur og þar var enginn reikningur. Þarna sendi bókaútgáfan mér þessar bækur nánast gefins. Mér verður sjaldnast orða vant en þarna skeði það. Þetta atvik verður til þess að í framtíðinni legg ég á það áherslu að kaupa bækur frá bókaútgáfunni Hólum og svo að sjálfsögðu er Magnús Þór Hafsteinsson í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem höfundur. Vonandi getur einhver hjálpað mér með að nálgast bókina "Dauðinn í Dumbshafi".
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2014 | 16:23
HÍFIR UPP SÖLUNA MEÐ KLÁMINU.............
Verðlaunaður fyrir kynlífslýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2012 | 13:35
FYRIRMYNDARÞJÓNUSTA
Þegar veitt er framúrskarandi þjónusta finnst mér það vera skylda mín að láta vita af því og sýna þakklæti. Þannig er mál með vexti, að ég hef verið að leita að bók sem kom út á árunum 1997 eða1998 og virðist vera ófáanleg. Eftir að hafa leita á flestum stöðum á stór Hafnarfjarðarsvæðinu án árangurs, hringdi ég í Sunnlenska bókakaffið á Selfossi. Konan sem ég talaði við sagðist vera í einhverju basli með tölvukerfið og spurði mig um nafn bókarinnar og höfund og spurði hvort væri í lagi að hún hringdi í mig þegar hún væri búin að koma lagi á tölvuna, auðvitað samþykkti ég það og lagði svo á. Ég var rétt búinn að ná mér í kaffi þegar konan hringdi aftur í mig, hún sagðist því miður ekki hafa fundið þessa bók. Að fá svona lipra og góða þjónustu er alls ekki sjálfgefið og ber manni að geta þess sem vel er gert. Það er alveg á hreinu að þarna á ég eftir að koma og alls ekki loku fyrir það skotið að ég eigi eftir að gera mér ferð á Selfoss, að Austurgötu 22, svo hef ég séð að þarna er líka margt MJÖG áhugavert.........
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2012 | 15:12
ÓMETANLEGUR FRÓÐLEIKUR.................
Skipsflökin eru okkar Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2010 | 15:51
ER ÞAÐ EKKI VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA ERU GLÆPASÖGUR??????????????
Skýrslan slær glæpasögunum út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2009 | 12:11
ELSTA TRIKKIÐ Í "BÓKINNI".........
Það er vel þekkt að ef sala einhverra bóka stendur ekki undir væntingum, þá sendir útgefandinn inn auglýsingu á fjölmiðla og er sú auglýsing svohljóðandi:" Bókin xxxxx, UPPSELD hjá útgefanda, ÖNNUR PRENTUN á leiðinni". Þetta datt mér í hug áðan þegar ég hlustaði á tilkynningarnar fyrir fréttayfirlitið, þá voru þrjár eða fjórar bækur uppseldar hjá útgefanda og önnur prentun var á leiðinni. Skyldi bóksala eitthvað hafa dregist saman, eða er bara verið að ofnota þetta gamla góða trikk.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)