Færsluflokkur: Íþróttir
12.1.2018 | 23:39
ÞAÐ VANTAR STÖÐUGLEIKA Í LIÐIÐ.....
Eins og fyrri hálfleikur var flottur þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að seinni hálfleikurinn var allt að því "HÖRMULEGUR". Þetta vekur upp þær spurningar hvort eitthvað sé að líkamlega forminu hjá leikmönnum? Það er engu líkara en að þeir höndli einungis 30 mínútna leik????? Sigurinn var að sjálfsögðu góður en tveggja marka sigur var ekki stór miðað við það hvernig megnið af leiknum spilaðist.....
![]() |
Þetta var geggjað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2017 | 10:17
"RÉTTLÆTINU" FULLNÆGT!!!!!
Þá er þessum "farsa" lokið og í það minnsta vilja flestir, nema Rússarnir, segja að þetta hafi farið á BESTA mögulega máta. Þessir eftirmálar af seinni leiknum úti í Rússlandi, voru náttúrulega alveg fáránlegir og það hvernig EHF tók á málinu var algjörlega út í hött og verður örugglega minnst sem eins mesta KLÚÐURS i handboltanum fyrr og síðar.
![]() |
FH hafði betur í vítakeppninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2017 | 18:00
ÞETTA ÁTTI AÐ VERA "SKYLDUSIGUR" HJÁ ÞÝSKA LIÐINU......
En það það var alls ekki að sjá að Íslenska liðið væri að spila við ólimpíumeistara, heimsmeistara og margfalda Evrópumeistara, sjálfstraustið var alveg í botni. Íslenska liðið var BETRA liðið á vellinum og þjóðverjar voru bara heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk og sigurinn var síður en svo óverðskuldaður. ÆTLI ÞJÓÐVERJAR REYNI AÐ FÁ "SILVÍU NÓTT" TIL A' TAKA AFTUR VIÐ LANDSLIÐINU????
![]() |
Íslenskur sigur á ólympíumeisturunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi drengur átti að vera eitthvert ægilegt "undrabarn" í fótboltanum og meðal þeirra sem stukku á "vagninn" og fóru á taugum, á sínum tíma var Real Madrid þeir "keyptu þetta "undrabarn" fyrir svimandi upphæðir, þegar hann var bara óharðnaður unglingur (ætluðu sko ekki að missa af þessari "guðsgjöf". Minnugir þess að erkifjendurnir FC Barcelona kræktu í "undrabarnið" Messi, á sínum tíma). En vonbrigðin hafa ekki látið á sér standa, Real Madrid hefur ekki getað notað "gullkálfinn" og núna hafa þér lánað hann til þess að fá eitthvað upp í taugaveiklunarkaupin. Það er náttúrulega ástæða fyrir því að Lagerback notar hann ekki. Það eru til svona "sérfræðingar" í öllum löndum og við Íslendingar förum ekkert varhluta af því. Sem dæmi skal nefnt að hér á landi var einn duglegur að gagnrýna allt sem Lagerback og Heimir gerðu en þegar fór að nálgast EM í fyrra þagnaði öll gagnrýni hjá þessum aðila. Lagerback hefur alveg sýnt það og sannað að hann veit alveg hvað hann er að gera og yfirleitt eru þjálfararnir alveg fullfærir um að sinna sínum störfum..
![]() |
Undrandi á ákvörðun Lagerbäck |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2017 | 21:32
"ÞVÍLÍK BYRJUN"......
Leikurinn var sýndur á ITV 4 og þar áttu þeir sem lýstu leiknum ekki orð til að lýsa þessu marki og það var alveg ótrúlegt að sjá þetta. Strax eftir að Hajdjuk menn taka miðju, í byrjun seinni hálfleiks, tókst Everton að vinna boltann og Gylfi sá að markmaðurinn var kominn VEL út úr markinu og hann lét vaða, nánast frá miðju af hægri kantinum og boltinn fór yfir markmanninn og hafnaði vinstra megin í netinu. Þeir sem lýstu leiknum voru á því að þetta væri fallegasta markið sem Gylfi hefði skorað og bættu við "That's what you get for 45 million pounds". En þeir tóku líka til þess hversu duglegur Gylfi var líka í vörninni og einnig hversu vel hann og Rooney unnu saman.
![]() |
Gylfi með stórbrotið mark fyrir Everton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2017 | 22:45
ÞETTA VORU BARA SLÆM MISTÖK SEM GETA KOMIÐ FYRIR HVERN SEM ER..
Vissulega var þetta slæmt en það er ekki hægt að horfa framhjá því að hún kom í veg fyrir enn stærra tap hjá liðinu í kvöld. OG ÉG VERÐ AÐ SEGJA AÐ MIÐAÐ VIÐ ÞANN STÓRLEIK SEM HÚN ÁTTI Í ÍSLENSKA MARKINU ERU ÞESSI EINU MISTÖK SEM HÚN GERÐI Í ÞESSUM LEIK FREKAR SMÁVÆGILEG. SANNLEIKURINN ER SÁ AÐ HÚN OG SIF ATLADÓTTIR VORU ÞÆR EINU Í ÍSLENSKA LIÐINU SEM GERÐU EITTHVAÐ SEM VIT VAR Í. Fyrst og fremst þarf liðið að huga að því að ná meiri nákvæmni í sendingarnar, það var fyrst og fremst það sem varð þeim að falli og Austurríkisstelpurnar voru bara mun ÁKVEÐNARI í öllum sínum aðgerðum..
![]() |
Ég skemmdi leikinn fyrir liðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2016 | 18:00
ÞETTA VAR NÚ FULL MIKIÐ AF ÞVÍ GÓÐA.....
Auðvitað vonast maður eftir Hauka sigri, en svona lagað á bara ekki að sjást. Reyndar fannst mér að Gunnar Magnússon hefði átt að setja strákana "af bekknum" miklu fyrr inná, það var alveg óþarfi að "niðurlægja" Aftureldingarmenn svona svakalega.
![]() |
Haukar kjöldrógu vængbrotna Mosfellinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2016 | 18:31
FULLKOMLEGA EÐLILEG ÚRSLIT
Strákarnir okkar hefðu fyrst og fremst þurft að vera með og taka þátt í leiknum Í BÁÐUM HÁLFLEIKJUNUM ef þeir ætla sér að vinna leik. Fyrir utan mjög daprar fyrst 10 mínúturnar í fyrri hálfleik, var hálfleikurinn alveg þokkalegur. Ólafur Guðmundsson var svolítið "villtur" í vörninni en að öðru leiti var allt í lagi og þetta leit ekkert svo illa út eftir þetta og ég verð að viðurkenna að ég var bara þokkalega bjartsýnn á framhaldið. En svo byrjaði seinni hálfleikur og Íslenska liðið var bara ekki svipur hjá sjón. Úkraínumenn löbbuðu í gegnum vörnina eins og þeim sýndist, sóknarleikurinn var eins og hjá byrjendum stundum fannst mér eins og ég væri að horfa á leik hjá sjötta flokki. Og að klikka á þremur vítum í landsleik á bara ekki að geta komið fyrir. Þetta voru bara sanngjörn úrslit, þó svo að umgjörðin hjá Úkraínumönnum hafi verið fyrir neðan allar hellur og engan vegin boðleg, þá er ekki hægt að kenna henni alfarið um. Það er bara ljóst að verkefnið hjá Geir og Óskari Bjarna er mjög mikið ef á að komast áfram úr riðlinum......
![]() |
Tveggja marka tap í Sumy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2016 | 22:00
MÁTTU ÞAKKA FYRIR ÞESSI TVÖ STIG................
Tékkarnir voru bara slakir (hálfgerðir gúmíTékkar). Það sem hélt þeim á floti í þessum leik var ævitýralega góð markvarsla, sem gerði það að verkum að þeir héngu inni í leiknum. Á meðan glímdi Íslenska liðið við arfaslaka markvörslu, stundum velti maður fyrir sér hvað væri eiginlegi verið að púkka upp á Björgvin Pál? Það er ekki hægt að segja, ef er farið yfir ferilinn hjá honum, að hann sé mjög glæsilegur. Hann er "stemmingakall", sem hrekkur kannski í gang í 10 hverjum leik. Hann hefur aldrei sýnt neinn stöðugleika. Svo er áhyggjuefni hversu oft liðið er að fá á sig klaufalegar 2 mínútur og svo sjást varla lengur þessi skemmtilegu hraðaupphlaup, sem voru einkennismerki Íslenska liðsins hér áður fyrr. En það er ansi margt sem Geir Sveinsson og Óskar Bjarni þurfa að laga ef liðið á að komast áfram...
![]() |
Íslenskur sigur í háspennuleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2016 | 09:41
GUÐI SÉ LOF........
Kannski það verði þá hægt að horfa á einstaka dagskrárliði á RUV? En til hvers er eiginlega verið að hafa sérstaka íþróttará á RUV ef leggja þarf samt sem áður báðar rásirnar undir íþróttir? Svo þegar ekkert sérstakt er um að vera á íþróttasviðinu, þá er ekkert verið að nota þessa íþróttarás heldur er aðalrásin notuð ef dettur upp á að einhver viðburður er, sem einhverjum þykir merkilegur og eru þá fréttir færðar til eða hreinlega felldar niður þær eru þó það efni sem flestir horfa á.
![]() |
ÓL í Ríó - lokadagurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)